Bæjarráð

2501. fundur 24. apríl 2009 kl. 12:00 - 13:40 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.901303 - Fundargerð byggingarnefndar 21/4, ásamt fskj. 4/2009

Fundur 1303

Bæjarráð staðfestir fundargerðina ásamt fylgiskjali.

2.901304 - Fundargerð félagsmálaráðs 21/4

Fundur 1261

3.901305 - Fundargerð leikskólanefndar 21/4

Fundur 3

Bæjarráð staðfestir lið 1.

4.901306 - Fundargerð skipulagsnefndar 21/4

Fundur 1163

 


 

5.812081 - Liður 7 - Kársnesbraut 106, deiliskipulag

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi.

6.902151 - Liður 8 - Smiðjuvegur 68 - 72, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi.

7.901090 - Liður 9 - Þorrasalir 1- 15, breytt deiliskipulag

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.904074 - Liður 16 - Austurkór 5, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

9.904118 - Liður 31 - Arnarnesvegur milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar, framkvæmdaleyfi.

Bæjarráð vísar útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Arnarnesvegar milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar til staðfestingar bæjarstjórnar.

10.902160 - Liður 32 - Reykjavíkurflugvöllur, skipulagsreglur.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagsreglurnar og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Skipulagsnefnd mælir þó með því að bæjarráð áskilji sér rétt til athugasemda síðar. Sviðsstjóra er falið að óska eftir kynningu á skipulagsbreytingunum og mögulegum áhrifum þeirra á núverandi og fyrirhugaða byggð í Kópavogi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu Flugstoða að skipulagsreglum fyrir flugvelli, en áskilur sér rétt til athugasemda síðar.

11.904002 - Skólanefnd - 8

8. fundur 20/4

12.901308 - Fundargerð slökkviliðs hbsv. 17/4

Fundur 83

13.903223 - Malbiksframkvæmdir 2009. Nýlagnir, yfirlagnir, malbiksefni.

Þann 21. apríl 2009 voru opnuð útboð í ofangreint verkefni.
Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við Malbikunarstöðina Hlaðbær Colas ehf. um malbikskaup fyrir árið 2009.

14.903019 - Sumarstörf 2009.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, garðyrkjustjóra og forstöðumanni Vinnuskóla Kópavogs, fyrstu tillögur að ráðningu 336 sumarstarfsmanna.
Bæjarráð samþykkir tillögu að ráðningu 336 sumarstarfsmanna.

15.904118 - Samningsdrög. Arnarnesvegur milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar.

Drög að samningi milli Vegagerðarinnar, annars vegar, og Kópavogsbæjar og Orkuveitu Reykjavíkur, hins vegar, vegna framkvæmda við Arnarnesveg.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að ganga frá samningum á grundvelli draganna.

16.803073 - Marbakkabraut 4. Leikskólinn Marbakki. Viðbygging

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og deildarstjóra hönnunardeildar, dags. 22/4, tillaga að framkvæmdaáætlun vegna endurbóta á leikskólanum Marbakka.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdaáætlunina og vísar henni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

17.904016 - Umsögn um styrkumsókn Ástráðs, forvarnarstarfs læknanema.

Frá forvarnafulltrúa, dags. 16/4, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 8/4 sl., um styrkbeiðni Ástráðs, forvarnastarfs læknanema, þar sem lagt er til að Kópavogsbær styrki áfram starfsemi Ástráðs.


Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu forvarnanefndar.

18.904163 - Sérverk ehf. fyrirspurn varðandi tilboð fyrir Kópavogsbæ

Frá Sérverk ehf., ódags., óskað eftir að fá að vera með í útboðum hjá bænum.


Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

19.902273 - Átaksverkefni vegna atvinnuleysis.

Frá Vinnumálastofnun, dags. 20/4, yfirlit yfir samþykkta styrki til sérstakra átaksverkefna á vegum Kópavogsbæjar.

Lagt fram.

20.904174 - Þórarinn Guðmundsson, Hlíðarhjalla 73

Frá Þórarni Guðmundssyni, dags. 20/4, kvörtun vegna hljóðbærni íbúðar að Hlíðarhjalla 73 og óskað eftir lagfæringu.


Bæjarráð vísar erindinu til umsjónarmanns fasteigna til umsagnar.

21.903078 - Breyting á kjörskrá fyrir alþingiskosningar 2009

Frá þjóðskrá, dags. 20/4, yfirlit yfir leiðréttingar á kjörskrá vegna andláts kjósenda.

Bæjarráð vísar erindinu til kjörstjórnar.

22.812207 - Umsögn um umsókn Salagrills um rekstrarleyfi.

Frá Sýslumanninum í Kópavogi, dags. 17/4, óskað eftir málefnalegri og rökstuddri umsögn um umsókn Salagrills um rekstrarleyfi.

Bæjarráð hefur engu við fyrri umsögn sína að bæta.

23.804133 - Reykjavíkurborg. Suðurlandsvegur. Tvöföldun frá Hólmsá að Hveragerði

Frá skrifstofu borgarstjóra, dags. 17/4, staðfest móttaka erindis Kópavogsbæjar varðandi tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá að Hveragerði, óveruleg breyting á svæðisskipulagi hbsv. 2001-2024.

Lagt fram.

24.904142 - Kynning á skýrslu milliþinganefndar búnaðarþings um fjallskil.

Frá Bændasamtökum Íslands, dags. 15/4, ályktun frá Búnaðarþingi 2009, þar sem tilmælum er beint til sveitarfélaga um að endurskoða fjallskilasamþykktir.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

25.903122 - Sveitarfélagið Álftanes varðandi stofnlagnir fráveitu

Frá sveitarfélaginu Álftanesi, dags. 14/4, auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Álftaness 2005-2024 vegna fráveitu.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

26.811286 - Afrit af bréfi frá heilbrigðiseftirliti Rvk. varðandi skógrækt og uppgræðslu í Selfjalli í Lækjarbot

Bæjarráð frestar erindinu og óskar umsagnar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og bæjarlögmanns.

 

27.904175 - Kársnessókn

Frá sóknarnefnd Kársnessóknar, dags. 21/4, óskað eftir heimild til að færa áhvílandi veðrétt í Kastalagerði 7 yfir á nýja húsnæði safnaðarheimilisins við Hábraut 1a.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

28.709135 - Héraðsdómur Reykjaness. Vatnsendablettir 381 og 382.

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli varðandi lóðarleigurétt að Vbl. 381 og 382.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að áfrýja dómi Héraðsdóms til Hæstaréttar.

29.703029 - Bótakrafa vegna framkvæmda á vegum Kópavogsbæjar í Heiðmörk

Frá Héraðsdómi Reykjaness, dags. 22/4, tilkynnt að úrskurður héraðsdóms í máli Skógræktarfélags Reykjavíkur gegn Kópavogsbæ og Klæðningu ehf. hafi verið kærður til hæstaréttar.

Lagt fram.

30.904057 - Austurkór 20, lóðaskil.

Frá Ívari Erni Arnarsyni og Sigurlínu Guðnýju Ævarsdóttur, ódags., lóðinni að Austurkór 20 skilað inn.
Lagt fram.

31.904084 - Arakór 4, lóðaskil.

Frá Heiðveigu Maríu Einarsdóttur og Birni Rósberg Grétarssyni, dags. 30/3, lóðinni að Arakór 4 skilað inn.
Lagt fram.

32.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 28. apríl



I.    Fundargerðir nefnda.


II.   Skipulagsmál.


III.  Kosningar.

33.904177 - Skýrsla forðagæslumanns um búfé í Kópavogi 2008-2009.

Frá forðagæslumanni, dags. 21/4, skýrsla fyrir 2008 - 2009.
Lögð fram.

34.904150 - Kvenfélagasamband Kópavogs

Frá Kvenfélagasambandi Kópavogs, dags. 14/4, athygli vakin á ályktunum aðalfundarins varðandi málefni bæjarbúa.


Lagt fram.

35.904184 - Prestastefna í Kópavogi 28. - 30. apríl.

Tillaga frá sviðsstjóra tómstunda- og menningarmála, um afnot Biskupsstofu af húsnæði Salarins og fjárstyrk að upphæð 200.000 kr. vegna Prestastefnu 2009.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 13:40.