Bæjarráð

2993. fundur 12. mars 2020 kl. 08:15 - 10:31 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2003108 - Tillaga bæjarfulltrúa Theodóru S. Þorsteinsdóttur um að fá sérfræðing hjá Umhverfisstofnun á fund bæjarráðs til að fara yfir skyldu sveitarfélaga til að vinna loftlagsstefnu

Kynning frá Umhverfisstofnun til að fara yfir skyldu sveitarfélaga skv. lögum um loftlagsmál til að vinna loftlagsstefnu fyrir lok árs 2021.
Lagt fram.

Gestir

  • Birgitta Steingrímsdóttir Umhverfisstofnun - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2001022 - Bláfjöll. Skíðasvæði, uppbygging, framkvæmdaleyfi.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fara yfir framkvæmdir á Bláfjallasvæði.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 8:45, fundi fram haldið kl. 9:12.

Gestir

  • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH - mæting: 09:00
  • Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2003249 - Mánaðarskýrslur 2020

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna janúar.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2003302 - Gulaþing 21. Beiðni um heimild til veðsetningar.

Frá lögfræðideild, dags. 10. mars, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Gulaþings 21, Gulaþing 21 ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum umbeðna veðsetningu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2003268 - Sótt um leyfi til að halda skíðaskotfimimót

Frá lögfræðideild, dags. 9. mars, lögð fram beiðni skíðagöngunefndar Skíðasambands Íslands um leyfi fyrir notkun á landi til að mega halda skíðaskotfimimót í Bláfjöllum þan 23. mars nk. auk æfinga daginn fyrir mót.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum heimild til notkunar á landi með þeim fyrirvara að önnur leyfi yfirvalda liggi fyrir.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2001429 - Útboð - Íþróttahúsið Digranes, gólf í íþróttasal

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 10. mars, lagðar fram niðurstöður útboðs í nýtt gólf í íþróttasal íþróttahússins Digranesi. Lagt til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Sport-tæki ehf.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda Sport-tæki ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1912283 - Malbiksyfirlagnir 2020

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 10. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að bjóða út í opnu útboði malbiksyfirlagnir í Kópavogi 2020.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum heimild til útboðs í opnu útboði malbiksyfirlagnir í Kópavogi 2020.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:38

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2003313 - Efnisútvegun, malbik 2020

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 10. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að senda út lokaða verðfyrirspurn á tvo malbiksframleiðendur vegna kaupa á malbiki fyrir malbiksframkvæmdir árið 2020.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum heimild til umbeðinnar verðfyrirspurnar.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Birkir Jón Jónsson vék af fundi vegna vanhæfis undir umræðum og afgreiðslu neðangreinds máls nr. 9.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1901216 - Útboð. Raforkukaup

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 10. mars, lagðar fram niðurstöður útboðs í raforkukaup fyrir almenna raforkunotkun utan götulýsingar. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda, Orkusöluna ehf.
Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Orkusöluna ehf.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar

Ýmis erindi

10.2003221 - Áætlun um refaveiðar 2020-2022

Frá Umhverfisstofnun, lögð fram áætlun um refaveiðar 2020-2022 ásamt uppgjöri áætlunar fyrir árin 2017-2020.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2002025F - Menntaráð - 57. fundur frá 03.03.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lögð fram.

Fundargerðir nefnda

12.2003186 - Fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2020

Fundargerð í 31 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2003083 - Fundargerð 380. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 22.01.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2002731 - Fundargerð 381. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 26.02.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2003215 - Fundargerð 483. fundar stjórnar SSH frá 02.03.2020

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2003267 - Fundargerð 484. fundar stjórnar SSH frá 06.03.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

17.2003007F - Velferðarráð - 60. fundur frá 09.03.2020

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fyrir.

Fundargerð

18.2002019F - Velferðarráð - 59. fundur frá 24.02.2020

59. fundur Velferðarráðs í 16. liðum
Lagt fram.
  • 18.8 2002460 Innleiðing á CareOn í sértæka heimaþjónustu
    Greinargerð deildarstjóra, dags. 18. febrúar 2020 lögð fram. Niðurstaða Velferðarráð - 59 Lagt fram til afgreiðslu.
    Á fundinum kom fram að innleiðing kerfisins í sértækri heimaþjónustu kostar 600 þúsund krónur á ársgrundvelli.
    Velferðarráð samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
    Niðurstaða Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:31.