Afgreiðslur byggingarfulltrúa

96. fundur 29. október 2013 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Smári Magnús Smárason embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1305596 - Austurkór 3b, byggingarleyfi.

Kópavogsbær, Fannborg 2, Kópavogi, sækir um leyfi 25. október 2013 til að gera breytingar á rými 0013 úr óuppfylltu í ónotað rými og breyting á klæðningu að Austurkór 3b.
Teikn. Jakob Líndal.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 29. október 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1207228 - Digranesvegur 62, umsókn um byggingarleyfi.

Sigurður I. Hjaltason, Digranesvegi 62, Kópavogi sækir 23. október 2013, um afturköllun á leyfi fyrir bílskúr að Digranesvegi 62.
Teikn. Björn Gústafsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 29. október 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1306179 - Vesturvör 13, byggingarleyfi.

Bak Höfn ehf., Jöklaind 8, Kópavogi, sækir um leyfi 24. okt. 2013 til að gera breytingar á innra skipulagi að Vesturvör 13.
Teikn. Sveinn Ívarsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 29. október 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1310272 - Þinghólsbraut 75, byggingarleyfi.

Helga Jónsdóttir, Sunnubraut 8, Kópavogi, sækir um leyfi 17. okt. 2013 til að gera breytingar á innra skipulagi Þinghólsbraut 75.
Teikn. Björn S. Hallsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 29. október 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 08:30.