Bæjarráð

2882. fundur 14. september 2017 kl. 07:30 - 08:55 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1602049 - Boðaþing 11-13, Stækkun hjúkrunarheimilis

Frá bæjarstjóra, dags. 8. september, lagt fram bréf til velferðarráðuneytisins er varðar byggingu hjúkrunarheimilis í Kópavogi og fjölgun dagþjónusturýma.
Lagt fram.

Bókun:
Seinagangur við stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing er óþolandi. Ég óska eftir því að fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins komi á fund bæjarráðs í næstu viku.
Birkir Jón Jónsson

Bókun:
Tafir á byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing í Kópavogi kemur til vegna lögbanns á hönnunarsamkeppni hússins. Sýslumaður féllst á beiðnina og í framhaldi hafi gerðarbeiðandi höfðað mál til staðfestingar lögbanninu.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Karen E. Halldórsdóttir og Hjördís Ýr Johnson

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1708076 - Gervigras, greining efna- og loftgæða.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 11. september, lagt fram erindi er varðar gervigras, greiningu efna- og loftgæða.
Lagt fram og vísað til íþróttaráðs til kynningar.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 07:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1408203 - Heiti hringtorga, tillaga

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 12. september, lagt fram erindi er varðar heiti hringtorga í Kópavogsbæ.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

Bókun:
Ég lýsi sérstakri ánægju með að ákveðið hafi verið að nefna torg bæjarins.
Pétur Hrafn Sigurðsson

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 07:57

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1709260 - Viðhald fasteigna.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 12. september, lagt fram minnisblað um viðhald fasteigna Kópavogsbæjar.
Lagt fram og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bókun:
Ég óska eftir sundurliðun á viðhaldsverkefnum Kópavogsbæjar árið 2017 vegna fasteigna í eigu bæjarins.
Birkir Jón Jónsson

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:08

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1702493 - Hæfingarstöðin Fannborg 6

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 11. september, lagður fram til kynningar og samþykktar, þjónustusamningur milli Kópavogsbæjar og Áss styrktarfélags varðandi atvinnumál fatlaðra í Smíkó, í Fannborg 6.
Frestað til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1603633 - Íbúalýðræði þátttökufjárlagagerð

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 4. september, lagt fram erindi um stöðu verkefnisins Okkar Kópavogur.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1702339 - Daggæsla-samkomulag um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum

Frá deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 11. september, lagt fram bréf um samkomulag um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1511732 - Þorrasalir 13-15, kæra.

Frá lögfræðideild, dags. 7. september, lagt fram bréf er varðar úrskurð vegna Þorrasala 13-15.
Lagt fram og vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1512057 - Mótun heildstæðrar samgöngustefnu

Úr fundargerð 90. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 22.ágúst, dags. 24. ágúst, lögð fram kynning á rafrænum teljurum og fyrirhuguð uppbygging talninga hjólandi og gangandi á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstaða: Umhverfis- og samgöngunefnd - 90
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir þátttöku í samstarfsverkefni talninga á höfuðborgarsvæðinu með kaupum á tveimur talningarstaurum. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissvið úrvinnslu erindisins. Kostnaðarliðum erindisins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Erindinu var frestað í bæjarráði 7. september síðastliðinn.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

10.1709390 - Óskað eftir samstarfi um mat á spjaldtölvuverkefni bæjarins

Frá Menntamálastofnun, dags. 6. september, lagt fram bréf um mat á spjaldtölvuverkefni Kópavogsbæjar.
Lagt fram og vísað til menntaráðs til úrvinnslu.

Fundargerðir nefnda

11.1709004F - Lista- og menningarráð - 75. fundur frá 07.09.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1709384 - Fundargerð 361. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 05.09.2017

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1709350 - Fundargerð 852. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 01.09.2017

Fundargerð í 32. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1709333 - Fundargerð 378. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.09.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1709355 - Fundargerð 271. fundar stjórnar Strætó bs. frá 25.08.2017

Fundargerð í 2 liðum
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:55.