Bæjarráð

3146. fundur 12. október 2023 kl. 08:15 - 09:33 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2310731 - Beiðni um viljayfirlýsingu vegna kaupa Þroskahjálpar á íbúðum fyrir fatlað fólk

Frá velferðarsviði, dags. 10.10.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir því að bæjarrráð veiti samþykki fyrir viljayfirlýsingu vegna kaupa Þroskahjálpar á íbúðum fyrir fatlað fólk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum þátttöku fyrir sitt leiti í stofnframlagaumsókn Þroskahjálpar um kaup á allt að tveim íbúðum fyrir fatlað fólk.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2310571 - Dalvegur 30, Glenn´s Kitchen ehf, Ambrosial kitchen. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 09.10.2023, lögð fram umsögn um umsókn Glenn´s Kitchen ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingarstað í flokki II að Dalvegi 30.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2310617 - Víkurhvarf 1, Kenzo ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 09.10.2023, lögð fram umsögn um umsókn Kenzo ehf. um tækifærisleyfi í tilefni af árshátíð sálfræðinema við HÍ þann 21.10.2023 að Víkurhvarfi 1.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

4.23091719 - Styrkbeiðni vegna Íslandsmóts kvenna í skák í Kópavogi 2024

Frá Skáksambandi Íslands, dags. 15.09.2023, lögð fram styrkbeiðni vegna Íslandsmóts kvenna í skák í Kópavogi 2024. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 21.09 að vísa málinu til umsagnar bæjarritara. Nú lögð fram umsögn þar sem lagt er til að styrkja viðburðinn um kr. 200.000,-
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna Íslandsmóts kvenna í skák 2024.

Fundargerðir nefnda

5.2310326 - Fundargerð 934. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.09.2023

Fundargerð 934 frá 29.09.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.2310313 - Fundargerð 112. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 29.09.2023

Fundargerð 112. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 29.09.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2310370 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 03.10.2023

Fundargerð frá 03.10.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2310756 - Fundargerð 565. fundar stjórnar SSH frá 02.10.2023

Fundargerð 565 frá 02.10.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2310759 - Fundargerð 44. eigendafundar stjórnar Strætó frá 02.10.2023

Fundargerð 44. eigendafundar stjórnar Strætó frá 02.10.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2310758 - Fundargerð 44. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 02.10.2023

Fundargerð 44. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 02.10.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2309011F - Lista- og menningarráð - 157. fundur frá 04.10.2023

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2310004F - Velferðarráð - 124. fundur frá 09.10.2023

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:33.