Bæjarráð

3161. fundur 01. febrúar 2024 kl. 08:15 - 10:18 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Hulda Jónsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Gunnarsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir desember 2023.
Mánaðarskýrsla kynnt.

"Undirrituð óskar eftir því að kafli um fjármál verði aftur settur inn í mánaðarskýrsluna og að bæjarráð verði betur upplýst um framvindu fjármála verkefnisins. Einnig er óskað eftir því að allur annar aukakostnaður sem fallið hefur á verkið sé dreginn saman með reglubundnum hætti og kynntur bæjarráði.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir "

Gestir

  • Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður - mæting: 08:15
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri Umhverfissviðs - mæting: 08:15
  • Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:15
  • Ásthildur Helgadóttir sviðstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24011687 - Útboð - Sorphirða í Kópavogi 2024 - 2030

Frá deildarstjóra gatnadeildar, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til bjóða út sorphirðu úr tunnum, kerum og djúpgámum frá heimilum í Kópavogi til næstu sex ára með heimild til framlengingar tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Samningstími vegna tæmingu úr djúpgámum verður eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum um eitt ár í senn.
Bæjarráð frestar málinu.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 09:45
  • Steinn S. Finnbogason lögmaður - mæting: 09:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23111126 - Útboð - Götuljós 2024-2026

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 29.01.2024, lagðar fram niðurstöður útboðs í götulýsingu. Lagt er til við bæjarráð að tilboði Johan Rönnig hf. verið tekið og gengið til samninga um innkaup á LED lömpum fyrir stíga- og götulýsingu.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðandi Johan Rönning um innkaup á Led lömpum fyrir stíga- og göngustíga.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 09:40
  • Gestur V. Bjarnason verkefnastjóri götulýsingar - mæting: 09:40
  • Steinn S. Finnbogason lögmaður - mæting: 09:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23051834 - Útboð - Umferðarljósabúnaður - Fífuhvammsvegur og Kársnesbraut

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 30.01.2024, lagðar fram niðurstöður útboðs umferðarljósabúnaðar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að tilboði að upphæð 14.064.385 kr. verði samþykkt og framkvæmdadeild verði falið í samráði við innkaupadeild að ganga til samninga við Fálkann ÍSMAR ehf.

Gestir

  • Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 09:30
  • Steinn S. Finnbogason, lögmaður - mæting: 09:30
  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 09:30

Ýmis erindi

5.24011786 - Úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi

Frá Reykjavíkurborg, lagt fram erindi þar sem tilkynnt er úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar bæjarstjóra.

Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

6.2401009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 384. fundur frá 12.01.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

7.2401003F - Hafnarstjórn - 134. fundur frá 30.01.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Afgreiðslu frestað.

