Bæjarráð

3149. fundur 02. nóvember 2023 kl. 08:15 - 11:33 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23101481 - Óleyfisíbúðir í Kópavogi

Jón Viðar Matthíasson Slökkviliðsstjóri SHS og framkvæmdastjóri Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins fer yfir stöðu óleyfisíbúðia í Kópavogi.
Kynning.

Gestir

  • Jón Viðar Matthíasson Slökkviliðsstjóri SHS - mæting: 08:15
  • Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs SHS - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.22033011 - Dómur Landsréttar í máli nr. 236/2022

Lagður fram dómur Landsréttar, dags. 27.10.2023 í máli nr. 236/2022.
Lagt fram.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður - mæting: 09:08
  • Guðjón Ármannsson lögmaður - mæting: 09:08

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23061093 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Ný kæra vegna stjórnvaldsákvörðunar skipulagsráðs Kópavogs um höfnun á breyttu deiliskipulagi

Frá lögfræðideild, dags. 20.10.2023, lögð fram niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 71/2023.
Lagt fram og vísað til skipulagsráðs.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 09:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2310899 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um starfsemi Molans

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 30.10.2023, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um starfsemi Molans.
Lagt fram.

Gestir

  • Amanda K. Ólafsóttir - mæting: 09:55
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:55

Ýmis erindi

5.23101965 - Ósk um stuðning vegna Kópavogsblótsins 2024

Frá Breiðablik, dags. 19.10.2023, lagt fram erindi það sem óskað er eftir stuðningi frá bæjarráði vegna Kópavogsblótsins 2024.
Bæjarráð samþykkir að mannvirki Kópavogsbæjar ásamt hlífðargólfi og dansgólfi í eigu bæjarins verði lánuð endurgjaldslaust vegna Kópavogsblótsins. Flutningur er á kostnað félaganna. Styrkur bæjarins til íþróttafélaganna samsvarar tæpum 9 m.kr.

Ýmis erindi

6.23101541 - Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2023

Frá Aflinu, samtökum fyrir þolendur ofbeldis, dags. 19.10.2023, lögð fram umsókn um styrk að upphæð kr. 400.000,-
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Ýmis erindi

7.23102440 - Ósk um samstarf um málþing til að sporna við notkun á nikótínpúðum og rafrettum í Kópavogi

Frá félagi kvenna í Kópavogi, dags. 31.10.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir samstarfi við Kópavogsbæ vegna fyrirhugaðs málþings til að sporna við notkun á nikótínpúðum og rafrettum meðal unglinga og ungs fólks.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

Ýmis erindi

8.23101442 - Ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og leiðbeiningar um framkvæmd

Frá innviðaráðuneytinu, dags. 18.10.2023, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr.922/2023.
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.23101639 - Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 19.10.2023, lagt fram erindi um þátttöku og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar bæjarritara.

Ýmis erindi

10.23102048 - Til umsagnar um grunnskóla (kristinfræðikennsla), 47. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 26.10.2023, lagt fram til umsagnar um grunnskóla (kristinfræðikennsla), 47. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

11.23102396 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 30.10.2023

Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 30.10.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2310018F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 379. fundur frá 18.10.2023

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2310014F - Íþróttaráð - 136. fundur frá 19.10.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2310007F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 102. fundur frá 18.10.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2310006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 168. fundur frá 17.10.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2310019F - Velferðarráð - 125. fundur frá 23.10.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2310003F - Leikskólanefnd - 157. fundur frá 19.10.2023

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.23101411 - Fundargerð 416. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 27.09.2023

Fundargerð 416. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 27.09.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.23101471 - Fundargerð 45. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 16.10.2023

Fundargerð 45. eigendafundar stjórnar Sorpu bs.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.23101412 - Fundargerð 417. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 13.10.2023

undargerð 417. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.23101469 - Fundargerð 566. fundar stjórnar SSH frá 16.10.2023

Fundargerð 566. fundar stjórnar SSH.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.23102310 - Fundargerð 8. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 19.06.2023

Fundargerð 8. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 19.06.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.23102311 - Fundargerð 9. fundar stefnuráðs frá 06.10.2023

Fundargerð 9. fundar stefnuráðs frá 06.10.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.23101470 - Fundargerð 45. eigendafundar stjórnar Strætó frá 16.10.2023

Fundargerð 45. eigendafundar stjórnar Strætó.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.23101410 - Fundargerð 415. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 20.09.2023

Fundargerð 415. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirrituð mótmælir harðlega áformum samstarfsnefndar skíðasvæðanna og SSH um að rekstrarfé Skálafells verði beint til Bláfjallasvæðisins fyrir komandi vetur. Jafnframt er því mótmælt að öllum fyrirhuguðum framkvæmdum í Skálafelli verði frestað.
Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu átti að ráðast í endurnýjun og uppsetningu stólalyftu í Skálafelli árið 2023 og setja upp búnað til snjóframleiðslu þar árið 2025.
Einnig telur undirrituð mikilvægt að jafnviðamiklar breytingar í uppbyggingarsamningnum komi til samþykktar hjá sveitarfélögunum."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Ég tek undir bókun Theódóru S. Þorsteinsdóttur."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

26.23101698 - Fundargerð 120. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 13.10.2023

Fundargerð 120. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.23101734 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 11.10.2023

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 11.10.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

28.23101828 - Fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.10.2023

Fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

29.23102301 - Fundargerð aðalfundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 19.10.2023

Fundargerð aðalfundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 19.10.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

30.23102300 - Fundargerð 253. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 06.10.2023

Fundargerð 253. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 06.10.2023.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

31.23102453 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um bókanir án dagskrárliðar

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttir, dags. 31.10.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir skýringum um bókanir í bæjarstjórn um mál sem ekki eru á dagskrá fundar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

32.2311162 - 60. ára afmæli Tónlistarskóla Kópavogs

Mál tekið inn með afbrigðum vegna 60 ára afmæli Tónlistarskóla Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir að veita Tónlistarskóla Kópavogs gjöf, í tilefni 60 ára afmælis, að fjárhæð kr. 750.000,- til hljóðfærakaupa.

Fundi slitið - kl. 11:33.