Bæjarráð

3139. fundur 24. ágúst 2023 kl. 08:15 - 09:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Hulda Jónsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Gunnarsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
  • Ásdís Kristjánsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Hjördís Ýr Johnson tók sæti formanns í fjarveru Orra H. Vignissonar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23071020 - Reglur um heimgreiðslur

Frá menntasviði, dags. 21.08.2023, lagðar fram reglur um heimgreiðslur vegna barna sem

hvorki eru í dvöl hjá dagforeldri né í leikskóla.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir kom til fundarins kl. 8:26

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23081858 - Reglur um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda

Frá menntasviði, dags. 21.08.2023, lagðar fram reglur um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23051834 - Útboð - Umferðarljósabúnaður - Fífuhvammsvegur og Kársnesbraut

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 05.07.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að hefja útboð á umferðarljósabúnaði vegna Fífuhvammsveg og Kársnesbraut. Verkefnið felst í útvegun umferðaljósabúnaðar, í samræmi við tilboðsskrá og vörulýsingu dags. 27.6.2023. Uppsetning búnaðar á verkstað er ekki innifalin í útboði. Bæjarráð vísaði erindinu þann 20.07.2023 til umsagnar bæjarlögmanns. Nú lögð fram umsögn lögfræðideildar, dags. 21.08.2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til frekari rýni.

Gestir

  • Steinn Sigríðar Finnbogason lögfræðingur - mæting: 09:33

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2106027 - Niðurstaða undirbúningsnefndar vegna uppbyggingar á keppnisvelli við Kórinn

Þann 15.06.2023, kynnti deildarstjóri íþróttadeildar vinnu undirbúningsnefndar varðandi uppbyggingu keppnisvallar við Kórinn, sem nú hefur skilað af sér greinagerð um málið. Bæjarráð frestaði erindinu frestað til næsta fundar.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 22.06 að vísa málinu til umsagnar skipulagsstjóra. Nú lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 01.08.2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulagsfulltrúa í samræmi við niðurstöðu umsagnar hans.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2307733 - Turnahvarf 2 - Framsal og veðsetning lóðarréttinda

Frá lögfræðideild, dags. 16.08.2023, lögð fram umsögn vegna beiðni um framsal og veðsetningu lóðarréttinda að Turnahvarfi 2.
Bæjarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið framsal í samræmi við minnisblað lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2204119 - Álalind 14. Kæra vegna stjórnvaldsákvörðunar byggingarfulltrúa Kópavogs um útgáfu lokaúttekarvottorðs.

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kærumáli 37/2023.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 8:26, fundi fram haldið 9:05.

Bókun:
"Í úrskurðum úrskurðarnendar umhverfis- og auðlindamála undir dagskrárliðum 6 til 10 er mikill áfellisdómur um vinnulag Kópavogsbæjar. Aðfinnslur við málsmeðferð og rökstuðning leiða ýmist til ógildingar ákvarðana Kópavogsbæjar eða alvarlegra áminninga um að hvorki hafi verið fylgt ákvæðum laga né reglugerða og rökstuðningur hafi verið haldinn annmörkum hvað framsetningu og skýrleika varðar.
Í ljósi þessa er óskað eftir aðgerðaáætlun frá bæjarstjóra um hvernig standa eigi að umbótum á verklagi embættis byggingarfulltrúa til að íbúar Kópavogs fái notið þeirrar þjónustu og aðhalds stjórnsýslunnar sem þeir eiga rétt á."

Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Hákon Gunnarsson

Bókun:
"Af þeim fimm úrskurðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem lagðir eru fyrir dagskrá þessa fundar eru tvær ákvarðanir byggingarfulltrúa felldar úr gildi. Mikilvægt er að dreginn verði lærdómur af þeim og gætt að því að ákvæðum laga eða reglugerða sé fylgt og ákvarðanir séu vel rökstuddar og settar skýrt fram."

Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2212129 - Naustavör 44-50. Kæra vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa um samþykki á breytingu á Naustavör 44-50.

