Þinghólsbraut 56

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 21. ágúst var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. apríl 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Guðmunds Jónssonar byggingarfræðings dags. 15. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 56 við Þinghólsbraut er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir byggingu bílageymslu á vesturhluta lóðarinnar alls 63,5 m2 að flatarmáli. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 15. nóvember 2022 og breytt 15. júlí 2023, uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 15. nóvember 2022 og breytt 5. júní 2023, uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 15. nóvember 2022 og skráningartafla og afstöðumynd í mkv. 1:500 dags. 15. nóvember 2022.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 53A, 53B, 54, 54A, 55, 57 og 58 við Þinghólsbraut og nr. 91, 93 og 95 við Kópavogsbraut.

Athugasemdum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 537/2023, eigi síðar en 27. september 2023. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Umhverfissvið, skipulagsdeild Kópavogs, notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram vegna athugasemda við skipulag, s.s. kennitölu, nafn og netfang í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna borgarbúa. Að auglýsingarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Vakin er athygli á því að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og birtast meðal annars nöfn bæjarbúa í fundargerðum skipulags- og samgönguráðs á netinu.

Þinghólsbraut 56
Tímabil
24. ágúst - 27. september 2023