Bæjarráð

3158. fundur 11. janúar 2024 kl. 08:15 - 11:07 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2401579 - PISA 2022

Niðurstöður PISA 2022 fyrir Kópavogsbæ kynntar.
Kynning og umræður.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:15
  • Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23041528 - Mánaðarskýrslur 2023

Lögð fram mánaðarskýrsla fyrir fyrstu 11 mánuði ársins.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, deildarstjóri hagdeildar - mæting: 09:21

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23091105 - Knatthús Kórinn - Endurnýjun gervigrass

Beiðni um heimild til útboðs á endurnýjun gervigrass í knatthúsinu Kórnum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23062019 - Skíðaskáli ÍR í Bláfjöllum - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, 13.12.2023, lögð fram tillaga að afgreiðslu styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita kr. 1.170.790,- í endurgreiðslu á fasteignaskatti með vísan í umsögn lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2401086 - Sumarstörf 2024 - 18 og eldri

Lagt fram erindi vegna sumarstarfa 18 ára og eldri, þar sem óskað er heimildar til auglýsingar sumarstarfa hjá Kópavogsbæ fyrir sumarið 2024. Aukinheldur lagðar fram vinnureglur við ráðningar sumarstarfsfólks hjá Kópavogsbæ, til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild ásamt framlagðar vinnureglur.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.23111165 - Endurskoðun lóðarúthlutunarreglna Kópavogsbæjar

Frá bæjarlögmanni, lagðar fram að nýju drög að endurskoðuðum reglum um lóðarhúthlutanir. Málið var áður lagt fram á 3154. fundi bæjarráðs og var bæjarlögmanni þá falið að vinna málið áfram.
Bæjarráð frestar erindinu.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður - mæting: 09:55

Ýmis erindi

7.2401580 - Staða heildarendurskoðunar á lagaumgjörð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur

Lagt fram erindi, dags. 9. janúar 2024, frá Innviðaráðuneytinu um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðsins í kjölfar niðurstöðu héraðsdóms í máli Reykjavíkurborgar gegn íslenska ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.2401178 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101-2010, 27. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingi, dags. 03.01.2024, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010 (málsmeðferð og skilyrði), 27. mál.



Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

9.2401190 - Beiðni um styrk frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins

Frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins, dags. 29.12.2023, lögð fram beiðni um styrk að upphæð kr. 500.000,-
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Fundargerðir nefnda

10.2401483 - Fundargerð 382. fundar stjórnar Strætó frá 15.12.2023

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2401557 - Fundargerð 491. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.01.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.2401228 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi fjölda Airbnb íbúða í Kópavogi

Frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur lögð fram fyrirspurn varðando fjölda Airbnb íbúða í Kópavogi. Samhliða lagt fram svar lögfræðideildar við fyrirspurninni.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:07.