Vesturvör 38A og 38B

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 er breyting á deiliskipulagi hér með auglýst.

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs þann 17. júlí 2023 og bæjarráðs Kópavogs þann 20. júlí 2023 var samþykkt að auglýsa ofangreinda tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingunni felst að deiliskipulagsmörk færast að lóðarmörkum Vesturvarar 38A til austurs og norðurs. Á lóðamörkum á austurhluta svæðisins er skilgreint varúðarsvæði fyrir háspennustreng í jörðu. Aðkoma að svæðinu og innan þess breytist vegna fyrirhugaðrar Borgarlínu og brú yfir Fossvog.

Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð Vesturvarar 38A minnki um 300 m² og verði 8.600 m². Byggingarreitur Vesturvarar 38A breytast lítillega en byggingarmagn helst óbreytt. Gerð er krafa um að koma fyrir a.m.k. 60 hjólastæðum á lóð. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð Vesturvarar 38B minnki um 400 m² og verði 10.900 m². Byggingarreitur Vesturvarar 38B breytast lítillega en byggingarmagn helst óbreytt. Gerð er krafa um að koma fyrir a.m.k. 60 hjólastæðum á lóð. Heimilt verður að byggja minna byggingarmagn á umræddum lóðum eða allt að 75% að hámarks byggingarmagni. Fjöldi bílastæða helst óbreytt þ.e. 1 bílastæði á hverja 50 m² eða 240 á hvorri lóð, alls 480 stæði. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag og greinargerð fyrir Vesturvör 38 til 50 birt í B-deild Stjórnartíðinda 4. ágúst 2017. Samhliða er kynnt tillaga að breyttu deiliskipulagi Brú yfir Fossvog. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Athugasemdum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar,, https://skipulagsgatt.is/issues/428  málsnr. 428/2023, eigi síðar en 19. september 2023. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Vesturvör 38A og 38B
Tímabil
27. júlí - 19. september 2023
Kynningargögn
Kynningaruppdráttur