Bæjarráð

3167. fundur 14. mars 2024 kl. 07:45 - 09:45 í Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhúsi
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Matthías Hjartarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.24031665 - Uppfærsla á sorphirðusamþykkt Kópavogsbæjar

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 11.03.2024, lögð fram uppfærð samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ í kjölfar breytinga á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur framlögð drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ í kjölfar breytinga á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:01

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2401084 - Vinnuskóli 2024

Frá verkefnastjóra umhverfissviðs, dags. 08.03.2024, lagðar fram tillögur um laun og vinnutíma vinnuskóla Kópavogs 2024. Tillögunni fylgir starfsáætlun vinnuskóla 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur um laun og vinnutíma.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.24031219 - Menntasvið-Ráðning skólastjóra Kóraskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 07.03.2024, lögð fram tillaga og rökstuðningur vegna ráðningar í stöðu skólastjóra Kóraskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ráða Heimi Eyvindarson í starf skólastjóra Kóraskóla.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24031213 - Menntasvið-Ráðning skólastjóra Hörðuvallaskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 07.03.2024, lögð fram tillaga og rökstuðningur vegna ráðningar í stöðu skólastjóra Hörðuvallaskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ráða Sigrúnu Ólöfu Ingólfsdóttur í starf skólastjóra Hörðuvallaskóla.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.24031214 - Menntasvið-Ráðning skólastjóra Lindaskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 07.03.2024, lögð fram tillaga og rökstuðningur vegna ráðningar í stöðu skólastjóra Lindaskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Margréti Ármann í starf skólastjóra Lindaskóla.

Ýmis erindi

6.24031492 - Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.03.2024, lögð fram áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirrituð fagna því að langtíma kjarasamningar hafi tekist á almennum vinnumarkaði og vonandi skapast svigrúm til að lækka verðbólgu og vexti og ná fram stöðugleika fyrir heimilin í landinu. Kópavogsbær mun sannarlega leggja sitt af mörkum til að árangur náist í þeim efnum.

Mikilvægt er að sveitarfélögin fái svigrúm til að meta heildaráhrif kjarasamninganna, þannig að þau séu upplýst og geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir um sína þátttöku þegar kemur að útfærslu skólamáltíða og annarra ákvæða samninganna sem snúa að sveitarfélögunum."

Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Kolbeinn Reginsson


Ýmis erindi

7.24031673 - Styrkbeiðni varðandi norræna menningarhátíð heyrnarlausra árið 2026 á Íslandi og Norrænt döff mót eldri borgara

Frá Félagi Heyrnarlausra, dags. 11.03.2024, lögð fram beiðni til bæjarráðs þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300 -500 þúsund til að halda Norrænt mót fyrir döff eldri borgara 2025 og Norrænt menningarmót heyrnarlausra 2026.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu lista- og menningarráðs.

Ýmis erindi

8.24031670 - Erindi varðandi fjárhagslegan stuðning í verkefni tengt dýravelferð

Frá dýravelferðarsamtökunum Björgum dýrum í neyð, dags. 11.03.2024, lögð fram beiðni um styrk í verkefni tengt fóðrun vatnafugla í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að styrkja verkefnið um kr. 100.000,-

Fundargerðir nefnda

9.2402005F - Lista- og menningarráð - 161. fundur frá 06.03.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.24031205 - Fundargerð 574. fundar stjórnar SSH frá 04.03.2024

Fundargerð 574. fundar stjórnar SSH frá 04.03.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.24031225 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 07.02.2024

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 07.02.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.24031682 - Fundargerð 115. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 07.03.2024

Fundargerð 115. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 07.03.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.24031795 - Fundargerð 125. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 08.03.2024

Fundargerð 125. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 08.03.2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:45.