Bæjarráð

2860. fundur 02. mars 2017 kl. 07:30 - 08:28 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

1.1702593 - Reglur um meðferð óska um opna fundi nefnda

Frá forsætisnefnd, lögð fram drög að reglum um meðferð óska um opna fundi ráða/nefnda sem vísað er til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

2.1610533 - Rýni stjórnenda 2017.

Frá bæjarlögmanni f.h. gæðaráðs, lögð fram skýrsla um rýni stjórnenda 2017.
Lagt fram.

3.1702496 - Boðaþing 10, íb. 010101, fnr. 230-6461. Beiðni um heimild til sölu íbúðar

Frá bæjarlögmanni, dags. 28. febrúar, lögð fram umsögn um beiðni um undanþágu frá kvöð varðandi aldur kaupanda vegna sölu á Boðaþingi 10, eignir fyrir 55 ára og eldri.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild um sölu á Boðaþingi 10 þar sem kaupandi hefur náð tilskildum aldri við afsal eignar.

4.1702071 - Akrakór 5, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 27. febrúar, lögð fram umsókn um lóðina Akrakór 5 frá Morgan ehf., kt. 500414-0810. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Morgan ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Akrakór 5 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

5.1701073 - Markavegur 1. Krafa um yfirtöku eigna vegna deiliskipulagsbreytinga

Frá lögfræðideild, dags. 22. febrúar, lagt fram svar við kröfu lóðarhafa Markavegar 1 um yfirtöku eigna.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að hafna kröfu um yfirtöku eigna í samræmi við umsögn lögfræðideildar.

6.1701685 - Urðarhvarf 2, Hotel Blue Mountain Apartments. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstarleyfi (bráðabirgðaleyfi)

Frá lögfræðideild, dags. 27. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 17. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hótel Bláfjalla ehf., kt. 490102-6470, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Urðarhvarfi 2, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar og staðfestir að umfang rekstrarleyfisins samrýmist stefnu skipulags.

7.1701215 - Vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu. Erindi Hraunavina o.fl.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 25. janúar, og forstöðumanni Náttúrufræðastofu, dags. 24. janúar, lagðar fram umsagnir um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu í tilefni af erindi Hraunavina og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands frá 3. janúar sl. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs og forstöðumanns Náttúrufræðastofu á fundi þann 5. janúar sl.
Lagt fram.

Bókun Margrétar Júlíu Rafnsdóttur:
"Ég tek undir áhyggjur og afstöðu Hraunavina og Náttúrufræðistofu Kópavogs um áhrif á vatnsból höfuðborgarsvæðisins."

8.1512172 - Skemmtilegri skólalóðir.

Frá garðyrkjustjóra, dags. 20. febrúar, lagt fram erindi um framkvæmdir á skólalóðum 2017 þar sem lagt er til að 50 m.kr. fjárveiting á gjaldalið 32164 Gunnskólar - lóðir, endurbætur verði ráðstafað með þeim hætti sem fram kemur í erindinu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagt erindi um ráðstöfun fjár vegna framkvæmda á skólalóðum 2017.

9.1702665 - Beiðni um styrk vegna starfsemi Bocciahóps í Gjábakka

Frá Garðari Alfonssyni, f.h. bocciahóps Garðars í Gjábakka, dags. 4. febrúar, lögð fram beiðni um styrk til starfsemi hópsins að fjárhæð kr. 100.000,-. fyrir árið 2017.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarritara til afgreiðslu.

10.1702669 - Fundargerð 221. fundar heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.02.2017

Fundargerð í 72. liðum.
Lagt fram.

11.1702006F - Lista- og menningarráð - 68. fundur frá 16.02.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

12.1702019F - Menntaráð - 4. fundur frá 21.02.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

13.1702659 - Fundargerð 160. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 27.02.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

14.1702624 - Fundargerð 371. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 24.02.2017

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.

15.1702640 - Fundargerð 260. fundar stjórnar Strætó bs frá 24.02.2017

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

16.1702664 - Minnkun á plastnotkun. Tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Lögð fram tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur um minnkun á plastnotkun.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa erindinu til Umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 08:28.