Bæjarráð

3093. fundur 21. júlí 2022 kl. 08:15 - 11:42 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.22068205 - Útboð - Innkaup á salti til hálkueyðingar 2022-2025

Frá Umhverfissviði dags. 29. júní 2022. Óskað eftir heimild til að bjóða út samning til innkaupa á götusalti til hálkueyðingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að bjóða út innkaup á götusalti til hálkueyðingar á götum og stígum bæjarins.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 08:15
  • Ásthildur Helgadóttir sviðstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.22052051 - Útboð - Viðhald og þjónusta á götu- og stígalýsingu

Lagt fram frá umhverfissviði 18. júlí, minnisblað og útboðsgögn vegna útboðs í þjónustu og viðhald á götuljósakerfi Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda Rafal ehf. um
þjónustu og viðhald á götuljósakerfi Kópavogsbæjar til næstu þriggja ára.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Helga Jónsdóttir vék af fundi undir umræðu og atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri innkaupadeilda - mæting: 08:25
  • Ásthildur Helgadóttir, sviðstjóri. - mæting: 08:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.22052061 - Hlaðbrekka 17. Kæra vegna byggingarleyfis

Lögð fram niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. júní 2022
Lagt fram.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2201627 - Miðbær, Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Kæra vegna deiliskipulags.

Lögð fram niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. júní 2022
Lagt fram.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðstjóri. - mæting: 09:10
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 09:10

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.22061250 - Nónsmári 1-7, 9-15. Beiðni um heimvísun og endurupptöku máls

Lögð fram umsögn lögfræðideildar dags. 18. júlí 2022
Bæjarráð hafnar með 4 atkvæðum að vísa málinu aftur til afgreiðslu skipulagsráðs.
Andri steinn Hilmarsson sat hjá.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 09:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.22068213 - Urðarhvarf 4, Heiðarlegur matur. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, umsögn dags. 11. júlí 2022 um leyfi til reksturs veitingahúss í flokki II að Urðarhvarfi 4. Mælt er með að veitt verði jákvæð umsögn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umsækjanda jákvæða umsögn með vísan til fyrirliggjandi umsagnar lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.22052043 - Selbrekka 20, SJF ehf . Endurnýjun á umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 18.07.2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23.05.2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn SJF ehf., kt. 481215-0990, um endurnýjað rekstarleyfi fyrir gististað í sveitarfélaginu í flokki II. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að veita umsókninni jákvæða umsögn með vísan til bréfs lögfræðideildar.

Helga Jónsdóttir greiðir atkvæði á móti.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2207114 - Dalaþing 32. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 11. júlí 2022, lögð fram umsögn um beiðni lóðarhafa Dalaþings 32, um heimild til veðsetningar lóðarinnar að Dalaþingi 32..
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til veðsetningar lóðarinnar fyrir upphæð allt að 33.000.000 kr.

Ýmis erindi

9.2111071 - Verkefni vegna innleiðingar hringrásakerfis

Erindinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjóra.

Ýmis erindi

10.1906117 - Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Lagt fram til kynningar.

Ýmis erindi

11.2207087 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Vina Kópavogs varðandi úthlutunarreglur á byggingarrétti

Erindinu er vísað til umsagnar bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

12.2206014F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 154. fundur frá 05.07.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
Indriði Stefánsson gerir athugasemd við að hafa ekki móttekið fundarboð til fundarins. Því er beint til stjórnssýslusviðs að fara yfir alla ferla í tengslum við boðanir á nefndarfundi.
  • 12.5 2205977 Umhverfisviðurkenningar 2022.
    Lögð fram tillaga að útfærslu og verklagi vegna umhverfisviðurkenninga 2022. Einnig farið yfir tillögur að umhverfisviðurkenningum fyrir árið 2022 og götu ársins 2022. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 154 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir útfærslu og verklag vegna umhverfisviðurkenninga 2022. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einnig framlagðar tillögur að umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2022.
    Götu ársins er vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð staðfestir tillögu nefndarinnar til götu ársins 2022.

