Bæjarráð

3009. fundur 16. júlí 2020 kl. 08:15 - 11:06 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska varamaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1912120 - Kynning á búsetuúrræði fyrir börn með neysluvanda

Frá velferðarráði, lögð fram greinargerð deildarstjóra dags. 16.06.2020 um búsetuúrræði fyrir börn með neysluvanda, ásamt þar til greindum fylgiskjölum. Velferðarráð samþykkti fyrir sitt leyti kostnað vegna vistunar barns á stuðningsheimili og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 2. júlí sl.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum afgreiðslu Velferðarráðs og samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan viðauka vegna tillögunnar.

Bókun:
"Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun Velferðarráðs frá 8. júní s.l.:

Velferðarráð samþykkir framlagða tillögu að uppbyggingu búsetu- og stuðningsúrræðis fyrir sitt leyti. Því til viðbótar kallar velferðarráð eftir samræmdri stefnumótun í málefnum barna og ungmenna með fjölþættan vanda þar sem ljóst er að um flókin mál er að ræða.

Í ljósi alvarlegrar stöðu þessa hóp barna hvetur bæjarráð samstarfshóp um velferðarmál á vegum SSH til þess að vinna málinu framgang án tafa."

Gestir

  • Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2003249 - Mánaðarskýrslur 2020

Frá bæjarritara, kynning á mánaðarskýrslu fyrir starfsemi í maí.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.18061080 - Fundarsalur bæjarstjórnar og vinnuaðstaða bæjarfulltrúa. Breytingar að Hábraut 2.

Frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, dags. 14. júlí 2020, lögð fram tillaga um endurnýjun á tæknibúnaði í bæjarstjórnarsal, ásamt viðauka.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum, ásamt viðauka, með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2002516 - Skíðaskáli Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 1. júlí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar ÍR um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.043.746,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 1.043.746,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2007048 - Hlíðarsmári 13, Hótel Smári, Aurora Star Hótel ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 7. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. júní, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Aurora Star Hótels, kt. 590397-2029, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki IV, að Hlíðasmára 13, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. í reglugerð nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2007049 - Búðakór 1, Ara Burger, G.M.veitingar. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um resktrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 7. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. júní, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn G.M. Veitinga ehf., kt. 431115-0930, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III, að Búðakór 1, 201-3 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn sem umsagnaraðili staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnsblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.20061173 - Hlíðasmári 5, 201 hótel ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 2. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 25. júní, þar sem óskað er umsagnar um umsókn 201 Hótels ehf., kt. 410617-1450, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki IV, að Hlíðasmára 5, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. í reglugerð nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1907193 - Silfursmári, kæra vegna framkvæmdaleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 2. júlí 2020, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála í máli nr. 57/2019 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna lagningar götunnar Silfursmára, frá Hæðarsmára að Smárahvammsvegi.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.20051025 - Kórinn, svalir í íþróttasal.

Frá sviðsstjóra umverfissviðs, dags. 8. júlí 2020, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimildar bæjarráðs að gengið verði að tilboði Vélsmiðjunnar Kofra ehf. um smíði og uppsetningu svala í íþróttahúsinu Kórinn og samið um verkið með fréttamannastúku.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Vélsmiðjuna Kofra ehf. um smíði og uppsetningu svala í íþróttahúsinu Kórinn og samið um verkið með fréttamannastúku.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.2005462 - Fyrirspurn varðandi líkamsræktarstyrk til eldri borgara

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 14. júlí, lagt fram svar við fyrirspurn varðandi heilsueflingu eldri borgara.
Bæjarráð vísar til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs um heilsueflingu fyrir eldri borgara í Kópavogi, ekki er gert ráð fyrir beinum fjárframlögum til líkamræktarstyrkja í fjárhagsáætlun 2020.

Ýmis erindi

11.2007144 - Viðbragðsáætlun Kópavogshafnar 2020

Frá Umhverfisstofnun, dags. 7. júlí 2020, lögð fram viðbragðsáætlun fyrir Kópavogshöfn vegna ársins 2020.
Lagt fram og vísað til hafnarstjórnar til kynningar.

Ýmis erindi

12.2007018 - Tilkynning um nýtt fasteignamat 2021

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. 29. júní 2020, lagt fram endurmat fasteignamats fyrir árið 2021
Lagt fram.

Ýmis erindi

13.2007046 - Rekstraruppgjör skíðasvæðanna 2019

Frá Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, dags. 2. júlí 2020, lagt fram rekstraryfirlit skíðasvæðanna fyrir árið 2019.
Lagt fram.

Kosningar

14.18051215 - Kosningar í bæjarráð 2018-2022

Kosning varaáheyrnarfulltrúa fyrir Pírata í bæjarráð.
Ásmundur Alma Guðjónsson kemur inn sem varaáheyrnarfulltrúi í stað Hákons Helga Leifssonar.

Fundargerðir nefnda

15.2007030 - Fundargerð 383. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 27.05.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2006011F - Skipulagsráð - 79. fundur frá 07.07.2020

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 16.9 2007070 201 Smári. Lóðir A03 og A04. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga ARKÍS akritekta að breyttu deiliskipulagi á reit 03 og 04 í 201 Smári. Í breytingunni fellst að fjöldi íbúða í húsum A og B (Sunnusmári 10 og 12) eykst úr 48 í 56 íbúðir. Sorp fyrir íbúðir verði í djúpgámum á sameiginlegri lóð húsanna líkt og er fyrir önnur hús á lóð A03 og A04. Að öðru leyti er vísað í gildandi skipulagsskilmála og deiliskipulagsuppdrátt fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar, samþykkt í bæjarstjórn 25. október 2016 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 25. nóvember 2016. Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 30. júní 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 79 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 16.11 2004626 Hlíðarhvammur 12. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 1. febrúar 2020 fh. lóðarhafa Hlíðarhvammi 12 þar sem óskað er eftir að reisa 56,8 m2 viðbyggingu á austur hlið hússins. Eftir breytingu verður húsið 176,5 m2 auk 40 m2 bílgeymslu og nýtingarhlutfallið 0,24. Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 1. febrúar 2020. Erindið var grenndarkynnt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegi 4, 6, 8 og Hlíðarhvammi 10. Festur til athugasemda var til 2. júlí 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 79 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

Fundargerðir nefnda

17.2007073 - Fundargerð 325. fundar stjórnar Strætó frá 19.06.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2007031 - Fundargerð 384. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 3.06.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2007621 - Fundargerð 499. stjórnarfundar stjórnar SSH frá 06.07.2020

Fundargerð í 16 líðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.2007635 - Tillaga um regnbogagötu

Frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, dags. 14. júlí, lögð fram tillaga ásamt greinargerð um regnbogagötu.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu forstöðumanns menningarhúsanna.

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.2007636 - Tillaga um kynhlutlausa búningsklefa í sundlaugum Kópavogs

Frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, dags. 14. júlí 2020, lögð fram tillaga um kynhlutlausa búningsklefa ásamt greinargerð.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs og sviðsstjóra menntasviðs.

Fundi slitið - kl. 11:06.