Bæjarráð

2999. fundur 24. apríl 2020 kl. 08:15 - 10:55 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2004395 - Stjórnskipulag Byggðasamlaga, kynning í borgar- og bæjarráðum

Kynning á stjórnskipulagi byggðasamlaga frá Strategíu sem vinnur að endurskoðun skipulags og stjórnarhátta byggðasamlaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Fundarhlé hófst kl. 8:30, fundi fram haldið kl. 8:54

Gestir

  • Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og meðeigandi Strategíu - mæting: 08:15
  • Helga Hlín Hákonardóttir ráðgjafi og meðeigandi Strategíu - mæting: 08:15
  • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2004238 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2019 - fyrri umræða

Frá fjármálastjóra, lagður fram ársreikningur 2019.
Bæjarráð samþykkir framlagða ársreikninga með fimm atkvæðum og vísar afgreiðslu ársreikninga til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:55

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2002506 - Bráðabirgðayfirlit fyrstu vatnaáætlunar Íslands

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanni, dags. 20. apríl, lögð fram umsögn um bráðabirgðayfirlit yfir fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland. Einnig lögð fram umsögn Náttúrufræðistofu frá 6. apríl og umsögn Heilbrigðiseftirlits frá 14. apríl um sama efni.
Lagt fram.

Ýmis erindi

4.2004321 - Framlög til Reykjanesfólkvangs 2020

Frá stjórn Reykjanesfólkvangs, dags. 8. apríl, lagður fram reikningur vegna greiðslu fraamlags Kópavogsbæjar til Reykjanesfólkvangs vegna ársins 2020.
Lagt fram.

Ýmis erindi

5.2003744 - Styrkbeiðni v. þátttöku í ólympíuleikum í líffræði

Frá Kjartani Þorra Kristjánssyni, dags. 17. mars, lögð fram umsókn um styrk vegna þátttöku á Ólympíuleikum í lífrræði sem fara fram í sumar.
Bæjarráð vísar málinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

Ýmis erindi

6.2004341 - Styrkbeiðni vegna ólympíuleika í efnafræði

Frá Andra Má Tómassyni, dags. 20. apríl, lögð fram umsókn um styrk vegna þátttöku á Ólympíuleikum í efnafræði sem fara fram í sumar.
Bæjarráð vísar málinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

