Bæjarráð

3162. fundur 08. febrúar 2024 kl. 08:15 - 11:37 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Gunnarsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2402387 - Lántökur Kópavogsbæjar 2024

Frá deildarstjóra hagdeildar, dags. 06.02.2023, lögð fram beiðni um heimild bæjarráðs til að hækka lánalínu bæjarins um allt að 1,0 milljarð til að fjármagna framkvæmdir og að einhverju leiti endurfjármagna framkvæmdalán bæjarins á fyrri hluta ársins 2024.

Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Jafnframt er óskað eftir að fjármögnunaráætlun ársins verði lögð fram í bæjarstjórn.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23111165 - Endurskoðun lóðarúthlutunarreglna Kópavogsbæjar

Frá bæjarlögmanni, lagðar fram að nýju drög að endurskoðuðum reglum um lóðarhúthlutanir. Málið var áður lagt fram á 3154. fundi bæjarráðs og var bæjarlögmanni þá falið að vinna málið áfram. Bæjarráð frestaði erindinu 11., 18. og 28.01.2024.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með áorðnum breytingum.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður - mæting: 08:47

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.24011155 - Húsnæðisáætlun 2024

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar 2024.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Jakob S. Þórsson, sérfræðingur - mæting: 10:23

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24011687 - Útboð - Sorphirða í Kópavogi 2024 - 2030

Frá deildarstjóra gatnadeildar, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til bjóða út sorphirðu úr tunnum, kerum og djúpgámum frá heimilum í Kópavogi til næstu sex ára með heimild til framlengingar tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Samningstími vegna tæmingu úr djúpgámum verður eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum um eitt ár í senn.

Bæjarráð frestaði málinu 01.02.2024.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur, umbeðna heimild til bjóða út sorphirðu úr tunnum, kerum og djúpgámum frá heimilum í Kópavogi til næstu sex ára með heimild til framlengingar tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Samningstími vegna tæmingu úr djúpgámum verður eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum um eitt ár í senn.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 11:00
  • Steinn S. Finnbogason lögmaður - mæting: 11:00
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 11:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.24011875 - Smáratorg 3, Gaming Arena. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 05.02.2024, lögð fram umsögn um umsókn Gaming Arena ehf. um tímabundið áfengisleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan í minnisblað lögfræðideildar.

Ýmis erindi

6.2402138 - Til umsagnar 629. mál Barnaverndarlög (endurgreiðslur)

Frá velferðarnefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar 629. mál Barnaverndarlög (endurgreiðslur).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs.

Ýmis erindi

7.2402187 - Til umsagnar 521. mál Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar 521. mál Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

8.24012446 - Auglýst eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, lagt fram erindi þar sem kallað er efitr framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.24012477 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 22.01.2024

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 22.01.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2401003F - Hafnarstjórn - 134. fundur frá 30.01.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2401023F - Skipulagsráð - 158. fundur frá 05.02.2024

Fundargerð í 12 liðum.
  • 11.5 23031264 Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram að nýju tillaga Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs 20. nóvember 2023 ásamt umsögn Skipulagsstofnunar dags. 15. janúar 2024 þar sem fram kemur að stofnunin geti ekki tekið afstöðu til breytingarinnar. Þá er jafnframt lagt fram svarbréf Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar til Skipulagsstofnunar dags. 23. janúar 2024 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 31. janúar 2024. Niðurstaða Skipulagsráð - 158 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 31. janúar 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 11.11 23091637 Nýr miðlunargeymir Heimsenda. Kjóavellir. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 31 við Landsenda. Í gildi er deiliskipulagið Kópavogur- Garðabær. Kjóavellir samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 24. júní 2008 og í bæjarráði Garðabæjar 8. júlí 2008. Í breytingunni felst að komið verði fyrir nýjum byggingarreit um 38m að þvermáli fyrir nýjan 4.000 m³ miðlunargeymi norðan megin við núverandi vatnstank. Fyrirhugaður miðlunargeymir mun vera að sömu stærð og hæð og núverandi vatnstankur. Lóð stækkar til norðvesturs um 2.125 m², fer úr 2.134 m² í 4.258 m², og verður girt af með 2m hárri mannheldri girðingu á lóðarmörkum. Núverandi aðkoma helst óbreytt frá Landsenda en fyrirkomulag bílastæða breytist. Fallið er frá lóð fyrir fjarskiptamastur en gert verður ráð fyrir lóð fyrir fjarskiptamastur í deiliskipulagi Vatnsendahlíðar. Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 2. nóvember 2023.
    Á fundi skipulagsráðs þann 6. nóvember 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 23. janúar 2024, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 29. janúar 2024 var erindið lagt fram ásamt innsendum athugasemdum. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. febrúar 2024 ásamt uppfærðum uppdrættir dags. 2. febrúar 2024 þar sem bætt er við greinargerð.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 158 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 2. febrúar 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.2402001F - Menntaráð - 125. fundur frá 01.02.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:37.