Bæjarráð

3014. fundur 10. september 2020 kl. 08:15 - 11:43 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1912312 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu á Vífilstaðalandi, þróunarsvæði B.

Skipulagsstjóri kynnir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra frá 2. september vegna málsins.
Kynning.

Gestir

  • Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2009250 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að Borgarlínan verði rædd í bæjarráði

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, ósk um að Borgarlínan verði rædd í bæjarráði
Kynning.

Gestir

  • Hrafnkell Á. Proppe verkefnastjóri Borgarlínu - mæting: 10:05

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1810930 - Kríunes. Óskað eftir að lögð verði ný kaldavatnslögn að Kríunesi

Frá bæjarritara og sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. september, lögð fram umsögn um beiðni f.h. Kríuness hótels um að lögð verði ný kaldavatnslögn að Kríunesi þar sem eldi lögn annar ekki þörf hótelsins fyrir kalt vatn. Einnig óskað heimildir fyrir fráveitulögn fyrir skolp frá hótelinu inn á aðalfráveitu bæjarins.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir vék af fundi kl. 10:48

Lagt fram.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:48

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1812353 - Kársnesskóli við Skólagerði - Hönnun

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 24. ágúst, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði byggingu Kársnesskóla við Skólagerði. Bæjarráð frestaði erindinu til frekari rýni á fundi sínum þann 25. ágúst sl. og óskaði eftir minnisblaði um uppgjör vegna hönnunar Mannvits á forsendum útboðsins. Lagt fram minnisblað lögfræðideildar og sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. september, um stöðu mála við hönnun og útboð skólans.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar til frekari rýni.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 11:00
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 11:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2009055 - Markavegur 7, afturköllun lóðarúthlutunar.

Frá bæjarlögmanni, dags. 7. september, lagt fram erindi þar sem lagt er til að úthlutun lóðarinnar Markavegar 7 verði afturkölluð þar sem lóðagjöld hafa ekki verið greidd þrátt fyrir ítrekun þar um.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2009056 - Markavegur 8, afturköllun lóðarúthlutunar.

Frá bæjarlögmanni, dags. 7. september, lagt fram erindi þar sem lagt er til að úthlutun lóðarinnar Markavegar 8 verði afturkölluð þar sem lóðargjöld hafa ekki verið greidd þrátt fyrir ítrekun þar um.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2002515 - Skíðaskáli Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 3. september, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeild Víkings um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.043.746,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2005645 - Tillaga Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að farið verði í átak til að hreinsa umhverfið á Kársnesinu

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 24. ágúst, lögð fram umsögn um tillögu úr bæjarráði um að farið yrði í átak í að laga til og hreinsa umhverfið á Kársnesi í samvinnu við fyrirtæki og íbúa á svæðinu. Einnig lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa vegna málsins.
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.2009033 - Styrkbeiðni vegna rekstur Aflsins 2021

Frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis og heimilisofbeldi, dags. 19. ágúst. lögð fram beiðni um styrk til starfsemi félagsins fyrir árið 2021.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

10.2009140 - Umsókn um leyfi fyrir tívolí

Frá Taylor's tivoli Iceland, dags. 4. september, lögð fram umsókn um leyfi til að mega vera með tívolí á bílastæði sunnan megin við Fífuna í 2 til 3 vikur frá og með með þeim tíma sem leyfisveiting fæst. Einnig lagður fram tölvupóstur frá Breiðablik vegna málsins ásamt frekari upplýsingum um fjölda tækja, stærð, staðsetningu, bílastæði o.fl.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu sviðsstjóra umhverfissviðs. Bæjarráð áréttar að hugað verði sértaklega að öryggis- og umferðarmálum.

Fundargerðir nefnda

11.2009054 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.08.20

Fundargerð í 79 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2008037F - Menntaráð - 65. fundur frá 01.09.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2008003F - Skipulagsráð - 81. fundur frá 07.09.2020