Fundargerð

7.2003023F - Skipulagsráð - 74. fundur frá 20.04.2020

Fundagerð í 14 liðum.
Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð telur jákvætt að skipulagsráð ætli að kynna breytta vinnslutillögu að Hamraborgarsvæðinu eftir að kynningarfresti núverandi tillögu lýkur. Tillagan verður kynnt í samræmi við skipulagslög sem áður."
  • 7.4 1904103 Nónhæð. Arnarsmári 36-40. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Basalt arkitekta fh. lóðarhafa dags. 12. febrúar 2020 um breytingu á deiliskipulagi á kolli Nónhæðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. desember 2017 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 4. maí 2018 nr. 438.
    Nánar tiltekið nær breytingin til Arnarsmára 36-40 (hús A), Nónsmára 9-15 (hús B) og Nónsmára 1-7 (hús C). Í breytingunni felst eftirfarandi:
    1) Arnarsmári 36-40: Í tillögunni er gert ráð fyrir bílakjallara vestan við fjölbýlishúsið allt að 950 m2 að flatarmáli með 22 stæðum (undir fyrirhuguðum bílastæðum á yfirborði). Bílastæði innan lóðar verða alls 61 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,2.
    2) Nónsmári 9-15: Stærð bílakjallara við fyrirhugað fjölbýlishús verður um 1.000 m2 í stað 1.400 m2 með 27 bílastæðum. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 66 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,7.
    3) Nónsmári 1-7: Stærð bílastæðakjallara við fyrirhugað fjölbýlishús verður um 950 m2 í stað 1.500 m2 með 33 bílastæðum. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 80 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,6.
    Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum og skýringarmyndum dags. 12. febrúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 17. febrúar 2020 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 16. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Þá lögð fram umsögn VSÓ dags. 17. apríl 2020.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 74 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 7.6 2001204 Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Bílastæðahús. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta að þriggja hæða bílastæðahúsi fyrir 310 bíla norðan Smáralindar að Hagasmára 1. Í tillögunni felst jafnframt að lóðarmörk Hagasmára 1 breytist við aðkomugötu frá Fífuhvammsvegi að Smáralind og aðkomugatan hliðrast að hluta til vesturs næst Smáralind og fyrirkomulag bílastæða og gatnatengingar næst norðurhlið Smáralindar breytast. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. janúar 2019. Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 11. febrúar var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 3. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 6. apríl 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn dags. 20. apríl 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 74 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 7.7 2003273 Kópavogskirkjugarður. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að lokinni kynningu tillaga Landmótunar sf. dags. í mars 2020 fh. Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma að breyttu deiliskipulagi Kópavogskirkjugarðs. Breytingin er þríþætt: a) Í tillögunni gerð sú breyting að þrír stakstæðir byggingarreitir fyrir þjónustubyggingar í vesturhluta garðsins eru sameinaðir í einn byggingarreit fyrir einnar hæða byggingu alls um 500 m2 að flatarmáli b) Gatnakerfi fyrir akandi umferð innan garðsins er endurskoðað c) Skipulagsmörk og kortagrunnur eru endurbætt miðað við uppfærð gögn m.a. hvað varðar fyrirkomulag duftreits. Uppdrættir ásamt greinargerð og skýringarmyndum í mkv. 1:1000 dags. í mars 2020. Þá lögð fram fundargerð sóknarnefndar Lindasóknar dags. 3. mars 2020. Tillagan var kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var styttur þar sem fyrir lá samþykki hagsmunaaðila. Niðurstaða Skipulagsráð - 74 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 7.8 1910427 Bakkabraut 5c. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ívars Haukssonar byggingatæknifræðings dags. 6. september 2019 fh. lóðarhafa Bakkabrautar 5c þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á 120 m2 rými neðri hæðar úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:1000 dags. 6. september 2019.
    A fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Bakkabrautar 5a , b, d og e og Bakkabrautar 7a til 7d. Kynningartíma lauk 8. apríl 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 74 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 7.9 2001089 Langabrekka 7. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf. fh. lóðarhafa Löngubrekku 7 um að reisa tvíbreiðan bílskúr 55 m2 að grunnfleti á suðaustur hluta lóðarinnar sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 9. desember 2019. Samþykki lóðarhafa Álfhólsvegar 59 liggur fyrir sbr. erindi dags. 14. janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. mars 2020 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 5, 9, Álfhólsvegi 59 og 61. Kynningartíma lauk 1. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 6. apríl 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20. apríl 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 74 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

8.2004251 - Fundargerð 319. fundar stjórnar Strætó frá 22.03.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2004352 - Fundargerð 320. fundar stjórnar Strætó frá 03.04.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2004353 - Fundargerð 321. fundar stjórnar Strætó frá 17.04.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2004429 - Fundargerð 426. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 20.04.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2004334 - Fundargerð 485. fundar stjórnar SSH frá 13.03.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2004335 - Fundargerð 486. fundar stjórnar SSH frá 14.03.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2004336 - Fundargerð 487. fundar stjórnar SSH frá 15.03.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2004337 - Fundargerð 488. fundar stjórnar SSH frá 16.03.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2004338 - Fundargerð 489. fundar stjórnar SSH frá 17.03.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2004354 - Fundargerð 490. fundar stjórnar SSH frá 18.03.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2004355 - Fundargerð 491. fundar stjórnar SSH frá 22.03.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2004356 - Fundargerð 492. fundar stjórnar SSH frá 23.03.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2004357 - Fundargerð 493. fundar stjórnar SSH frá 06.04.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.2004391 - Tillaga bæjarfulltrúa Theodóru S. Þorsteinsdóttur um að Kópavogsbær innleiði ISO staðal 37001 (stjórnkerfisstaðal gegn mútugreiðslu)

Frá bæjarfulltrúa Theodóru S. Þorsteinsdóttur, tillaga um að Kópavogsbær innleiði stjórnkerfisstaðal gegn mútugreiðslum ISO 37001
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Fundi slitið - kl. 10:55.