    Bæjarráð óskar eftir að verklagsreglur um umhverfisviðurkenningar sem vísað er til verði sendar til bæjarfulltrúa til kynningar.



Fundargerðir nefnda

13.2205008F - Skipulagsráð - 121. fundur frá 30.05.2022

Lagt fyrir að nýju mál 2201276 sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 14. júní sl.
  • 13.6 2201276 Nónsmári 1-7 og 9-15, breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts, f.h. Nónhæðar ehf. dags. 11. janúar 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Nónsmára 1-7 og 9-15. Í breytingunni felst að á lóðinni Nónsmára 1-7 fjölgar íbúðum úr 55 í 60 og á lóðinni Nónsmára 9-15 fjölgar íbúðum úr 45 í 50. Heildarfjölgun íbúða er alls 10 íbúðir. Þá er sótt um hækkun byggingarreita þannig að hús nr. 1 og 9 hækki úr tveimur hæðum í þrjár og hús númer 5, 7, 13 og 15 úr fjórum hæðum í fimm hæðir. Byggingarmagn á lóðunum eykst úr 15.600 m² í 17.300 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,6. Bílastæðum neðanjarðar fjölgar úr 82 í 104 en bílastæðum ofanjarðar fækkar úr 125 í 122. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 10. janúar 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var afgreiðslu erindisins frestað.
    Þá lögð fram skuggavarpsgreining dags. 27. janúar 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.
    Á fundi bæjarstjórnar 8. febrúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma tillögunnar lauk 6. apríl sl. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
    Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var athugasemdum, ábendingum og umsögn vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 13. maí 2022, afgreiðslu var frestað. Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulagsdeildar dags. 30. maí 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 121 Lögð var fram tillaga Kristins Dags Gissurarsonar um frestun á afgreiðslu málsins. Skipulagsráð hafnaði tillögu um frestun með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og Jóhannesar Júlíusar Hafstein.

    Skipulagsráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og J. Júlíusar Hafstein. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun Kristins Dags Gissurarsonar og J. Júlíusar Hafstein:
    "Sú afgreiðsla skipulagsráðs að hafna fjölgun íbúða við Nónsmára 1- 7 er athyglisverð. Sýnt hefur verið fram á að hækkun húsanna norðanvert úr tveimur í þrjár hæðir (eins og er í Arnarsmára 36 -40) og inndreginni fimmtu hæð að hluta veldur aðliggjandi byggð nánast engum neikvæðum áhrifum. Skipulag er ekki meitlað í stein og rétt að benda á að nýtt aðalskipulag gengur út á að þétta byggð og nýta innviði þar sem það er hagkvæmt. Því skýtur það skökku við að hafna breytingu á deiliskipulagi sem þjónar markmiðum Aðalskipulagsins. Að vísa í mótmæli og fundi með þeim sem voru andsnúnir þeirri breytingu að skilgreiningu landsins yrði breytt úr stofnanasvæði í íbúabyggð hefur í raun ekkert vægi hvað þessa ósk varðar. Ekkert samkomulag var gert við mótmælendur á sínum tíma eftir fjölda funda. Breyting sú sem kynnt var gerir húsin mun betri en áður og svokallað borgarlandslag enn betra."
    Niðurstaða Bæjarráð staðfestir með 4 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu. Andri Steinn Hilmarsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir fór af fundi kl. 11:20

Fundargerðir nefnda

14.2207012 - Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20.05.2022

Fundargerðir nefnda

15.2207014 - Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.06.2022

Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.06.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2207034 - Fundargerð 5. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.06.2022

Fundargerðir nefnda

17.2207106 - Bókun 541. fundar stjórnar SSH. Rannsóknarborholur í Bláfjöllum

Fundargerðir nefnda

18.2207136 - Fundargerð 541. fundar stjórnar SSH frá 05.07.22

Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2207231 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 23.06.2022

Fundargerðir nefnda

20.2207232 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 04.07.2022

Fundi slitið - kl. 11:42.