Bæjarráð

2739. fundur 14. ágúst 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
  • Sverrir Óskarsson varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Í fjarveri formanns og varaformanns bæjarráðs setti starfsaldursforseti Ármann Kr. Ólafsson fund og lagði til að Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar, stýrði fundi. Var það samþykkt.

1.1407007 - Félagsmálaráð, 12. ágúst

1374. fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

2.1407009 - Skipulagsnefnd, 28. júlí

1242. fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

3.1404593 - Þinghólsbraut 55. Viðbygging og stækkun bílskúrs.

Á fundi skipulagsnefndar 28. júlí 2014 var lagt fram að nýju erindi Davíðs Pitt, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 6.5.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var erindinu frestað. Í breytingunni felst að stækkað er við bílskúr á norðvestur horni lóðar um 32m2 í átt að götu og þak bílskúrs hækkað um 1,2-1,6m. Við breytingu detta tvö bílastæði innan lóðar út en í stað þeirra verða tvö bílastæði við austurhlið bílskúrs innan lóðar. Á suðvestur horni íbúðarhúss er kjallari stækkaður um 4 metra til suðurs eða 20m2. Ofan á viðbyggingu verða svalir. Einnig er sótt um að reisa 120m2 nýbyggingu á suðvestur hluta lóðar, þrjá metra frá lóðamörkum Þinghólsbrautar 57 sbr. uppdrætti dags. 10. júní 2014. Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

4.1407207 - Þverbrekka 8. Breytt notkun húsnæðis


Á fundi skipulagsnefndar 28. júlí 2014 var lagt fram erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 25.6.2014. Óskað er eftir að breyta núverandi verslunarhúsnæði í fjölbýlishús með 14 íbúðum alls. Byggð verður ein hæð ofan á núverandi hús, á 1. hæð verða sex íbúðir, 63m2 að stærð og á 2. hæð verða átta íbúðir. Í kjallara verða átta bílastæði sbr. erindi dags. 25.6.2014. Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

5.1405033 - Kársnesbraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Freys Frostasonar, arkitekts, dags. 5.5.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu skipulagi lóðarinnar við Kársnesbraut 7. Í breytingunni felst að á lóðinni verðir byggð tvö þriggja hæða hús með inndreginni efstu hæð að hluta með 10 íbúðum alls. Íbúðirnar eru um 85m2, 3ja herbergja íbúðir með 2 stærri íbúðum á efstu hæðum sem eru 125m2 hvor. Geymslur eru í kjallara og bílastæði eru 1,5 bílastæði á íbúð á lóð. Hluti bílastæða er í bílskýli undir húsinu sem er í suðurhluta lóðar. Aðkoma frá Kársnesbraut. Heildarbyggingarmagn er ráðgert 930m2 og nýtingarhlutfall 0,53 sbr. erindi dags. 5.5.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var erindinu frestað.
Lagt fram að nýju ásamt greinargerð vegna umferðar og hjólastígs frá Vinnustofunni Þverá, unnin fyrir lóðarhafa, dags. 4.7.2014. Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

6.1403264 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.

Frá bæjarráði: Lagt fram að nýju erindi Fagsmíðar ehf., dags. 13.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Löngubrekku 2. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um tvær frá samþykktu deiliskipulagi og verða fimm í heildina. Á lóð verða 10 bílastæði, tvö þeirra með aðkomu frá Löngubrekku en átta frá Laufbrekku. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,7. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 11 og 13; Laufbrekku 1, 1a og 3; Lyngbrekku 1, 1a og 2. Kynningu lauk 2.5.2014. Athugasemdir bárust frá: Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 28.3.2014; Frá íbúum við Löngubrekku, Hjallabrekku, Lyngbrekku og Laufbrekku, alls 25 undirskriftir, dags. 2.5.2014; Frá Kristjáni Kristjánssyni, Löngubrekku 5, dags. 30.4.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var málinu hafnað og vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 22.5.2014 var málinu frestað og á fundi bæjarráðs 5.6.2014 var málinu vísað aftur til úrvinnslu skipulagsnefndar.
Lagt fram að nýju ásamt tillögu lóðarhafa Löngubrekku 2 þar sem komið er frekar til móts við innsendar athugasemdir. Heildarbyggingarmagn verður 512m2 og nýtingarhlutfall verður 0,65. Bílastæði við Löngubrekku verða áfram tvö, líkt og í gildandi deiliskipulagi sbr. uppdráttum dags. í júlí 2014.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum, dags. í júlí 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

Birkir Jón Jónsson tekur undir bókun Kristins Dags Gissurarsonar undir þessum lið.

