Bæjarráð

3159. fundur 18. janúar 2024 kl. 08:15 - 11:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2310520 - Heilbrigðiseftirlitið og gjaldskrárhækkanir

Umræður um hagræðingu af sameiningu heilbrigðiseftirlits Garðabæjar,Hafnarfjarðar, Kópavogs, við heilbrigðiseftirlit Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Umræður.

Gestir

  • Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24011223 - Viljayfirlýsing um uppbyggingu lífsgæðakjarna - TRÚNAÐARMÁL

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu lífsgæðakjarna.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23111165 - Endurskoðun lóðarúthlutunarreglna Kópavogsbæjar

Frá bæjarlögmanni, lagðar fram að nýju drög að endurskoðuðum reglum um lóðarhúthlutanir. Málið var áður lagt fram á 3154. fundi bæjarráðs og var bæjarlögmanni þá falið að vinna málið áfram. Bæjarráð frestaði erindinu 11.01.2024.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23102453 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um bókanir án dagskrárliðar

Frá lögfræðideild, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um bókanir án dagskrárliðar.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2401622 - Dalsmári 5, Ungmennafélagið Breiðablik. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 15.01.2023, lögð fram umsögn um umsókn Breiðabliks um tækifærisleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

6.2401623 - XXXIX. Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10.01.2024, lagt fram erindi þess efnis að

samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. sveitar- og bæjarstjórar, hér með boðaðir til XXXIX. landsþings sambandsins fimmtudaginn 14. mars nk.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2401009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 384. fundur frá 12.01.2024

Fundargerð í fimm liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

8.2401004F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 104. fundur frá 10.01.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2312015F - Íþróttaráð - 139. fundur frá 11.01.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2401011F - Menntaráð - 124. fundur frá 16.01.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
  • 10.3 2312032 Kársnesskóli
    Lögð fram tillaga um breytingar á Kársnesskóla. Máli frestað á fundi menntaráðs þann 5.desember 2023. Niðurstaða Menntaráð - 124 Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu um skipulagsbreytingar á Kársnesskóla með öllum greiddum atkvæðum og vísar tillögunni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða Bæjarráð vísar tillögu um skipulagsbreytingar á Kársnesskóla til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Sindri Sveinsson, rekstrarstjóri menntasviðs. - mæting: 11:05
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 11:05

Fundargerðir nefnda

11.2312012F - Skipulagsráð - 156. fundur frá 15.01.2024

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 11.7 22031695 Smiðjuvegur 64-66. Umsókn um stækkun lóðar.
    Lögð fram umsókn Gunnars Bergmann Stefánssonar arkitekts dags. 10. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 64-66 við Smiðjuveg um stækkun lóðanna. Í breytingunni felst að lóð nr. 64 stækki um 32,2 m², úr 476 m² í 508,2 m² og að lóð nr. 66 stækki um 72,9 m², úr 939 m² í 1.011,9 m².
    Uppdrættir í mvk. 1:500 dags. 6. desember 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 156 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um stækkun lóðar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 11.8 23031267 Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2023 þar sem umsókn Helga Indriðasonar arkitekts dags. 1. mars 2023 um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um stækkun bílskúrs um 33cm til suðurs og 26cm til austurs, samtals 4,1 m² ásamt færslu bílskúrs rúmum metra nær lóðarmörkum bæjarlands eða 2,87 metra frá lóðarmörkum.
    Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 19. ágúst 2023. Á fundi skipulagsráðs 4. desember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk kl. 12:00 þann 12. janúar 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 156 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 11.9 23092312 Dalvegur 20. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Landslags arkitekta dags. 20. september 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 20 við Dalveg um breytt deiliskipulag. Í breytingunni felst að nýjum byggingarreit 3m x 8m að stærð eða samtals 24 m² að flatarmáli fyrir spennistöð og tæknirými verði komið fyrir á norðvestur hluta lóðarinnar fyrir rafhleðslustöð. Einnig er hjólastæðum komið fyrir á lóð í samræmi við hjólastæðaviðmið í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 3. nóvember 2023 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 3. nóvember 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 6. nóvember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 29. desember, ein umsögn barst.
    Þá lagður fram uppfærður uppdráttur dags. 10. janúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 156 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn með áorðnum breytingum dags. 10. janúar 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 11.10 2310613 Hagasmári 9. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Landslags arkitekta dags. 6. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Hagasmára um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst nýr byggingarreitur 2,5m x 4m að stærð eða samtals 10 m² að flatarmáli fyrir spennustöð og tæknitými á núverandi bílastæði á suðurhluta lóðarinnar fyrir rafhleðslustöð. Einnig er hjólastæðum komið fyrir á lóð í samræmi við hjólastæðaviðmið í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt fylgiskjali dags. 1. nóvember 2023 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 3. nóvember 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 6. nóvember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 29. desember, engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 156 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 11.11 2311812 Bollasmári 6. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Emils Þórs Guðmundssonar byggingarverkfræðings dags. 17. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Bollasmára um breytingu á deiliskipulagi.
    Í gildandi deiliskipulagi er ein íbúð á tveimur hæðum heimiluð á lóðinni og heildarbyggingarmagn 308,6 m². Í breytingunni felst að neðri hæð hússins verði stækkuð til vesturs um 11 m² undir nýja útbyggingu efri hæðar, sem samþykkt var 2020. Byggingarmagn eykst úr 308.6 m² í 320m². Nýtingarhlutfall hækkar úr 0.45 í 0.46. Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 dags. 16. nóvember 2023 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 17. nóvember 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 20. nóvember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 3. janúar 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 156 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.2311023F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 170. fundur frá 19.12.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2401654 - Fundargerð 571. fundar stjórnar SSH frá 08.01.2024

Fundargerð 571. fundar stjórnar SSH frá 08.01.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.24011138 - Fundargerð 255. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14.12.2023

Fundargerð 255. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14.12.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.24011156 - Fundargerð 383. fundar stjórnar Strætó frá 12.01.2024

Fundargerð 383. fundar stjórnar Strætó frá 12.01.2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:30.