Bæjarráð

3144. fundur 28. september 2023 kl. 08:15 - 10:19 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23092619 - Nýjar úthlutunarreglur vegna ÍSAT nemenda

Umræður um nýjar úthlutunarreglur vegna ÍSAT nemenda.
Kynning og umræður.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:15
  • Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 08:15
  • Sindri Sveinsson deilarsstjóri rekstrardeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23092614 - Samráðsáætlun aðgerðaráætlunar í fjárhagsáætlunarvinnu

Frá bæjarstjóra, lögð fram áætlun um þátttöku fagráða við mótun aðgerðaráætlana sviða fyrir stefnumiðaða fjárhagsáætlunargerð.
Lagt fram og rætt.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2309454 - Starfshópur - heildarsýn fyrir Kópavogsdal

Á fundi bæjarráðs þann 7. september sl. voru lögð fram í bæjarráði drög að erindisbréfi starfshóps og þau samþykkt með breytingum og vísað til skipunar á næsta fundi bæjarráðs. Málinu var á ný frestað á fundi bæjarráðs þann 14. september s.l.
Bæjarráð samþykkir tilnefnir eftirtalda aðila í starfshópinn:

Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Kristinn D. Gissurarson
Auður D. Kristinsdóttir
Íris Svavarsdóttir
Hákon Gunnarsson
Tryggvi Felixson


Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23052191 - Merkingar á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 13.09.2023, lögð fram umsögn um reglur um auglýsingar í íþróttamannvirkjun Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur um auglýsingar í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar með þeirri breytingu að samþykki íþróttaráðs þurfi í stað íþróttadeildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.23091112 - Hafnarbraut 15C, Brauð útgerð ehf, Brikk. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 14.09.2023, lögð fram umsögn um umsókn Brauð Útgerð ehf. um rekstrarleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

6.23092445 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

7.2309006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 167. fundur frá 19.09.2023

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2308014F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 101. fundur frá 20.09.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2309010F - Leikskólanefnd - 156. fundur frá 21.09.2023

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.23092139 - Fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18.09.2023

Fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18.09.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.23092553 - Fundargerð 564. fundar stjórnar SSH frá 18.09.2023

Fundargerð 564. fundar stjórnar SSH frá 18.09.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.23092342 - Fundargerð 485. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.09.2023

Fundargerð 485. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.09.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.23092225 - Fundargerð 374. fundar stjórnar Strætó frá 15.09.2023

Fundargerð 374. fundar stjórnar Strætó frá 15.09.2023.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.23092732 - Erindi frá bæjarfulltrúa Pírata, Viðreisnar, Samfylkingu og Vina Kópavogs um drög að fjárhagsáætlun 2024

Samkvæmt bæjarmálasamþykkt Kópavogs er verkefni bæjarráðs að semja drög að fjárhagsáætlun hverju sinni. Undirritaðar óska eftir að formaður bæjarráðs leggi fram drög að verkáætlun vegna fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2024. Menntaráð, skipulagsráð og velferðarráð hafa svo stefnumótandi hlutverk samkvæmt erindisbréfi og hlutverk ráðanna er meðal annars að leggja fram aðgerðaáætlun og mælikvarða til að fylgja stefnunum eftir, sem er mikilvægur undirbúningur við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Þá er það verkefni ráðanna skv. 10.gr. erindisbréfs að gera tillögur að fjárhagsáætlun um útgjaldaliði viðkomandi málaflokks ár hvert.



Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Theodóra S. Þorsteinsdóttir

Helga Jónsdóttir

Bergljót Kristinsdóttir
Umræður.

Ýmis erindi

15.23092869 - Húsnæði Mæðrastyrksnefndar Kópavogs.

Mál tekið inn með afbrigðum.



Erindi frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs vegna húsnæðismála mæðrastyrksnefndar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra og ítrekar mikilvægi þess að málið verði unnið með hraði.

Fundi slitið - kl. 10:19.