Fundargerðir nefnda

8.2401016F - Skipulagsráð - 157. fundur frá 29.01.2024

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 8.3 2112009 Byggðakönnun á Kársnesi
    Lögð fram að nýju byggðakönnun fyrir Kársnes ásamt varðveislumati dags. í desember 2023. Húsa- og byggðakönnunin er liður í vinnu við hverfisáætlun bæjarhlutans. Í hverfisáætluninni verður fjallað um stöðu hverfisins, ástand og varðveislugildi byggðarinnar.
    Árið 2022 fékk umhverfissvið úthlutað styrk frá Minjastofnun Íslands til að vinna byggðakönnun fyrir Kársnes. Tilgangur verkefnisins er að veita yfirsýn yfir elstu byggð Kópavogs og varðveislugildi hennar. Í verkefninu er m.a stuðst við sögulegar heimildir, fyrirliggjandi gögn og greiningar úr vinnu við hverfisáætlanir.
    Í byggðakönnuninni er leitast við að leggja mat á varðveislugildi samstæðra heilda, húsa, götumynda og byggðamynsturs. Byggðakönnunin er unnin af Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt hjá Úrbanistan í samstarfi við skipulagsdeild.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 157 Lagt fram og kynnt sem liður í vinnu við hverfisáætlun fyrir Kársnes. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Lagt fram.
  • 8.5 23071264 Sunnubraut 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn
    Á fundi skipulagsráðs þann 15. janúar 2024 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 21. júlí 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 15. mars 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Sunnubraut var vísað til skipulagsráðs. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna tillöguna en áður en grenndarkynning hófst voru teikningarnar uppfærðar og er uppfærð tillaga dags. 18. janúar 2024.
    Á lóðinni er 218,6 m² einbýlishús í byggingu skv. samþykktum teikningu byggingarfulltrúa og framkvæmdin er nú komin á byggingarstig 4 skv. vef HMS. Í breytingunni felst að inntök verði færð yfir í nýtt tæknirými undir útidyratröppum og svölum og að svefnherbergi verði stækkað ásamt innan- og utanhússbreytingum. Heildarfjöldi fermetra A rýma fer úr 218,6 m² í 222,6 m², samtals 4 m² stækkun. Nýtingarhlutfall A rýma verður 0.31 og helst óbreytt frá samþykktum teikningum. Nýtingarhlutfall A og B rýma verður 0.35.
    Uppdrættir, uppfærð tillaga B, í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 18. janúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 157 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu dags. 18. janúar 2024 með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Helga Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 8.6 23111586 Vatnsendablettur 510. Ósk um stofnun lóðar.
    Lögð fram að nýju umsókn Þórðar Þorvaldssonar arkitekts dags. 22. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 510 við Vatnsendablett um stofnun nýrrar lóðar fyrir einbýlishús vestan núverandi lóðar. Uppdráttur í mkv. 1:500 ásamt greinargerð dags. 7. september 2023 fylgir umsókninni.
    Á fundi skipulagsráðs 18. desember 2023 var erindið lagt fram, afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 26. janúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 157 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 26. janúar 2024 með fjórum atkvæðum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæðum Kristins D. Gissurarsonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Gunnar Sær Ragnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 8.8 23092020 Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. september 2023 þar sem umsókn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings dags. 29. júní 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Melgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir reisa viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls brúttó 126,5 m² að stærð. Eitt bílastæði eru á lóðinni en fjölgar um eitt og verða því tvö. Á lóðinni í dag er steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær á lóðinni. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500, skuggavarpsgreining og götumynd dags. 29. júní 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti grunnmyndar 1. hæðar sem sýnir útfærslu bílastæðamála dags. 16. janúar 2024 og svo umsögn skipulagsdeildar dags. 25. janúar 2024.
    Á fundi skipulagsráðs þann 2.október 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 12. desember 2023, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 18. desember 2023 var afgreiðslu frestað og athugasemdum vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 25. janúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 157 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu þar sem hún er ekki í fullu samræmi við rammaákvæði Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 hvað nýtingarhlutfall varðar með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

    Bókun skipulagsráðs:
    Skipulagsráð beinir því til byggingarfulltrúa að brugðist verði við ábendingum í innsendum athugasemdum um núverandi nýtingu húsnæðis á lóðinni.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

9.2401014F - Velferðarráð - 129. fundur frá 22.01.2024

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.
  • 9.2 2401489 Reglur um fjárhagsaðstoð
    Lagðar fram til afgreiðslu breytingar á reglum Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð ásamt minnisblaði skrifstofustjóra dags. 10.1.2024. Niðurstaða Velferðarráð - 129 Velferðarráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Niðurstaða Bæjarráð vísar reglunum til samþykktar bæjarstjórnar.
  • 9.3 2204193 Reglur Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu
    Lögð fram til afgreiðslu drög að nýjum reglum Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu ásamt minnisblaði verkefnastjóra dags. 17.1.2024 og tilgreindum fylgiskjölum. Niðurstaða Velferðarráð - 129 Velferðarráð samþykkir drög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Niðurstaða Bæjarráð vísar reglunum til samþykktar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

10.2312007F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 14. fundur frá 13.12.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2401005F - Öldungaráð - 24. fundur frá 17.01.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2401018F - Lista- og menningarráð - 160. fundur frá 26.01.2024

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.24012060 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 17.10.2023

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 17.10.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.24012061 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 10.01.2024

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 10.01.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.24012059 - Fundargerð 572. fundar stjórnar SSH frá 22.01.2024

Fundargerð 572. fundar stjórnar SSH frá 22.01.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.24012063 - Bókun 572. fundar stjórnar SSH. 6 mánaða skýrsla Betri samgangna ohf.

Frá SSH, dags. 26.01.2024, lögð fram bókun um sex mánaða skýrslu Betri samgangna ohf.



Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.24012261 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 29.01.2024

Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 29.01.2024.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.24012242 - Beiðni bæjarfulltrúa um að fá skriflega umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirhugaða uppbyggingu á Gunnarshólma og Geirlandi

Frá bæjarfulltrúum Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur og Theodóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 30.01.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir skriflegri umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirhugaða uppbyggingu á Gunnarshólma og Geirlandi.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 10:18.