Bæjarráð

3134. fundur 22. júní 2023 kl. 08:15 - 12:18 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla

Sviðsstjóri umhverfissvið gerir grein fyrir stöðu málsins.
Farið yfir stöðu málsins.

Gestir

  • Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:15
  • Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður - mæting: 08:15
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15
  • Ása A. Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23041045 - Kleifakór 2 nýbygging framkvæmdir

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar,dags. 09.06.2023, lögð fram umsögn framkvæmdadeildar eftir yfirferð tilboðs sem barst í byggingu íbúðarkjarna við Kleifakór 2. Opnun tilboða var 17. maí 2023.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 8:55.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að hafna framkomnu tilboði þar sem það er 25% yfir kostnaðaráætlun og að það verði boðið út að nýju.

Gestir

  • Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:38

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23061162 - Samningsmarkmið Kópavogsbæjar

Frá bæjarlögmanni, dags. 20.06.2023, lagt fram minnisblað um innviðagjaldsdóm Hæstaréttar í máli nr. 3/2022.
Lagt fram og rætt.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður - mæting: 08:54

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2306997 - Menningarmiðja Kópavogs

Menningarmiðjan er hugmyndasöfnun um nýja, skapandi ásýnd og upplifun í hjarta Kópavogs. Kallað er eftir hugmyndum íbúa um afþreyingu og aðstöðu á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu, útisvæði við menningarhúsin og á Hálsatorgi. Verkefnið snýst um að skapa heilsteypta menningarmiðju í Kópavogi.



Einnig lagt fram viðbótar svar bæjarritara um stjórnsýslulega stöðu lista- og menningarráðs.
Kynning og umræður.

Bókun:
"Undirrituð óskar eftur upplýsingum um hvort farið hafi verið að verklagsreglum við ákvörðun um þjónustu arkitekts."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Gestir

  • Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála - mæting: 09:17

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2301130 - Vinnuskóli 2023

Erindi frá mannauðsstjóra og verkefnastjóra Vinnuskóla um breytingar á launum ungmenna vinnuskólans í kjölfar kjarasamninga.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða tillögu um hækkun launa í Vinnuskólanum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2011715 - Leiksvæði í Kópavogi, aðgerðaráætlun.

Tillaga garðyrkjustjóra um breytingu á aðgerðaráætlun leikvalla.
Sigurbjörg E. Egilsdóttir vék af fundi kl. 10:06

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða tillögu garðyrkjustjóra.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla

Lagðar fram tillögur starfshóps um starfsumhverfi leikskóla.
Fundarhlé hófst kl. 11:03, fundi fram haldið kl. 11:14

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum starfshóps um starfsumhverfi og starfsaðstæður í leikskólum Kópavogs, ásamt breytingatillögu, til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt verði uppfærð samráðsáætlun send bæjarfulltrúum.

Bókun bæjarráðs:
"Mikið og víðtækt samráð var haft við hagaðila við mótun tillagna starfshópsins þar sem fulltrúar stéttarfélaga, leikskólastarfsmanna, stjórnenda, foreldra og meiri- og minnihluta tóku þátt í vinnunni. Tillögurnar eru vel rökstuddar og horft til sjónarmiða ólíkra hópa. Með boðuðum kerfisbreytingum er markmiðið að bæta starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs og þjónustu við börn og foreldra í bæjarfélaginu. Kópavogsbær er barnvænt sveitarfélag og tilgangur breytingann er að efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti."

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 10:38

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2106027 - Niðurstaða undirbúningsnefndar vegna uppbyggingar á keppnisvelli við Kórinn

Þann 15.06.2023, kynnti deildarstjóri íþróttadeildar vinnu undirbúningsnefndar varðandi uppbyggingu keppnisvallar við Kórinn, sem nú hefur skilað af sér greinagerð um málið. Bæjarráð frestaði erindinu frestað til næsta fundar.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar skipulagsstjóra.