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

Gestir undir máli 13.5
  • 13.5 2005626 Tillaga frá Pírötum, BF Viðreisn og Samfylkingunni um íbúaknnun og árangursmat. Niðurstöður íbúakönnunar í Glaðheimahverfi.
    Þóra Ásgeirsdóttir gerir grein fyrir niðurstöðum úr íbúakönnun fyrir Glaðheima. Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Lagt fram og kynnt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 13.7 2002329 Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.
    Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var lögð fram og samþykkt tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Dalveg 20-28 og tillögu að nýrri legu tengibrautar milli Dalvegar og Reykjanesbrautar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs 23. júní 2020. Lagt fram bréf skipulagsstjóra dags. 2. júlí 2020 þar sem óskað er eftir því að Skipulagsstofnun afgreiði hjálagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Dalveg 20-28 og tillögu að tengibraut milli Dalvegar og Reykjanesbrautar með tilvísan í 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Þá lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. ágúst 2020 þar sem fram kemur að stofnunin geti ekki tekið afstöðu til erindisins og óski eftir rökstuðningi fyrir því að skilmálar deiliskipulagsins séu í samræmi við það ákvæði að yfirbragð byggðar falli að þeim svæðum sem eru í nágrenni þess, þar með talin heimild fyrir skilti ofan á byggingum. Jafnfram bendir stofnunin á áherslur Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins um vistvæna ferðamáta. Stofnunin telur einnig ástæðu til að settir séu viðeigandi skilmálar varðandi hjólastæði. Þá lagt fram bréf skipulags- og byggingardeildar dags. 17. ágúst 2020 til Skipulagsstofnar með svörum og rökstuðningi sbr. ofangreint ásamt erindi Skipulagsstofnunar dags. 3. september 2020 þar sem m.a kemur fram að stofnunin hafi yfirfarið framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

    Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020, br. 15. júní 2020 og 25. ágúst 2020 að breyttu deiliskipulagi við Dalveg 20 til 28 og tillögu að nýrri legu tengibrautar milli Dalvegar og Reykjanesbrautar með nýju hringtorgi við Dalveg með ofangreindum breytingu á skilmálum hvað varðar staðsetningu skilta ofan á þökum og staðsetningu hjólastæða á lóð.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum dags. 25. ágúst 2020 með 5 atkvæðum og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 13.8 2002330 Dalvegur 30. Deiliskipulag.
    Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var lögð fram og samþykkt tillaga skipulags- og byggingardeildar að deiliskipulagi við Dalveg 30. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs 23. júní 2020.
    Lagt fram bréf skipulagsstjóra dags. 2. júlí 2020 þar sem óskað er eftir því að Skipulagsstofnun afgreiði hjálagða tillögu að deiliskipulagi við Dalveg 30 með tilvísan í 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Tillagan er nú lögð fram með breytingum vegna athugasemda frá Skipulagstofnun í bréfi dags. 6. ágúst 2020. Í bréfinu óskar Skipulagsstofnun eftir rökstuðningi fyrir því að skilmálar deiliskipulagsins séu í samræmi við þau markmið að yfirbragð byggðar falli að þeim svæðum sem eru í nágrenni þess, þar með talin heimild fyrir skilti ofan á byggingum. Jafnframt bendir stofnunin á áherslur Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins um vistvæna ferðamáta. Stofnunin telur einnig ástæðu til að settir séu viðeigandi skilmálar varðandi hjólastæði. Einnig skuli tekið fram að um nýtt deiliskipulag á lóðinni er að ræða.
    Þá lagt fram bréf skipulags- og byggingardeildar dags. 17. ágúst 2020 til Skipulagsstofnar með svörum og rökstuðningi. Skilmálum deiliskipulagsins hefur jafnframt verið breytt á þann hátt að ekki er lengur heimilt að koma fyrir skiltum ofan á byggingum og gert er ráð fyrir einu reiðhjólastæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði í skýli á lóð / eða innan bygginga sbr. lið 7 og breyttum deiliskipulagsuppdrætti. Þá lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 3. september 2020 þar sem ekki er gerð athugasemd við því að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B- deild Stjórnartíðinda.
    Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020, br. 15. júní 2020 og 25. ágúst 2020 að deiliskipulagi við Dalveg 30 með ofangreindum breytingu á skilmálum hvað varðar staðsetningu skilta ofan á þökum, staðsetningu hjólastæða á lóð og um að nýtt deiliskipulag sé að ræða.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum dags. 25. ágúst 2020 með 4 atkvæðum og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 13.10 1903010 Traðarreitir. B29. Breytt aðalskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu, ásamt athugasemdum, tillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 fyrir Traðarreit - eystri (B29). Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, skólalóð Kópavogsskóla í vestur og Hávegi í norður. Skólatröð er hluti deiliskipulagssvæðis. Í gildandi aðalskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem íbúðarsvæði. Stærð skipulagssvæðisins er um 8.300 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955.
    Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir óbreyttri landnotkun en svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði þar sem byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í mars 2020 og uppdrætti dags. í mars 2020.Þá eru lagðar fram innsendar athugasemdir frá stofnunum, íbúum og hagsmunaaðilum. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn um innkomnar athugasemdir dags. 2. september 2020 ásamt fylgiskjölum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 2. september 2020. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.
  • 13.11 1901024 Traðarreitir. Reitur B29. Deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Traðarreits - eystri, reits B29, sem unnin er af Tark-arkitektum f.h. lóðarhafa. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, skólalóð Kópavogsskóla í vestur og Hávegi í norður. Skólatröð er hluti deiliskipulagssvæðis. Stærð skipulagssvæðisins er um 8.300 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955. Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000, ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 16. mars 2020. Þá lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjafar, Traðarreitur-eystri, samgöngugreining dags. 16. mars 2020; minnisblað VSÓ Ráðgjafar Traðarreitur-eystri, Hljóðvistarreikningar, dags. 16.03.2020; Traðarreitur-austur, Digranesi Kópavogi, áður Álftröð 1-7 og Skólatróð 2-8, Húsakönnun, dags. í nóvember, 2019 unnin af Tark-arkitektum og Traðarreitur-austur, Digranes Kópavogi, Nágrannabyggð (Digranesvegi og Hávegi), nóvember 2019 unnin af Tark-arkitektum. Einnig lagðar fram innsendar athugasemdir frá stofnunum, íbúum og hagsmunaaðilum. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn um innkomnar athugasemdir dags. 2. september 2020 ásamt fylgigögnum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 2. september 2020. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.
  • 13.13 2008415 Kársnesbraut 17. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Steinunnar Guðmundsdóttur arkitekts dags. 21. júlí 2020 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 17, rishæðar. Í erindinu er óskað eftir byggja kvist með svalahurð á norðurhlið hússins og koma fyrir svölum framan við kvistinn sem mun einnig þjóna sem skyggni yfir inngangshurðum 1. hæðar og rishæðar. Fyrir liggur samþykki allra lóðarhafa í húsinu. Upprættir í mkv. 1:100 dags. 21. júlí 2020. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17 og 19. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa Kársnesbrautar 15 og 19 fyrir breytingunni og því er kynningartími styttur. Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 13.15 2007070 201 Smári. Lóðir A03 og A04. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga ARKÍS akritekta að breyttu deiliskipulagi á reit 03 og 04 í 201 Smári. Í breytingunni fellst að fjöldi íbúða í húsum A og B (Sunnusmári 10 og 12) eykst úr 48 í 56 íbúðir. Sorp fyrir íbúðir verði í djúpgámum á sameiginlegri lóð húsanna líkt og er fyrir önnur hús á lóð A03 og A04. Að öðru leyti er vísað í gildandi skipulagsskilmála og deiliskipulagsuppdrátt fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar, samþykkt í bæjarstjórn 25. október 2016 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 25. nóvember 2016. Á fundi skipulagsráðs 7. júlí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 16. júlí 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 7. september 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 13.16 2005174 Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 7. maí 2020 fh. lóðarhafa Auðbrekku 9-11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði á neðstu hæð hússins verði skráð sem íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að koma fyrir 9 stúdíóíbúðum í rýminu, hver um sig 46 m2 ásamt 17 m2 geymslulofti. íbúðunum fylgja 11 bílastæði. Samþykki lóðarhafa í húsinu liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 7. maí 2020. Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 3a, 3-5, 7, 9-11, 13, 15, Dalbrekku 2, 4-6, 8, 10, 12 , 14 og Skeljabrekku 4. Kynningartíma lauk 31. júlí 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra, dags. 7. ágúst 2020 var málinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. september 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 5 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Helga Hauksdóttir og Kristinn Dagur Gissurarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 13.18 2005168 Nýbýlavegur 2-12. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi skipulags- og byggingardeildar dags. 18. maí 2020 þar sem ger er ráð fyrir breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar Nýbýlaveg 2-12 (svæðið afmarkast af Skeljabrekku við Hafnarfjarðarveg til vesturs, íbúðarbyggð Lundar til norðurs og Nýbýlavegar 14 til austurs og Dalbrekku til suðurs). Í breytingunni felst að fallið verði frá sameiginlegri lóð húsanna að Nýbýlavegi 2 til 12 undir niðurgrafna bílageymslu og að lóðarmörk lóða stækki í samræmi við það. Að Nýbýlavegi 4, 6 og 8 er fallið frá að heimila samtals 46 íbúðir og í stað þess gert ráð fyrir 4.600 m2 í nýju atvinnuhúsnæði. Að Nýbýlavegi 6 er gert ráð fyrir einni íbúð. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á heildarbyggingarmagni, fjölda bílastæða og hæð húsa á umræddum lóðum miðað við gildandi deiliskipulag. Að Nýbýlaveg 10 verður fallið frá áætlun um atvinnuhúsnæði í suðurhluta byggingarreits og veitt heimild fyrir 33 íbúðum auk bílageymslu og stoðrýma í kjallara. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni eftir breytingu verður 80 íbúðir. Heildarflatarmál eykst í 10.615 m2 og hluti byggingarreita hækkar um eina hæð. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 2.9 í 3.1 og fjöldi bílastæða eykst úr 92 í 114 stæði, eða 1.3 bílastæði á íbúð. Að Nýbýlavegi 2 og 12 eru ekki ráðgerðar aðrar breytingar en lóðarstækkun. Heildarstækkun lóða á Nýbýlavegi 2-12 verður 4.417 m2. Á fundi skipulagsráðs 18. maí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 26. maí 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 19. ágúst 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 13.19 1911155 Akrakór 8. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nyju að lokinni kynningu tillaga Páls Poulsen, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Akrakór. Í gildandi deiliskipulagi er miðað við að á lóðinni sem er 886 m2 verði byggt einbýlishús á einni hæð auk kjallara, 350 m2 að samanlögðum gólffleti og nýtingarhlutfall því 0,40. Miðað er við að mesta hæð fyrirhugaðs húss skv. gildandi deiliskipulagi sé 4,8 m miðað við aðkomuhæð, hámarkshæð miða við kjallara 7,5 m og vegghæð 6,3 m. Gert er ráð fyrir að þakform sé frjálst og 3 stæðum á lóð. Í framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi er miðað við að lóðinni verði skipt í tvennt og á henni verði byggt parhús á einni hæð auk kjallara samtals um 420 m2 að samanlögðum gólffleti. Nýtingarhlutfall verði 0,48 og tvö bílastæði á íbúð. Hámarks vegghæð verði 6,7 m í stað 6,3 m sbr. gildandi deiliskipulag. Að öðru leyti gilda áfram sömu skilmálar. Á fundi skipulagsráðs 18. nóvember 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 26. nóvember 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 18. maí var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram ný og breytt tillaga þar sem komið er til móts við athugasemdir og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. september 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 6 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarsjórnar.

