Melgerði 11

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 2. október 2023 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. september 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings dags. 29. júní 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Melgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir reisa viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls brúttó 126,5 m² að stærð. Tvö bílastæði eru á lóðinni, sem helst óbreytt. Á lóðinni í dag er steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,425. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær á lóðinni.

Á síðasta ári (maí – júní 2022) var tillaga grenndarkynnt og hafnað af skipulagsráði eftir kynningu. Er breytt tillaga núna til kynningar þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir sem bárust við fyrri kynningu og þeim atriðum sem komu fram í umsögn skipulagsdeildar Kópavogsbæjar. Helstu breytingarnar eru eftirfarandi: Fyrirhuguð viðbyggingu er nú staðsett um 3,5 metrum lengra til norðurs í átt að götu, engir gluggar verða á gafli til vesturs og byggingarmagn er 12,5m² minna og þar með nýtingarhlutfall lóðarinnar nokkru lægra.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 9, 10, 12, 13 og 14 við Melgerði og nr. 10, 12 og 14 við Vallargerði.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Umhverfissvið, skipulagsdeild Kópavogs, notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram vegna athugasemda við skipulag, s.s. kennitölu, nafn og netfang í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna borgarbúa. Að auglýsingarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Vakin er athygli á því að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og birtast meðal annars nöfn bæjarbúa í fundargerðum skipulags- og samgönguráðs á netinu.

Athugasemdum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 843/2023, eigi síðar en þriðjudaginn 12. desember 2023. 

Bein slóð á erindið á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar: Málsnr. 843/2023