Bæjarráð

3137. fundur 03. ágúst 2023 kl. 08:15 - 09:37 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigvaldi Egill Lárusson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. samþykktar Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2307153 - Umsókn um leyfi til að halda rallýaksturskeppni

Frá lögfræðideild, dags. 1. ágúst, lögð fram umsögn um beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur til að halda rallýaksturskeppni við Sörlaholt 18. ágúst frá kl. 19.00 -21.00.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur að veita samþykki fyrir sitt leyti og vísar erindinu til afgreiðslu sviðsstjóra umhverfissviðs til útgáfu leyfis í samræmi við umbeðin tímamörk í umsókn.

Ýmis erindi

2.23071474 - Ósk um samstarf eða styrk til að aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD

Frá ADHD samtökunum, dags. 26.07.2023, lögð fram styrkbeiðni að upphæð kr. 500.000,-.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Fundargerðir nefnda

3.2307003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 372. fundur frá 21.07.2023

Fundargerð í 15 liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Helga Jónsdóttir kom til fundarins kl. 8:25

Fundargerðir nefnda

4.23071477 - Fundargerð 561. fundar stjórnar SSH frá 19.07.2023

Fundargerð 561. fundar stjórnar SSH frá 19.07.2023.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

5.2308003 - Rafhjólaleigur - mál frá varabæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssyni

Frá varabæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssyni, dags. 1. ágúst, lagt fram mál varðandi rafhjólaleigur.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra sem mun taka málið upp á vettvangi SSH.

Erindi frá bæjarfulltrúum

6.2308002 - Umgengni við grenndargerði - mál frá varabæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssyni

Frá varabæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssyni, dags. 1. ágúst, lagt fram mál varðandi umgengni við grenndargerði.
Umræður.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

7.2308005 - Ónæði vegna þyrluflugs í Kópavogi

Frá varabæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssyni, dags. 1. ágúst, lagt fram mál varðandi þyrluflug.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til að framkvæma hávaðamælingu.

Fundi slitið - kl. 09:37.