    Bergljót Kristinsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 13.20 2002263 Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts fh. lóðarhafa að viðbyggingu vestan núverandi einbýlishús að Álfhólsvegi 37. Áætlað er að fyrirhuguð viðbygging verði ein hæð og kjallari með tveimur íbúðum, 73,1 m2 að grunnfleti og 146,2 m2 að samanlögðum gólffleti. Hámarkshæð viðbyggingar er áætluð í kóta 54,64 mhys. Gert er ráð fyrir þremur nýju stæðum á lóð eða fimm stæðum alls á lóðinni. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000, 1:500 ásamt skýringarmyndum þar sem m.a. kemur fram skuggavarp, fyrirkomulag á lóð og útlitsmyndir dags. 20. desember 2019. Tillagan var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 24, 24a, 26, 28, 28a, 30, 30a, 35, 39 og Löngubrekku 33, 35 og 37. Kynningartíma lauk 8. júní 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 7. júlí sl. var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. september 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 5 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Einar Örn Þorvarðarson greiðir atkvæði gegn tillögunni.
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Bókun frá Einari Erni Þorvarðarsyni:
    "Viðbyggingin sem fyrirhuguð er á Álfhólsvegi 37 sem er í grónu hverfi og með landhalla til norðurs, eykur neikvæð áhrif á lóðir húsa við Löngubrekku 33 og 35 er varðar innsýni, skuggavarp.

    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir verkefnastjóri íbúatengsla - mæting: 09:10
  • Þóra Ásgeirsdóttir Maskínu - mæting: 09:10
  • Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 09:10

Fundargerðir nefnda

14.2009070 - Fundargerð nr. 886 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.08.20

Fundargerð í 44 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:43.