Bæjarráð

3079. fundur 24. febrúar 2022 kl. 08:15 - 10:22 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2201500 - Umsókn um hljóðvistarstyrk

Frá sviðsstjóra umvhverfissviðs, dags. 18. febrúar 2022, lagt fram erindi varðandi hljóðvistarstyrk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn um hljóðvistarstyrk með vísan til umsagnar umhverfissviðs.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2202673 - Menntasvið-ráðning leikskólastjóra Álfaheiði

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 21. febrúar, lagður fram rökstuðningur vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra leikskólans Álfaheiði í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Anna Rósa Sigurjónsdóttir verði ráðin í stöðu leikskólastjóra Álfaheiði.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2201231 - Urðarhvarf 12, afturköllun lóðar

Frá bæjarlögmanni, dags. 22. febrúar 2022, lögð fram umsögn vegna afturköllunar lóðarúthlutunar: Urðarhvarf 12.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:40

Ýmis erindi

4.2202032 - Geirland - viðræður um sölu hluta jarðar

Frá bæjarlögmanni, lögð fram umsögn vegna framkominnar beiðni Dyljáar Ernu Eyjólfsdóttur um kaup á hluta af Geirlandi við Suðurlandsveg ásamt fasteignum. Bæjarráð frestaði erindinu 03.02.2022 og 17.02.2022.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:47

Ýmis erindi

5.2202687 - Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022

Frá innviðaráðuneytinu, dags. 22. febrúar 2022, lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.2202372 - Bókun 536. fundar stjórnar SSH - Sundabraut. Viðræður ríkisins og SSH

Frá SSH, dags. 15.febrúar, lögð fram bókun varðandi Sundabraut - viðræður ríkisins og SSH.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2202007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 337. fundur frá 11.02.2022

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2202011F - Leikskólanefnd - 138. fundur frá 17.02.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarráð frestar framlagningu fundargerðarinnar til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

9.2202008F - Velferðarráð - 97. fundur frá 21.02.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

10.2202049 - Ósk bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um að málefni SÍK verði rædd og að fundargerðir verði lagðar fram í bæjarráði

Ósk frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni að málefni SÍK verði rædd og að allar fundargerðir SÍK frá upphafi verði lagðar fram í bæjarráði.Bæjarráð frestaði erindinu 03.02.2022. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum 10. febrúar sl.
Fundarhlé hófst kl. 9:36, fundi fram haldið kl. 10:08

Bæjarráð frestar erindinu með fjórum atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

Bókun:
"Ljóst er að starfsemi SÍK hefur ekki náð þeim markmiðum sem sett voru með stofnun þess. Mánuður er síðan formaður og varaformaður SÍK sögðu af sér embætti og hefur SÍK verið stjórnlaust síðan.
Undirritaður boðar tillögu um að bæjarstjóra verði falið að skipa starfshóp bæjarfulltrúa og nokkurra formanna íþróttafélaga í Kópavogi. Starfshópnum verði falið að skoða og móta tillögu um hvernig skipulagi á samskiptum og samstarfi Kópavogsbæjar og íþróttafélaganna í Kópavogi verði best háttað."
Pétur Hrafn Sigurðsson
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Erindi frá bæjarfulltrúum

11.22021001 - Tillaga bæjarfulltrúa Theódóru S Þorsteinsdóttur um að húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar frá 2019 verði uppfærð og gerð aðgengileg á heimasíðu með stafrænum hætti

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttir, dags. 22. febrúar, lögð fram tillaga um að húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar frá 2019 verði uppfærð og gerð aðgengileg á heimasíðu með stafrænum hætti.
Lagt fram.

Bókun:
"Tek undir mikilvægi uppfærslu húsnæðisáætlunar og upplýsi að uppfærsla stendur yfir inn í nýtt fyrirkomulag HMS og verða skýrsludrögin lögð fyrir bæjarráð á næsta fundi þess."
Ármann Kr. Ólafsson
bæjarstjóri

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.22021000 - Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir óskar eftir að settar verði upp nýjar sviðsmyndir út frá áhrifum á þróun verðbólgu á fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttir, dags. 22. febrúar, óskað er eftir að settar verði upp nýjar sviðsmyndir út frá áhrifum á þróun verðbólgu á fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra fjármálasviðs.

Fundi slitið - kl. 10:22.