Bæjarráð

3142. fundur 14. september 2023 kl. 08:15 - 10:10 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2309454 - Starfshópur - heildarsýn fyrir Kópavogsdal

Á fundi bæjarráðs þann 7. september sl. voru lögð fram í bæjarráði drög að erindisbréfi starfshóps og þau samþykkt með breytingum og vísað til skipunar á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.22114511 - Starfsumhverfi leikskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 12.09.2023, lagðar fram upplýsingar varðandi mönnun og breytingar á dvalartíma barna í leikskólum Kópavogs.

Umræður.

Gestir

  • Sindri Sveinsson, rekstarstjóri menntasviðs - mæting: 08:26
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjói menntasviðs - mæting: 08:26
  • Sigurlaug Bjarnadóttir, deildarstjóri leikskóladeildar - mæting: 08:26

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23082288 - Tónahvarf 2. Beiðni um afnot af lóð

Frá sviðsstjóra umvhvefissviðs, dags. 08.09.202, lögð fram umsögn um erindi Suðurverks hf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild í samræmi við minnisblað sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

4.2309049 - Framlag vegna barna með fjölþættan vanda og-eða miklar þroska- og geðraskanir og eru vistuð utan heimilis 2023

Frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, dags. 01.09.2023, lagt fram erindi varðandi áform um að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir sem vistuð hafa verið utan heimilis árið 2023 á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þann 16. júní 2022 skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda sem hafði það hlutverk að kortleggja og greina þjónustuþörf þessa hóps og endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu í þessum málaflokki, með réttindi barna og aðgengi þeirra að fullnægjandi þjónustu að leiðarljósi. Einnig átti stýrihópurinn að leggja til verka- og kostnaðarskiptingu vegna þeirrar þjónustu á milli sveitarfélaga og ríkisins. Stýrihópurinn skilaði formlega skýrslu sinni til ráðherra nú í ágúst. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 07.09.2023.
Umræður.

Gestir

  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 09:31

Ýmis erindi

5.23091294 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2023

Frá innviðaráðuneytingu, dags. 31.08.2023, lögð fram dagskrá Ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldin verður 20. september næstkomandi.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.2309460 - Hvatning til sveitarstjórna um mótun málstefnu

Frá innviðaráðuneytinu, dags. 05.09.2023, lagt fram erindi þar sem sveitarfélagið er hvatt til að ýta úr vör vinnu við málstefnu. Sérstök athygli er vakin ó skyldu sveitarstjórna til þess að setja sveitarfélögum reglur um rétt

íbúa af erlendum uppruna til samskipta við stofnanir sveitarfélagsins ó annarri tungu en

íslensku. Ljóst er að í fæstum tilvikum liggja slíkar reglur fyrir jafnvel þó hótt hlutfall íbúa sé

af erlendum uppruna.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

Ýmis erindi

7.23091330 - Bókun frá 43. eigendafundi Sorpu. Viðauki við eigendasamkomulag. Álfsnes

Frá SSH lögð fram svohljóðandi bókun;

„Fyrirliggjandi eru drög að viðauka við eigendasamkomulag frá 25. október 2013 vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi. Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu bs. kynnir. Gerð er tillaga um að drögunum verði vísað til efnislegrar umræðu og afgreiðslu/samþykktar á vettvangi aðildarsveitarfélaganna.



Niðurstaða:

Skrifstofu SSH er falið að senda fyrirliggjandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi til efnislegrar umræðu og afgreiðslu/samþykktar á vettvangi aðildarsveitarfélaganna.
Bæjarráð frestar erindinu.

Fundargerðir nefnda

8.2308019F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 375. fundur frá 01.09.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2309625 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 29.08.2023

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 29.08.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2309621 - Fundargerð 563. fundar stjórnar SSH frá 04.09.2023

Fundargerð 563. fundar stjórnar SSH frá 04.09.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.23091089 - Fundargerð 111. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 01.09.2023

Fundargerð 111. fundar stjórnar Markaðsstofu frá 01.09.2023
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2309624 - Fundargerð 43. eigendafundar stjórnar Strætó frá 04.09.2023

Fundargerð 43. eigendafundar stjórnar Strætó frá 04.09.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.23091328 - Fundargerð 43. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.09.2023

Fundargerð 43. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.09.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:10.