Bæjarráð

3124. fundur 30. mars 2023 kl. 08:15 - 11:53 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23031728 - Menningarmál Kópavogsbæjar - skýrsla KPMG

Lögð fram í annað sinn skýrsla KPMG um menningarmál Kópavogsbæjar. Einnig eru lagðar fram tillögur bæjarstjóra ásamt minnisblaði um húsnæði Héraðsskjalasafns.
Umræður.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23031239 - Starfshópur um ráðhús í Kópavogi

Frá bæjarstjóra, dags. 28.03.2023, lögð fram tillaga að stofnum starfshóps um ráðhús í Kópavogi.
Bæjarráð frestar erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2112247 - Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu

Kynning á stöðu samræmingar og aukinni flokkun úrgangsflokka við heimili.
Kynning.

Bókun
"Undirrituð óskar eftir minnisblaði frá bæjarlögmanni er varðar tillögu umhverfissviðs um að semja við eina einstaka dagvöruverslun fyrir grenndargáma."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:48
  • Gunnar Dofri Ólafsson - mæting: 09:48
  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs - mæting: 09:48

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23021029 - Þjónusta við ungt fólk í Kópavogi

Frá menntasviði, dags. 28.03.2023, lagðar fram upplýsingar um starfsáætlun Molans ásamt kostnaðargreiningu núverandi stöðu og fyrirliggjandi tillögu menntaráðs. Tillagan var lögð fram á 111. fundi menntaráðs þann 21. mars sl. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þan 23. mars og óskaði þá eftir þeim gögnum sem lögð er nú fram. Bæjarráð vísaði jafnframt erindinu til umsagnar ungmennaráð og liggur hún undir lið nr. 13.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 11:03.

Ásdís Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 11:11.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar, jafnframt er óskað eftir frekari upplýsingum um vilja félagasamtaka til samstarfs, upplýsingum um starfslýsingu forstöðumanns og fyrirhugaðrar stöðu verkefnastjóra, auk nánari upplýsinga um samráð við hagaðila.

Bókun:
"Fyrirhugaðar breytingar á þjónustu við ungt fólk í Kópavogi er nauðsynlegt að kynna fyrir öllum hagaðilum og fá frá þeim skriflega umsögn. Forstöðumenn félagsmiðstöðva í Kópavogi eru hluti af þessum hagaðilum og við hörmum að fá ekki að vita þeirra afstöðu til þessa máls. Jafnframt teljum við þurfa meiri vissu fyrir fyrirhugaðri samvinnu við einstaka félagasamtök."
Bergljót Kristinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Gestir

  • Sindri Sindrason rekstarstjóri menntasviðs - mæting: 10:28
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 10:28
  • Amanda K. Ólafsdóttir deildastjóri frístundadeildar - mæting: 10:28

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2212425 - Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar

Frá mannauðsstjóra, dags. 7. mars, lagt fram samkomulag um sameiginlega ábyrgð vegna gagnalóns þar sem upplýsingum úr launakerfi Kópavogsbæjar verður með milligöngu Origo miðlað í miðlægt gagnalón á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bæjarráð frestaði erindinu 09.03.2023. Nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði forstöðumanns UT deildar, dagsettu 21.03.2023.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagt samkomulag um þátttöku í gagnalóni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ýmis erindi

6.1906117 - Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. mars 2023, lagt fram erindi varðandi innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum. Jafnframt lagt fram minnisblað stefnustjóra, dags. 28. mars 2023.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.2209563 - Tillaga kjörnefndar að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. mars 2023, lögð fram tillaga kjörnefndar á fulltrúa í stjórn sambandsins.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.23032420 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 261994 (gæludýrahald), 80. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 28.03.2023, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (gæludýrahald), 80. mál.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

9.2303026F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 365. fundur frá 24.03.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2303006F - Hafnarstjórn - 129. fundur frá 23.03.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.
  • 10.1 2209827 Gjaldskrá Kópavogshafnar 2023
    Bæjarráð vísaði þann 20.10.2022 gjaldskrá Kópavogshafnar 2023 til nýrrar efnismeðferðar hafnarstjórnar. Þann 14.12.2022 vísar hafnarstjórn erindinu til frekari rýni sviðsstjóra umhverfissviðs, bæjarritara og varafomanns hafnarstjórnar. Nú lögð fram drög að nýrri gjaldskrá ásamt minnisblaði lögfræðideildar. Niðurstaða Hafnarstjórn - 129 Hafnarstjórn samþykkir með öllum greiddum atkvæðum framlögð drög að nýrri gjaldskrá Kópavogshafnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

11.2303014F - Lista- og menningarráð - 149. fundur frá 22.03.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2303023F - Ungmennaráð - 37. fundur frá 22.03.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2303027F - Ungmennaráð - 38. fundur frá 27.03.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2303016F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 162. fundur frá 21.03.2023

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2303021F - Velferðarráð - 117. fundur frá 27.03.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.23031929 - Fundargerð 115. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 17.03.2023

Fundargerð 115. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 17.03.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.23031936 - Fundargerð 367. fundar stjórnar Strætó frá 08.03.2023

Fundargerð 367. fundar stjórnar Strætó frá 08.03.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.23032233 - Fundargerð 248. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 17.03.2023

Fundargerð 248. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 17.03.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.23032403 - Fundargerð 12. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnanes frá 27.03.2023

Fundargerð 12. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnanes frá 27.03.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:53.