Bæjarráð

3145. fundur 05. október 2023 kl. 08:15 - 10:27 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23091330 - Viðauki við eigendasamkomulag. Álfsnes

Frá SSH lögð fram svohljóðandi bókun; „Fyrirliggjandi eru drög að viðauka við eigendasamkomulag frá 25. október 2013 vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi. Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu bs. kynnir. Gerð er tillaga um að drögunum verði vísað til efnislegrar umræðu og afgreiðslu/samþykktar á vettvangi aðildarsveitarfélaganna.

Niðurstaða: Skrifstofu SSH er falið að senda fyrirliggjandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi til efnislegrar umræðu og afgreiðslu/samþykktar á vettvangi aðildarsveitarfélaganna.

Bæjarráð frestaði erindinu erindinu 14.09.2023.
Lagt fram og kynnt.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Jón Viggó Gunnarsson - mæting: 08:15
  • Gunnar Dofri Ólafsson - mæting: 08:15
  • Páll Björgvin Guðmundsson - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23082810 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi afgreiðslu samkomulags um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Kársnesi

Frá bæjarstjóra, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi afgreiðslu samkomulags um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Kársnesi.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.21111687 - Tillaga bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að Kópavogsbær setji sér reglur um úthlutun atvinnuhúsalóða

Frá bæjarlögmanni, lagt fram svar við fyrirspurn varðandi reglur um úthlutun atvinnuhúsalóða.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirritaðar hafa frá árinu 2021 kallað eftir því að settar verið úthlutunarreglur um atvinnuhúsalóðir í Kópavogi. Þrátt fyrir ítrekanir hafa umsagnir, sem óskað hefur verið eftir, ekki borist. Nú kemur fram að hafin sé heildarendurskoðun á úthlutunarreglum fyrir bæði íbúða- og atvinnuhúsalóðir. Undirritaðar ítreka ósk sína um umsögn og að bæjarráð taki í framhaldinu ákvörðun um endurskoðun úthlutunarreglna."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Ýmis erindi

4.23092996 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024?2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024?2028, 182. mál.



Bæjarráð samþykkir með fimm atvæðum að vísa málinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

5.2310061 - Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Frá innviðaráðuneyti, dags. 29.09.2023, lagt fram erindi um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Fundargerðir nefnda

6.2309018F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 377. fundur frá 29.09.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

7.2309015F - Íþróttaráð - 135. fundur frá 28.09.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2309019F - Menntaráð - 119. fundur frá 03.10.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2309012F - Skipulagsráð - 150. fundur frá 02.10.2023

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 9.8 23061532 Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Rýma akritekta fyrir hönd lóðarhafa dags. 28. júní 2023 þar sem sótt eru um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 7. við Smiðjuveg. Óskað er eftir að fá að nýta neðri hæð viðbyggingar á norðurhlið hússins og koma fyrir tveimur hurðum. Samhliða eru lagt til að leiðrétt verði fermetra fjöldi núverandi húsnæðis og öll A og B rými verða talin með í heildarbyggingarmagni. Í breytingunni felst að heildar byggingarmagn eykst úr 3.044 m² í 3.554 m² sem er aukning um 510 m². Nýtingarhlutfall eykst því úr 0,44 í 0,50. Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:200 og 1:500 dags. 17. apríl 2023. Á fundi skipulagsráð 3. júlí var erindið samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 3, 3A, 4, 5, 6, 9, 9A, 11 og 30 við Smiðjuveg. Kynningartíma lauk 8. september 2023, umsögn barst. Þá lögð fram umsögn sem barst á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 150 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

10.23092713 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 15.06.2023

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 15.06.2023.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 10:15, fundi fram haldið kl. 10:26

Fundi slitið - kl. 10:27.