Gestir

  • Gunnar Guðmundsson, deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 11:20
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 11:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2306195 - Erindi vegna sameiginlegs frístundaraksturs Breiðabliks, Gerplu, HK og Kópavogsbæjar

Á fundi bæjarráð þann 15.06.2023, fór deildarstjóri íþróttadeildar yfir málið. Bæjarráð frestaði erindinu til næsta fundar.
Umræður.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 11:33
  • Gunnar Guðmundsson, deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 11:33

Ýmis erindi

10.23061585 - Ósk um endurskoðun á Aðal- og deiliskipulagi á íþróttasvæði Breiðabliks í Smáranum

Erindi frá formanni Breiðabliks með ósk um endurskoðun á aðal- og deiliskipulagi íþróttasvæðis Breiðabliks í Smáranum (Íþ-4).
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar skipulagsstjóra.

Fundargerðir nefnda

11.2306005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 369. fundur frá 09.06.2023

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.23061354 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 22.09.2022

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 22.09.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.23061356 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 21.11.2022

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 21.11.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.23061355 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 06.02.2023

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 06.02.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.23061357 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 13.02.2023

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 13.02.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.23061358 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 29.03.2023

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 29.03.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.23061359 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 01.06.2023

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 01.06.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.23061367 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs frá 25.04.2023

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs frá 25.04.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.23061368 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 23.05.2023

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 23.05.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2306006F - Leikskólanefnd - 154. fundur frá 15.06.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2305015F - Skipulagsráð - 144. fundur frá 19.06.2023