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kærumáli 137/2022.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.23021425 - Hraunbraut 14. Kæra vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa að hafna umsókn um byggingarleyfi

Lögð fram til kynningar niðurstaða ÚUA í máli 151/2022 frá 11. maí 2023
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2212796 - Naustavör 2. Kæra vegna ákvörðunar um heimild á svalalokun

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.23041765 - Bakkahjalli 3 og 5. Kæra nr. 522023 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa

Lögð fram til kynningar niðurstaða ÚUA í máli 52/2023 frá 19. júní 2023
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.2211042 - Arnarnesvegur. Kæra vegna samþykkis á nýju deiliskipulagi

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 79/2022.
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.23081856 - Boð um þátttöku í samráði - Drög að reglugerð um íbúakosningu sveitarfélaga

Frá innviðaráðuneytinu, dags 21.08.2023, lögð fram til umsagnar drög að reglugerð um íbúakosningu sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

13.2308004F - Skipulagsráð - 147. fundur frá 21.08.2023

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 13.4 2307584 Vatnsendablettur 1B. Breytt aðalskipulag.
    Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 1B við Vatnsendablett dags. 15. júní 2023 ásamt fylgiskjölum um breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í breytingunni felst breytt landnotkun á lóðinni úr opnu svæði í íbúðarbyggð. Lóðin er 7.088 m² að flatarmáli. Umsókninni fylgja drög að tillögu að deiliskipulagi þar sem lóðinni er skipt upp í sjö minni lóðir fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með sameiginlegri aðkomu úr suðri frá Vatnsendabletti. Á fundi skipulagsráðs þann 17. júlí 2023 var erindið lagt fram ásamt samantekt skipulagsdeildar dags. 14. júlí 2023, afgreiðslu málsins var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 11. ágúst 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Bókun skipulagsráðs:
    Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn. Fyrirhuguð breyting á landnotkun fellur ekki að markmiðum Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir svæðið.

    Fundarhlé hófst kl. 16:57, fundi framhaldið kl. 16:59.

    Breytingartillaga Kristins Dags Gissurarsonar:
    Skipulagsráð lítur jákvætt á umsókn um byggð á Vatnsendabletti 1B. Vinna þarf málið frekar af hálfu landeiganda svo hægt sé að taka málið til endanlegrar afgreiðslu.

    Skipulagsráð hafnar breytingartillögunni með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Andri Steinn Hilmarsson sat hjá við afgreiðslu breytingartillögunnar.

    Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákons Gunnarssonar gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Andri Steinn Hilmarsson sat hjá við afgreiðsluna.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.5 2308560 Brekkuhvarf 5. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 27. júlí 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Brekkuhvarf um breytingu á deiliskipulagi.
    Á lóðinni er í gildi deiliskipulag Vatnsenda, Melahvarf, Grundarhvarf, Brekkuhvarf samþ. 29. október 1992.
    Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús, bílskúr og staðstæð geymsla, alls 197.9 m² að flatarmáli verði rifið og að lóðinni sem er 4.217 m² að flatarmáli, verði skipt upp í þrjár minni lóðir, Brekkuhvarf 5A, 5B og 7. Gert ráð fyrir að byggð verði parhús á tveimur hæðum, 350 m² að heildarflatarmáli á hverri lóð og að tvö bílastæði fylgi hverri íbúð. Íbúðum fjölgar úr einni í sex við breytinguna og bílastæðum úr þremur í tólf. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0.047 í 0.25.
    Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:000 dags. 27. júlí 2023 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.6 2307806 Naustavör 52-56. Breytt deiliskipulag
    Lagt fram erindi Ellert Hreinssonar arkitekt dags. 15. júlí 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 52-58 við Naustavör um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggja svalaskýli að hluta á þaksvölum íbúða 0405 og 0406 á 4. hæð í Naustavör 54 og 56. Stærð svalaskýlis íbúðar 0405 verði 2,62 m x 8,77 m, samtals 23 m² og stærð svalaskýlis íbúðar 0406 verði 2,93 m x 8,77 m, samtals 25,7 m². Samþykki meðeigenda liggur fyrir.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 15. júlí 2023
    Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.14 23051446 Borgarholtsbraut 69. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 12. maí 2023 þar sem umsókn Einars Ingimarssonar arkitekts dags. 19. apríl 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 69 við Borgarholsbraut dags. 16. janúar 2023 er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að 25 m² atvinnuhúsnæði á jarðhæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi verði breytt í stúdíóíbúð. Uppdrættir í mkv. 1:50, 1:100 og 1:500 dags. 19. apríl og 26. apríl 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 19. júní 2023 var erindið lagt fram að nýju ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 1. júní 2023 og uppfært 16. júní 2023 og þá var samþykkt að grenndarkynna umsóknina. Kynningartíma lauk 27. júlí 2023, engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.15 2304871 Vatnsendi - norðursvæði. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Arkþing Nordic dags. 14. apríl 2023 f.h. skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi Vatnsenda-Norðursvæði sem samþykkt var í bæjarstjórn 26. júlí 2002. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð sem liggur að skipulagssvæðinu. Nauðsynlegt er að aðlaga mörk deiliskipulags Vatnsenda norðursvæðis vegna þess. Umrætt deiliskipulag Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar er auglýst samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst breyting á mörkum skipulagssvæðis Vatnsenda-norðursvæðis í samræmi við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahæð/Vatnsendahvarf. Mörk deiliskipulagsins Vatnsenda-norðursvæðis munu flytjast að gönguleiðinni sem aðskilur skipulagssvæðið við nýja deiliskipulagið á Vatnsendahæð.
    Uppdrættir í mælikvarða 1:3000 dags. 14 apríl 2023. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsenda-norðursvæðis með síðari breytingum.
    Á fundi skipulagsráðs þann 17. apríl 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna og kynningartíma lauk 14. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.16 2304873 Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Arkþing Nordic dags. 14. apríl 2023 f.h. skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi Vatnsendahvarfs-athafnasvæðis sem samþykkt var í bæjarstjórn 213.05.2008. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðliggjandi deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Nauðsynlegt er að aðlaga mörk deiliskipulags athafnasvæðisins vegna þess. Umrætt deiliskipulag Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar er auglýst samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Vatnsenda-athafnasvæðis til samræmis við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Þar er gert ráð fyrir nýrri 500 íbúða byggð á 29 hektara svæði. Mörk deiliskipulags Vatnsenda-athafnasvæðis færast upp að gönguleið meðfram Turnahvarfi og norðan við gönguleið við Kambaveg. Gatnamót Turnahvarfs og Kambavegar verða innan nýs deiliskipulagssvæðis í Vatnsendahvarfi/Vatnendahæð. Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 14 apríl 2023. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsendahvarfs-athafnasvæðis með síðari breytingum.
    Á fundi skipulagsráðs þann 17. apríl 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna og kynningartíma lauk 14. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.17 2304870 Hörðuvellir - Vatnsendi. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga Arkþing Nordic dags. 14. apríl 2023 f.h. skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. júlí 2003. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð sem liggur að skipulagssvæðinu. Nauðsynlegt er að aðlaga mörk deiliskipulags Hörðuvalla vegna þess. Umrætt deiliskipulag Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar er auglýst samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Hörðuvalla í samræmi við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Þar er gert ráð fyrir nýrri 500 íbúða byggð á 29 hektara svæði. Mörk deiliskipulags Hörðuvalla breytist austan við Klappakór og Perlukór þar sem mörkin færast nær Andarhvarfi, og við gatnamót Kambavegs og Kleifakórs, en þau gatnamót verða innan nýs deiliskipulagssvæðis. Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 14 apríl 2023. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Hörðuvalla með síðari breytingum.
    Á fundi skipulagsráðs þann 17. apríl 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna og kynningartíma lauk 14. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

14.2308009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 374. fundur frá 18.08.2023

Fundargerð i 9 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 09:50.