7.1312114 - Hlíðarvegur 43-45. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 13.3.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hlíðarvegar 43 og 45. Í breytingunni felst að lóðirnar tvær verða sameinaðar og á nýrri lóð verður reist tveggja hæða hús með sex íbúðum. Bílakjallari fyrir 12 bíla verður undir húsinu sbr. uppdráttum dags. 13.3.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hlíðarveg 37, 39, 41, 44, 46, 48, 49, 50, 52, 54 og 56 ásamt Hrauntungu 60, 62, 64, 66, 77 og 85. Einn nefndarmaður sat hjá. Kynningu lauk 19.6.2014. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma frá íbúum við Hrauntungu 60, 62, 64, 66, 77, 85 Hlíðarvegi 37, 39, 41, 44, 46, 49, 48, 50, 54, 56 sbr. erindi dags. 6. júní 2014; Einari Kristjáni Jónssyni, Hrauntungu 79, sbr. erindi dags. 18. júní 2014; Guðmundi Tómasi Guðmundssyni og Sólbjörtu Aðalsteinsdóttur, Hlíðarvegi 41, sbr. erindi ódags; Hjalta Jóni Pálssyni, Hlíðarvegi 41 sbr. erindi dags. 19. júní 2014 og Óskari Ó. Arasyni og Hilmari Inga Ómarssyni fh. íbúa að Hrauntungu 62 og 64 sbr. erindi dags. 6. júní 2014. Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

8.1404312 - Markavegur 2, 3 og 4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Valdemarssonar, lóðarhafa Markavegar 2-3 og 4, dags. 10.4.2014. Óskað er eftir að lóð að Markavegi 4 verði stækkuð um 5 metra, úr 20m í 25m og að það verði tekið af lóð nr. 2-3. Lóð nr. 2-3 verði þannig minnkuð um 5m. Á lóð nr. 4 verði hæðarkóti hækkaður um 20cm eða úr 101,6 í 101,8 og breiddin verði 12,25m í stað 12m. Með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum að Markarvegi 1, Heimsenda 4, 6 og 8. Kynningu lauk 1. júlí 2014. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Jónasi Fr. Jónssyni hdl. fh. lóðarhafa Markarvegi 1sbr. erindi dags. 30. júní 2014.
Ennfremur lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 25. júlí 2014 í mkv. 1:500 og 1:2000 ásamt greinargerð. Í tillögunni er fallið frá kynntum breytingum að Markarvegi 2 (aðliggjandi lóð við Markarveg 1) að öðru leyti en því að lóðin er stækkuð til austurs, þ.e. frá Markarvegi 1, og verður liðlega 1000 m2 að flatarmáli í stað 675 m2. Fyrirhugað hús að Markarvegi 3 sem samkvæmt gildandi deiliskipulagi er áfast Markarvegi 2 færist austar og verður áfast fyrirhuguðu húsi að Markarvegi 4. Fallið er frá kynntri tillögu að hækkun hæðakóta Markarvegar 2 svo og breikkun hússins.
Að fenginni umsögn frá lögfræðideild Kópavogs samþykkir skipulagsnefnd framlagða breytingartillögu dags. 25. júlí 2014 þar sem komið er til móts við athugasemdir er varða hæðarkóta og byggingarreit Markavegar 2 sem bárust á kynningartíma. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

9.1308322 - Þinghólsbraut 63. Viðbygging.

