Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Deiliskipulag.

Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogsbæjar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Kópavogsbæjar þann 14. nóvember 2023 tillögu að  nýju deiliskipulag fyrir íbúðarhverfi í Vatnsendahvarfi.

Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Deiliskipulag.

Nýtt deiliskipulag fyrir Vatnsendahvarf gerir ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla/skóla og útivistarsvæðum ásamt möguleika á verslun og þjónustu. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 500 íbúðum alls í sérbýli (einbýli, raðhús/parhús), klasabyggingum og fjölbýlishúsum á 2-3 hæðum auk kjallara.

Deiliskipulagssvæðið er um 29 ha og liggur að mörkum fyrirhugaðs Arnarnesvegar, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda.

Deiliskipulagið tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Vakin er athygli á málskotsrétti samanber 10. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda