Bæjarráð

2495. fundur 12. mars 2009 kl. 15:15 - 17:50 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.903094 - Fundargerð hafnarstjórnar 3/3.

59. fundur

2.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 2/3.

332. fundur

3.901387 - Fundargerð stjórnar Tónlistarhúss 5/3.

100. fundur

4.902170 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2009.

Frá bæjarstjóra, dags. 12/3, varðandi umboð til að fara með atkvæði bæjarins á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga þann 13/3 nk.

Bæjarráð samþykkir að Ingólfur Arnarson fari með atkvæði bæjarins á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. þann 13. mars nk...

5.903104 - Starfsmannamál

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 11/3, Ingimar Þór Friðriksson segir starfi sínu lausu.

Bæjarráð þakkar Ingimari fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.


Starfsmannastjóra er falið að auglýsa starfið.

6.902273 - Átaksverkefni vegna atvinnuleysis.

Frá starfsmannastjóra, dags. 25/2, tillaga varðandi fyrirhugaðar ráðstafanir vegna atvinnuleysis.

Bæjarráð felur starfsmannastjóra umsjón með verkefninu.

7.903095 - Starfslýsing.

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, drög að starfslýsingu rekstrarstjóra fræðslusviðs.

Hlé var gert á fundi kl. 15.28. Fundi var fram haldið kl. 15.30.


 


Bæjarráð frestar starfslýsingunni til næsta fundar.

8.901153 - Skólasamningur grunnskólanna

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, viðauki við skólasamning grunnskólanna frá 1.1.2009 til og með 31.7.2010.



Bæjarráð samþykkir drög að viðaukasamningi.

9.903022 - Smáratorg, Rikki Chan. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007.

Frá bæjarlögmanni, dags. 11/3, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 2. mars 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Rikki Chan ehf., kt. 521103-2990, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Rikki Chan að Smáratorgi í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyfi og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

10.812207 - Rjúpnasalir 1, Salagrill. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007 um rekstrarleyfi.

Bæjarlögmaður mætti til fundar.

Erindi frá Sýslumannsembættinu í Kópavogi, dags. 18. febrúar, tekið fyrir. Erindinu var frestað í bæjarráði þann 5. mars sl.


 


Leitað hefur verið andmæla en með bréfi Valgeirs Kristinssonar hrl. f.h. umsækjenda er lýst sjónarmiðum umsækjenda og var það lagt fram.


 


Bæjarráð staðfestir fyrri niðurstöðu sína frá 29. janúar sl. með þremur atkvæðum gegn tveimur.

11.902237 - Svar við fyrirspurn þar sem óskað var eftir upplýsingum um aðhaldsaðgerðir. Fyrirspurnin var lögð fr

Fjármála- og hagsýslustjóri mætti á fundinn og lagði fram minnisblað um aðhaldsaðgerðir sem gripið hefur verið til af hálfu Kópavogsbæjar.



Lagt fram.

12.805113 - Austurkór 97. Óskað eftir að kostnaður og gjöld vegna kaupa á lóð verði endurskoðuð

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 10/3, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði þann 5/3 sl. um erindi Kristins Helgasonar, þar sem farið var fram á endurgreiðslu afgreiðslugjalds vegna Austurkórs 97, ásamt umsögn byggingarfulltrúa um málið.
Með tilvísun til umsagnar byggingarfulltrúa, dags. 9/3, getur bæjarráð ekki orðið við endurgreiðslu umrædds afgreiðslugjalds.

13.712053 - Bakkabraut 9. Byggingar- og starfsleyfi.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 11/3, umsögn, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 26/2 sl. varðandi umgengni rekstraraðila Steypustöðvarinnar Borgar að Bakkabraut 9, ásamt tillögu að svari.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

14.812069 - Samningur. Björgun ehf, Gylfi og Gunnar ehf og Kópavogsbær.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 11/3, drög að samningi milli Björgunar ehf. og Bygg hf., annars vegar, og Kópavogsbæjar hins vegar, um uppbyggingu íbúðarbyggðar á Kársnesinu og aðstöðu siglingaklúbbsins Ýmis.


Bæjarráð samþykkir samninginn með þremur atkvæðum gegn einu. Einn fulltrúi sat hjá.


 


Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:


"Undirrituð er ekki tilbúin að samþykkja samninginn að svo stöddu og telur rétt að bæjarstjórn fari með fullnaðarafgreiðslu hans.


Guðríður Arnardóttir."

15.705300 - Boðaþing, Þjónustumiðstöð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 9/3, óskað heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði fullnaðarfrágang innanhúss á Þjónustumiðstöð aldraðra við Boðaþing í Kópavogi.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

16.903096 - Óskað heimildar til að semja við Baldur Jónsson ehf. um uppsteypu og frágang utanhúss á Hörðuvallask

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 9/3, óskað heimildar til að semja við Baldur Jónsson ehf. um uppsteypu og frágang utanhúss á Hörðuvallaskóla, á grundvelli eldra tilboðs hans í Hörðuvallaskóla, þar sem hann var lægst bjóðandi í opnu útboði.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

17.903019 - Sumarstörf 2009

Frá garðyrkjustjóra, dags. 10/3, óskað heimildar til að auglýsa tímabundin sumarstörf ætluð ungmennum 17 ára og eldri, jafnframt gerð tillaga um að aðeins verði ráðið til starfa í 8-10 vikur.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

18.903109 - Starfslýsing þróunarstjóra hugbúnaðar

Frá starfsmannastjóra, dags. 12/3, starfslýsing þróunarstjóra hugbúnaðar lögð fram.


Frestað til næsta fundar.

19.903099 - Staða fjárhagsmála.

Fulltrúar Strætó bs. mæta á fundinn.


Framkvæmdastjóri- og aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó bs. mættu til fundar og gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu samlagsins.

20.903040 - Lögbýlaskrá ríkisins.

Frá Ásdísi B. Geirdal, verkefnisstjóra, dags. 3/3, varðandi gerð og útgáfu á Lögbýlaskrá ríkisins.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

21.903024 - Montessori Setrið ehf. v/Reynigrundar 70.

Frá Beverly Gíslason, leikskólastjóra Montessori Setursins ehf., dags. 2/3, óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um nýtingu lóðar að Reynigrund 70 undir leikskóla.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og sviðsstjóra fræðslusviðs til umsagnar.

22.801010 - Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar mótmælir lagningu reiðstígs í Sandhlíð í Garðabæ.

Frá Skógræktarfélagi Garðabæjar, dags. 2/3, varðandi lagningu reiðstígs í Sandahlíð og akvegar í Smalaholti.


Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.  Jafnframt óskar bæjarráð umsagnar bæjarstjórnar Garðabæjar á erindinu.

23.808027 - Skógarlind 2. Breytt deiliskipulag

Frá íbúasamtökum Lindahverfis, dags. 8/3, varðandi Lindir IV, Skógarlind 1 og 2, ásamt innsendum athugasemdum og ályktunum skipulagsnefndar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til úrvinnslu.

24.811090 - Dalvegur 24. Breytt deiliskipulag

Frá Skipulagsstofnun, dags. 5/3, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2000 - 2012, Dalvegur 24.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til úrvinnslu.

25.903098 - Álfaheiði 1 og Álfaheiði 3, frágangur við göngustíg.

Frá Önnu Bryndísi Hendriksdóttur, dags. 9/3, varðandi frágang við göngustíg milli Álfaheiðar 1f og Álfaheiðar 3.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

26.903068 - Efling löggæslu í Kópavogi og breytingar á skipulagi.

Frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, dags. 4/3, varðandi eflingu löggæslu í Kópavogi og breytingar á skipulagi.

Lagt fram.

27.903054 - Hamraborg 6, umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá Tónlistarskóla Kópavogs, dags. 5/3, umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

28.903039 - Smiðjuvegur 13a. Styrkur til greiðslu fasteignaskatts.

Frá Kiwanisklúbbnum Eldey, dags. 2/3, umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

29.903078 - Afrit af bréfi til Kolbeins Sigurðssonar um að vera tekinn á kjörskrá.

Frá Þjóðskrá, dags. 6/3, varðandi breytingu á kjörskrá. Kolbeinn Sigurðsson kt. 110843-2919 er tekinn á kjörskrá.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til kjörstjórnar til afgreiðslu.

30.903079 - Afrit af bréfi til Ingólfs Skúlasonar um að vera tekinn á kjörskrá.

Frá Þjóðskrá, dags. 6/3, varðandi breytingu á kjörskrá. Ingólfur Skúlason kt. 090157-2219 er tekinn á kjörskrá.


Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til kjörstjórnar til afgreiðslu.

31.903080 - Hagnýting niðurstaðna Forvarnardagsins 2009.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 6/3, kynning á skýrslu frá forvarnardeginum 6/11 2008.


Bæjarráð vísar erindinu til forvarnanefndar til afgreiðslu.

32.903081 - Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda af mannvirkjum félagsins á Sandskeiði.

Frá Svifflugfélagi Íslands, dags. 28/2, óskað eftir niðurfellingu fasteignagjalda af mannvirkjum félagsins á Sandskeiði.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

33.903043 - Óskað eftir upplýsingum um samninga um vatns- og jarðhitaréttindi í eigu ríkisins.

Frá forsætisráðuneytinu, dags. 2/3, varðandi úttekt á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara og óskar eftir tillögu að svari.

34.903042 - Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2008.

Frá samgönguráðuneytinu, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 2/3, heildaryfirlit yfir framlög úr sjóðnum til sveitarfélaga á árinu 2008.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

35.903046 - Sporthúsið óskar eftir að fá að greiða fyrir aðgang viðskiptavina þess með fastri krónutölu pr. heim

Frá Sporthúsinu, ódags., varðandi aðgangseyri í sundlaugar í Kópavogi fyrir viðskiptavini Sporthússins.


Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs til umsagnar.

36.902262 - Austurkór 91, lóð skilað.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni og Steinunni Lilju Hannesdóttur, dags. 20/2, lóðinni að Austurkór 91 skilað inn.
Lagt fram.

37.902278 - Kollaþing 10, lóð skilað.

Frá Önnu Maríu Björnsdóttur og Finni Heimi Larsen, dags. 25/2, lóðinni að Kollaþingi 10 skilað inn.
Lagt fram.

38.902270 - Austurkór 71-73, lóð skilað.

Frá Húseikum ehf., dags. 25/2, lóðinni að Austurkór 71 - 73 skilað inn.
Lagt fram.

39.903001 - Þrymsalir 13, lóð skilað.

Frá Gústaf Kristinssyni, dags. 26/2, lóðinni að Þrymsölum 13 skilað inn.

Lagt fram.

40.903111 - Ósk um að fá að láta veggspjöld gegn kynþáttafordómum liggja við afgreiðslu á bæjarskrifstofunni.

Frá Ísland Panorama Samtökunum, ódagsett, óskað eftir leyfi til að hafa veggspjöld liggjandi í afgreiðslu bæjarskrifstofanna til fróðleiks fyrir almenning.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:50.