Lagt fram að nýju erindi arkitektastofunnar Kurt og Pí f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að byggð er bílageymsla á norðvestur horni hússins og svalir þar framan við sem tengjast núverandi svölum. Núverandi stigi niður í garð er endurgerður. Innbyggð sorpgeymsla er á austurhlið bílageymslu. Undir bílageymslu er geymsla með dyrum til suðurs en einnig er innangengt í hana úr núverandi geymslu. Jafnframt er gluggum breytt á vesturhlið. Allur frágangur og efnisval viðbyggingar er í samræmi við núverandi hús sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 30.7.2013. Á fundi skipulagsnefndar 27. ágúst 2013 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 61, 62, 64, 65 og 66. Kynningu lauk 10. október 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar, dags. 5. nóvember 2013. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var lögð fram breytt tillaga þar sem þak bílskúrs er lækkað um 1,1m. Tillagan var samþykkt og henni vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 27.5.2014 var erindinu vísað aftur til úrvinnslu skipulagsnefndar. Greint frá samráðsfundi sem haldinn var með aðilum máls 2.6.2014.

Skipulagsnefnd staðfestir samþykkt nefndarinnar frá 20. maí 2014 þar sem framlögð tillaga dags. 30. júlí 2013 var samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

10.1401107 - Stjórn SSH, 11. ágúst

404. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

11.1407010 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 29. júlí

52. fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

12.1407237 - Vinir Vífilsfells - Óskað eftir samstarfi

Lagt fram erindi Sigurðar Sigurðarsonar, dags. 26.5.2014 þar sem óskað er eftir samstarfi við Kópavogsbæ varðandi málefni Vífilsfells.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar framtaki Vina Vífilsfells og samþykkir erindið. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar fyrirhuguðum kostnaði varðandi fyrstu sex þætti erindisins til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og óskar eftir kostnaðarumsögn.

13.1408196 - Afmælisnefnd vegna 60 ára afmælis Kópavogsbæjar

Tillaga um skipan afmælisnefndar frá Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra:
"Í tilefni af því að Kópavogsbær verður 60 ára þann 11. maí á næsta ári er lagt til við bæjarráð að stofnuð verði sérstök afmælisnefnd undir formennsku bæjarstjóra. Skipa skal þrjá úr meirihluta og þrjá úr minnihluta með auknu vægi formanns ef atkvæði falla jafnt. Tilnefningar skulu liggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Ármann Kr. Ólafsson"
Bæjarráð samþykkir tillöguna einróma.

14.1408197 - Greinargerð um fjölgun eldri borgara

Tillaga um greinargerð um fjölgun eldri borgara, frá Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra:
"Bæjarráð felur félagsmálastjóra að taka saman greinargerð um vænta fjölgun eldri borgara í Kópavogi til ársins 2024. Taka skal mið af íbúasamsetningu og fólksfjölgun eins og hún er sett fram í nýsamþykktu aðalskipulagi bæjarins. Þá skal lagt mat á það hversu mörg hjúkrunarrými þurfa að bætast við í bænum og hversu mikil hlutfallsleg kostnaðaraukning þurfi að verða í málaflokknum miðað við sama þjónustustig. Þá skal einnig leggja mat á það hvort þjónustan þurfi að breytast og þá hvernig og hvort því fylgi aukinn kostnaður.
Ármann Kr. Ólafsson"
Bæjarráð samþykkir tillöguna einróma.

15.1408201 - Staða byggingarframkvæmda

Tillaga frá Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, um stöðu byggingarframkvæmda:
"Bæjarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að gera grein fyrir stöðu framkvæmda á lóðum og fjölda úthlutaðra lóða, þar sem ekki hefur verið sótt um byggingarleyfi.
Ármann Kr. Ólafsson"
Bæjarráð samþykkir tillöguna einróma.

16.1408202 - Framkvæmdir við Sunnuhlið. Fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni

Pétur Hrafn Sigurðsson spurðist fyrir um stöðu framkvæmda við Sunnuhlíð og hvort úttekt þriðja aðila hafi farið fram.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, svaraði fyrirspurninni og að úttekt liggi fyrir.

17.1408203 - Heiti hringtorga. Tillaga frá Pétri Hrafni Sigurðssyni

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði til að heitum hringtorga verði breytt og þau beri í nafni sínu torg.
Bæjarráð óskar eftir umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs.

18.1408204 - Ráðningarsamningur við bæjarstjóra. Fyrirspurn frá bæjarráðsfulltrúm minnihlutans

Bæjarráðsfulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Hvað líður gerð ráðningarsamnings við bæjarstjóra?
Birkir Jón Jónsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson"
Lagt fram.

