Bæjarráð

3151. fundur 16. nóvember 2023 kl. 08:15 - 11:56 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir október.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 08:15
  • Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður - mæting: 08:15
  • Ásthildur Helgadóttir sviðstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23041528 - Mánaðarskýrslur 2023

Deildarstjóri hagdeildar fer yfir mánaðarskýrslur fyrir tímabilið janúar - september 2023.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:41
  • Kristín Egilsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:41

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2311520 - Gæðakerfi Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara lagt fram erindi, dags. 7. nóvember 2023, um fyrirkomulag vottunar gæðakerfis Kópavogsbæjar. Bæjarráð frestaði málinu 09.11.2023.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

Bókun:
"Óskað er yfirlits á öllum kostnaði við undirbúning, innleiðingu og rekstur gæðakerfisins frá upphafi. Tekur það m.a. til kaupa á ráðgjöf, kerfum, vinnuframlagi starfsmanna og annars þess sem fallið hefur til."

Helga Jónsdóttir

Andri Steinn Hilmarsson vék af fundi kl. 10:50

Gestir

  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 09:50
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 09:50
  • Sigurður Arnar Ólafsson gæðastjóri - mæting: 09:25
  • Ásthildur Helgadóttir sviðstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:50
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjora menntasviðs - mæting: 09:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23031542 - Neyðarstjórn Kópavogsbæjar - Erindisbréf

Frá bæjarstjóra, dags. 13.11.2023, lagt fram uppfært erindisbréf neyðarstjórnar Kópavogsbæjar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2311803 - Útboð - Sumarblóm og matjurtir 24-26

Frá garðyrkjustjóra, dags. 13.11.2023, lagðar fram niðurstöður útboðs á ræktun sumarblóma og matjurta 2024-2026.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Gróðrarstöðina Mörk í samræmi við niðurstöður útboðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2311829 - Menntasvið - ráðning leikskólastjóra leikskólans Dals

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 13.11.2023, lögð fram tillaga að ráðningu leiksstjórastjóra leikskólans Dals.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu sviðsstjóra menntasviðs um að Ragnheiður Ósk Jensdóttir verði ráðin leikskólastjóri leikskólans Dals.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2310355 - Afgreiðsla samkomulags á reit 13 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu

Frá bæjarstjóra, lagt fram svar við athugasemdum og spurningar fulltrúa minnihlutans í bæjarráði vegna svars bæjarstjóra, dags. 3. október 2023, við fyrirspurn um samning bæjarstjóra við Fjallasól ehf.
Frestun

Ýmis erindi

8.2311679 - Umsókn um leyfi fyrir flugeldasölu við Versali 5 og Vallakór 4

Frá HSSK, dags. 07.11.2023, lögð fram umsókn um flugeldasölu við Versali 5 og Vallarkór 4.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Fundargerðir nefnda

9.2311004F - Velferðarráð - 126. fundur frá 13.11.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Frestun

Fundargerðir nefnda

10.2311007F - Ungmennaráð - 42. fundur frá 13.11.2023

Fundargerð í sex liðum.
Frestun

Fundargerðir nefnda

11.2310022F - Hafnarstjórn - 133. fundur frá 14.11.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Frestun

Fundi slitið - kl. 11:56.