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.
  • 21.7 2211020 Dalvegur 18. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 18. október 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 18 við Dalveg. Í breytingunni felst hækkun byggingarreits á matshluta 02 á lóðinni úr tveimur hæðum í þrjár hæðir. Byggingarmagn á lóðinni aukist um 1.120 m² og verði alls 10.210 m². Nýtingarhlutfall á lóðinni verði 0.51.
    Á fundi skipulagsráðs þann 14. nóvember 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22. nóvember 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk miðvikudaginn 14. júní 2023. Engar athugasemdir bárust.
    Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 1. desember 2022
    Niðurstaða Skipulagsráð - 144 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.9 23052122 Hófgerði 18. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2023 þar sem umsókn Hebu Hertervig um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 18 við Hófgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um að stækka kvisti að norðanverðu, útbúa séríbúð í kjallara og flytja inntak í bískúr.
    Þá lagðir fram uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 8. desember 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 144 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um byggingarleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.11 23021022 Breikkun Suðurlandsvegar. Frá Lögbergsbrekku að Gunnarshólma. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. í febrúar 2023 um framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi tvöföldun Suðurlandsvegar (Hringvegar 1) frá núverandi fjögurra akreina vegi í Lögbergsbrekku að Gunnarshólma, vegamótum við Geirland og Lækjarbotna ásamt hliðar- og tengivegum. Sótt er um leyfi fyrir hreinsun undirstöðu vega, gerð nauðsynlegra fyllinga og skeringa, lagningu styrktar- og burðarlaga ásamt slitlagi þannig að vegir uppfylli hönnunar- og öryggiskröfur sem til þeirra eru gerðar. Umsókninni fylgir áhættumat vatnsverndar Hringvegur, Fossvellir - Gunnarshólmi, dags. í desember 2022 ásamt matsskýrslu Suðurlandsvegur frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði dags. í júní 2009. Þá er lögð fram greinargerð Kópavogsbæjar dags. 2 júní 2023 með veitingu framkvæmdaleyfisins sbr. 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi skipulagsráðs 5. júní 2023 var afgreiðslu á framlagðri umsókn frestað. Niðurstaða Skipulagsráð - 144 Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum veitingu framkvæmdaleyfis með tilvísun í 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með vísan til greinargerðar Kópavogsbæjar dags. 2. júní 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.12 2305488 Jörfalind 6. Umsókn um fjölgun bílastæða á lóð.
    Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Jörfalind. Breytingin felur í sér að taka niður kantstein á bæjarlandi og þar með breikka innkeyrslu til að fjölga bílastæðum á lóð. Samkvæmt mæliblaði dags dags 27. júlí 1995 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Erindi ásamt skýringarmyndum dags 8. maí 2023. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. júní 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 144 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 15. júní 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.15 1908534 Hlíðarvegur 61, 63 og 65. Ósk um úrbætur á bílastæðum.
    Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðanna nr. 61, 63 og 65 við Hlíðarveg vegna bílastæða. Íbúar og eigendur húsanna að Hlíðarvegi 61, 63 og 65 fara þess á leit í erindi til bæjarráðs 1. ágúst 2019 með ítrekun 14. apríl 2023 að gerð verði bílastæði fyrir framan umrædd hús sem samsvara bílastæðum utar við Hlíðarveginn. Á fundi bæjarráðs 22. ágúst 2019 var erindinu vísað til umsagnar umhverfissviðs. Ítrekuð beiðni barst 19. apríl 2023 til bæjarráðs.
    Þá lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 12. júní 2023
    Niðurstaða Skipulagsráð - 144 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með tilvísun í umsögn umhverfissviðs dags. 12. júní 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.21 2009744 Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13.
    Lögð fram að nýju uppfærð tillaga Atelier arkitekta að breytingu á deiliskipulaginu Kársneshöfn fyrir lóðirnar nr. 2-4 við Bakkabraut, 1-3 við Bryggjuvör og 77 og 79 við Þinghólsbraut dags. 30. mars 2022, breytt 7. desember 2022. Í breytingunni felst að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og núverandi grjótgarðs og strönd til suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 150, á 2-4 hæðum þar sem 4. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð, auk 0.2 fyrir gestastæði og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 24.995 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,81. A-rými ofanjarðar 18.810m². B-rými ofanjarðar 2.385m². A-rými neðanjarðar 1.980m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m².
    Uppdrættir eru í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 30. mars 2022 og breytt 7. desember 2022.
    Á fundi skipulagsráðs þann 19. desember 2022 var tillagan lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulagsdeildar um framkomnar athugasemdir. Skiplagsráð samþykkti tillöguna og vísaði henni til afgreiðslu bæjaráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar þann 10. janúar 2023 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Í kjölfarið var samþykkt breyting á deiliskipulagi send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í bréfi skipulagsstofnunar dags. 10. mars 2023 eru gerðar athugasemdir við gögn deiliskipulagsins.
    Þá er lagt fram ofangreint bréf Skipulagsstofnunar ásamt svarbréfi Kópavogsbæjar dags. 31. maí 2023, minnisblaði skipulagsdeildar dags. 25. maí 2023 og minnisblaði lögfræðideildar dags. 8. maí 2023 þar sem brugðist er við ábendingum stofnunarinnar. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 24. maí 2023 og umsögn Samtaka sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu dags. 24. apríl 2023. Þá lagt fram nýtt minnisblað um hljóðvist dags. 22. maí 2023.
    Þá lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga dags. 30. mars 2022, breytt 7. desember 2022 og uppfærð dags 25. maí 2023 ásamt umsögn skipulagsdeildar um framkomnar athugasemdir dags. 15. desember 2022 og uppfærð 25. maí 2023, húsakönnun dags. 1. desember 2022 uppfærð 15. desember 2022 og 21. apríl 2023 og minnisblað um umhverfisáhrif dags. 27. apríl 2022, uppfært 21. nóvember 2022, 1. desember 2022 og 19. maí 2023.
    Tillögunni fylgir minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021 og uppfært 7. desember 2022 og minnisblað um áhættumat vegna lofslagsbreytinga dags. 27. apríl 2022. Jafnframt er lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dags. 14. júní 2023 þar sem fram kemur að stofnunin hafi yfirfarið framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þegar ofangreind uppfærð deiliskipulagsögn hafa verið tekin til umræðu í sveitarstjórn.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 144 Helga Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins, Kolbeinn Reginsson tók sæti á fundinum í hennar stað.

    Skipulagsráð samþykkir að nýju framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 30. mars 2022, breytt 7. desember 2022 og uppfærð 25. maí 2023 með fjórum atkvæðum, gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kolbeins Reginssonar.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

22.23061575 - Fundargerð 929. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 09.06.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.23061576 - Fundargerð 930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.06.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.23061496 - Fundargerð 371. fundar stjórnar Strætó frá 09.06.2023

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.2306010F - Menntaráð - 115. fundur frá 20.06.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

26.23061171 - Ósk bæjarfulltrúa Bergljótar Kristjánsdóttur um umræðu um launakjör bæjarstjóra og kjörinna fulltrúa

Ósk bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um umræðu um launakjör bæjarstjóra og kjörinna fulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að laun bæjarstjóra, kjörinna fulltrúa og annarra þeirra er fylgja þróun launavísitölu í júlí ár hvert, taki engum breytingum 1. júlí n.k.

Fundi slitið - kl. 12:18.