Bæjarráð

3160. fundur 25. janúar 2024 kl. 08:15 - 11:35 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2310520 - Sameining heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, við heilbrigðiseftirlit Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Umræður um hagræðingu af sameiningu heilbrigðiseftirlits Garðabæjar,Hafnarfjarðar, Kópavogs, við heilbrigðiseftirlit Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Umræður.

Gestir

  • Svanur Karl Grjetarsson fulltrúi Kópavogsbæjar í HEF - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23111165 - Endurskoðun lóðarúthlutunarreglna Kópavogsbæjar

Frá bæjarlögmanni, lagðar fram að nýju drög að endurskoðuðum reglum um lóðarhúthlutanir. Málið var áður lagt fram á 3154. fundi bæjarráðs og var bæjarlögmanni þá falið að vinna málið áfram. Bæjarráð frestaði erindinu 11.01.2024 og 18.01.2024.
Frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.24011223 - Viljayfirlýsing um uppbyggingu lífsgæðakjarna

Frá bæjarstjóra, lögð fram uppfærð drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu lífsgæðakjarna.Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 18.01.2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa framlögðum drögum að viljayfirlýsingu um uppbyggingu lífsgæðakjarna til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun:
"Viljayfirlýsingin er um uppbyggingu sem hlýtur annars vegar að byggjast á því að skýrt sé að vatnsvernd sé í engu ógnað og hins vegar að samstaða sé hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um að breyta vaxtarmörkum í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þær forsendur þarf að skýra áður en lengra er haldið."

Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir


Bókun:
"Vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins eru tilkomin vegna markmiða um aukna sjálfbærni - betri nýtingu á núverandi grunnkerfum samgangna, veitna og almannaþjónustu. Gert ráð fyrir að vaxtarmörkin dugi vel fram yfir skipulagstímabilið sem nær til ársins 2040."

Einar Örn Þorvarðarson
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Bókun:
"Á næstu 15 árum mun fjöldi Íslendinga yfir 65 ára aukast um 70%. Þessi breytta aldurssamsetning þjóðarinnar, þar sem fólk er heilbrigðara lengur en áður, kemur með áskorunum en um leið tækifærum. Uppbygging á íbúðum og hjúkrunarrýmum í Gunnarshólma miða að því að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari búsetumöguleika en nú eru til staðar og mæta ýmsum þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir við öldrun þjóðar og húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu.
Með viljayfirlýsingu þessari verður hafin vinna við að huga vandlega að umhverfis- og vatnsverndarmálum samhliða þeirri skipulagsvinnu sem þarf að fara fram."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson

Gestir

  • Auður D. Kristinsdóttitr skipulagsfulltrúi - mæting: 09:22
  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:22

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24011155 - Húsnæðisáætlun 2024

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar 2024.
Frestað til næsta fundar

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2212312 - Skrá yfir störf sem eru undanþegin verkfallsheimild

Frá mannauðsdeild, dags. 23.01.2023, lagðar fram skrár yfir þau störf sem eru undanþegin verkfallsheimild annars vegar samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94/1986, og hins vegar samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan verkfallslista.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.23121552 - Álfkonuhvarf 49, Höfði Horizon ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags.23.01.2024, lögð fram umsögn um umsókn Höfða Horizon ehf. um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Álfkonuhvafi 49.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita neikvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Fundargerðir nefnda

7.2401017F - Leikskólanefnd - 160. fundur frá 18.01.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
  • 7.4 2212549 Skemmtilegri leikskólalóðir
    Tillögur um framkvæmdir á leikskólalóðum fyrir árið 2024 lagt fram til samykktar. Niðurstaða Leikskólanefnd - 160 Leikskólanefnd samþykkir tillögu að forgangsröðun um endurbætur leikskólalóða á árinu 2024 fyrir sitt leyti og vísar tillögunni áfram til samþykktar bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu að endurbótum leikskólalóða fyrir árið 2024.

Fundargerðir nefnda

8.2401012F - Ungmennaráð - 43. fundur frá 22.01.2024

Fundagerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.24011342 - Fundargerð 420. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.01.2024

Fundargerð 420. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.01.2024.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

10.24011421 - Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.01.2024

Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.01.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.24011609 - Fundargerð 123. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 12.01.2024

Fundargerð 123. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 12.01.2024.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:35.