Bæjarráð

2874. fundur 15. júní 2017 kl. 07:30 - 09:30 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Ýmis erindi

1.1706340 - Íbúðalánasjóður býður til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins

Frá Íbúðalánasjóði, dags. 8. júní, lagt fram boð um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins í Kópavogi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 07:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1701713 - Óleyfisíbúðir, fyrirspurn bæjarfulltrúa Ólafs Þórs Gunnarssonar

Frá bæjarstjóra, lagt fram minnisblað SHS frá 2. júní um kortlagningu óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði í Kópavogi.
Ólafur Þór Gunnarsson óskar eftir að fá sviðsstjóra Velferðarsviðs á næsta fund vegna málsins.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1309134 - Möguleg sameining og samstarf Sorpu bs og Sorpstöðvar Suðurlands bs

Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu kynnir vinnu sem stjórn Sorpu og stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja (Kölku) hafa staðið fyrir um hugsanlega sameiningu/frekari samvinnu þessara félaga.
Lagt fram.

Gestir

  • Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu - mæting: 08:00
  • Þröstur Sigurðsson Capacent - mæting: 08:00
  • Snædís Helgadóttir Capacent - mæting: 08:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1611242 - Tilkynning um skaðabótakröfu

Frá lögfræðideild, dags. 29. maí, lagt fram erindi um kröfu starfsmanns um greiðslu skaðabóta samkvæmt kjarasamningi vegna afleiðinga líkamstjóns við störf hjá Kópavogsbæ ásamt minnisblaði, dags. 9. júní, frá Björgvini Þórðarsyni hrl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita bæjarlögmanni heimild til þess að viðurkenna skaðabótaskyldu gagnvart starfsmanninum og gera upp kröfuna á þeim grundvelli sem hún er sett fram í kröfubréfi dags. 10. apríl sl. með þeim fyrirvara á útreikningum sem fram koma í minnisblaði lögmanns.

Bókun Kristins Dags Gissurarsonar:
"Ég geri ekki athugasemdir við skaðabótaskyldu en tel að fram hefði átt að fara annað mat á örorku."

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1603633 - Íbúalýðræði þátttökufjárlagagerð

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 12. júní, lagt fram erindi um stöðu verkefnisins Okkar Kópavogur.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1703494 - Hamraborg 10. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 4. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Soroptimistasambands Íslands um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 114.372,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 114.372,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Soroptimistasambands Íslands.

Ýmis erindi

7.1706437 - Styrktarnefnd alþjóða geðheilbrigðisdagsins óskar eftir fjárstyrk vegna hátíðarhalda

Frá Styrktarnefnd Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, dags. 12. júní, lögð fram beiðni um styrk til styrktar hátíðarhöldum af tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins sem haldinn verður 10. október nk.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

8.1705028F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 218. fundur frá 01.06.2017

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1705004F - Barnaverndarnefnd - 66. fundur frá 11.05.2017

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1705021F - Barnaverndarnefnd - 67. fundur frá 01.06.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1705018F - Hafnarstjórn - 105. fundur frá 08.06.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1704007F - Innkauparáð - 1. fundur frá 04.04.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1704016F - Innkauparáð - 2. fundur frá 24.04.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1704030F - Innkauparáð - 3. fundur frá 02.05.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1705012F - Innkauparáð - 4. fundur frá 13.05.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.
  • 15.5 1704136 Malbik 2017
    Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags 16. mai, lagðar fram niðurstöður útboðs um malbiks yfirlagnir og malbik í Kópavogi 2017. Lagt er til að leitað verði samninga við Loftorku Reykjavík um malbiksyfirlagnir í Kópavogi og að leitað verði samninga við Hlaðbæ Colas um malbikskaup fyrir árið 2017. Niðurstaða Innkauparáð - 4 Innkauparáð samþykir erindið og vísar því áfram til bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Loftorku Reykjavík um malbiksyfirlagnir í Kópavogi og að leitað verði samninga við Hlaðbæ Colas um malbikskaup fyrir árið 2017.

Fundargerðir nefnda

16.1705020F - Innkauparáð - 5. fundur frá 23.05.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.1706011F - Innkauparáð - 6. fundur frá 31.05.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1706012F - Innkauparáð - 7. fundur frá 12.06.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.
  • 18.2 1704329 Framleiðsla á mat fyrir Kópavogsskóla og Smáraskóla 2017 - 2020 - útboð
    Frá innkaupafulltrúa dags. 10. júní 2017 lagðar fram niðurstöður útboðs á framleiðslu á mat fyrir Kópavogsskóla og Smáraskóla 2017 - 2020. Niðurstaða Innkauparáð - 7 Vísað til bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við ISS á Íslandi um framleiðslu á mat fyrir Kópavogsskóla og Smáraskóla 2017-2020.

Fundargerðir nefnda

19.1705023F - Íþróttaráð - 72. fundur frá 08.06.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.1706003F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 57. fundur frá 08.06.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.1705026F - Leikskólanefnd - 83. fundur frá 08.06.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.1705027F - Lista- og menningarráð - 73. fundur frá 08.06.2017

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.1706375 - Fundargerð 376. fundar stjórnar Sorpu frá 09.06.2017

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.1706190 - Fundargerð 266. fundar stjórnar Strætó bs. frá 26.05.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.1706184 - Fundargerð 76. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 12.05.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.1706007F - Velferðarráð - 11. fundur frá 12.06.2017

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:30.