19.1406552 - Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni um uppbyggingu hundagerðis í Kópavogi

Birkir Jón Jónsson ítrekaði fyrirspurn sína um hundagerði.
Lagt fram.

20.1407550 - Smáratorg-Turninn 20.hæð, Múlakaffi ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 29. júlí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 28. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Múlakaffi ehf., kt. 660772-0229, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús og veislusali í flokki III, á staðnum Turninn 20. hæð, Smáratorgi, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag. Sótt er um afgreiðslutíma sem er lengri en ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir gerir ráð fyrir, eða til kl. 01:00 um virka daga í staðinn fyrir til kl. 23:30.

21.1407551 - Smáratorg-Turninn 19.hæð, T veitingar ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 29. júlí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 28. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn T veitingar ehf., kt. 560714-0680, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús og veislusali í flokki III, á staðnum Turninn 19. hæð, Smáratorgi, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag. Sótt er um afgreiðslutíma sem er lengri en ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir gerir ráð fyrir, eða til kl. 01:00 um virka daga í staðinn fyrir til kl. 23:30.

22.1407553 - Smáralind-Local, Local ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 29. júlí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 29. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Local ehf., kt. 540313-1990, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús og veitingastofu og greiðasölu í flokki II, á staðnum LOCAL, í Smáralind, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

23.1408009 - Dalvegur 16A, Norðfjörð ehf. (Hamborgarabúlla Tómasar). Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt reks

Frá lögfræðideild, dags. 5. ágúst, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 1. ágúst, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Norðfjörð ehf., kt. 700305-0660, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús í flokki II, á staðnum Hamborgarabúlla Tómasar, að Dalvegi 16A, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

24.1407089 - Gæðastefna Kópavogs 2014

Frá gæðastjóra, dags. 2. júlí, lögð fram tillaga gæðaráðs um að bæjarráð samþykki gæðastefnu Kópavogs fyrir 2014 óbreytta frá fyrra ári.
Bæjarráð samþykkir tillögu gæðaráðs og samþykkir gæðastefnu Kópavogs 2014 óbreytta frá 2013.

Bæjarráð felur sviðsstjórum að kynna gæðastefnu fyrir nefndum bæjarins.

Gæðastjóri sat fundinn undir þessum lið.

25.1408026 - Örvasalir 1. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 12. ágúst, umsögn um umsókn um lóðina Örvasalir 1 frá Andra Þór Gestssyni kt. 110174-3579. Umsækjandi hefur skilað inn afriti skattframtals 2014 og yfirlýsingu banka. Umsækjandi er skuldlaus við bæjarsjóð.
Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.
Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar Örvasalir 1 til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir að gefa Andra Þór Gestssyni, kt. 110174-3579, kost á byggingarrétti á lóðinni Örvasölum 1.

26.1102649 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, endurskoðun

Fulltrúi frá SSH mætir til fundar.
Fulltrúi stýrihóps um endurskoðun á vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu kynnti verkefnið og tillögur hópsins.

Bæjarráð vísar afgreiðslu tillögunnar til bæjarstjórnar en til kynningar í umhverfis- og samgöngunefnd og skipulagsnefnd.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

27.1312157 - Ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. júlí, ályktanir 9. fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA um loftslags- og orkumál og málefni norðurslóða.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til kynningar.

28.1408005 - Dalvegur 4. Krafa um hringtorg til að auðvelda aðkomu. Undirskriftalisti

Frá Reyni bakara, dags. 31. júlí, óskað eftir hringtorgi við Dalveg 4 vegna aukinnar umferðar um bílastæðin við Dalveg 2-14.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

29.1408102 - Heimsókn embættismanna september 2014

Frá vinabænum Wuhan, Kína, dags. 25. júlí, varðandi fyrirhugaða heimsókn embættismanna frá Wuhan.
Bæjarráð vísar erindinu til forsætisnefndar til afgreiðslu.

30.1408137 - 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Frá afmælisnefnd 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, dags. 5. ágúst.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðssstjóra menntasviðs og bæjarritara til úrvinnslu.

31.1407011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 24. júlí

122. fundargerð í 5 liðum.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

32.1407012 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 31. júlí

123. fundargerð í 4 liðum.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

33.1408001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 7. ágúst

124. fundargerð í 4 liðum.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

Fundi slitið.