Bæjarráð

2558. fundur 12. ágúst 2010 kl. 08:00 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1007008 - Félagsmálaráð 22/7

1287. fundur

2.1008002 - Íþrótta- og tómstundaráð 10/8

253. fundur

3.1008054 - Gunnarshólmi, Gunnarshólmi guesthouse. Beiðni um umsögn um umsókn til að reka gististað

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 3. ágúst 2010, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Gunnarshólma guesthouse sf., kt. 550610-0430, um leyfi til að reka heimagistingu að Gunnarshólma, 203 Kópavogi. Umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 3. gr. laga nr. 85/2007.


Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

4.806266 - Funahvarf 2. Vatnsendaskóli.

Frá sviðsstjóra og deildarstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 6/8, óskað er heimildar bæjarráðs til að semja við SÞ verktaka ehf. um uppsteypu og fullnaðarfrágang 4. áfanga Vatnsendaskóla.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

5.1006220 - Landsendi 7-9. Beiðni um flutning hesthúss frá Þokkaholti 4

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 3/8, umsögn dags. 3/8, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 23/6, varðandi beiðni um flutning hesthúss. Mælt er með að Sveini Alfreð Reynissyni verði heimilað að flytja hesthús af lóðinni Þokkaholti 4. Uppsetning þess að Landsenda 7 - 9 er háð samþykki byggingarnefndar.

Bæjarráð samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki byggingarnefndar.

6.1008031 - Staða leikskólastjóra í Fífusölum

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs og leikskólafulltrúa, dags. 3/8, varðandi stöðu leikskólastjóra í Fífusölum. Óskað er eftir að Erla Stefanía Magnúsdóttir, sem gegnt hefur starfi leikskólastjóra í eitt ár í afleysingum, verði færð úr stöðu sérkennsluráðgjafa á fræðsluskrifstofu í stöðu leikskólastjóra í Fífusölum.

Bæjarráð samþykkir tillögu um tilfærslu í starfi.

7.902285 - Innanhússmál - Ábendingakerfi

Frá bæjarritara, dags. 11/8, yfirlit yfir ábendingar sem borist hafa frá íbúum bæjarins í gegnum S5 gæðakerfi Kópavogs.

Lagt fram.

8.1003275 - Umhverfisviðurkenningar 2010

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 10/8, lögð fram tillaga umhverfisráðs Kópavogs að ""Götu ársins 2010"".

Bæjarráð samþykkir tillögu að götu ársins.

9.1003275 - Umhverfisviðurkenningar 2010

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 10/8, lögð fram tillaga umhverfisráðs Kópavogs um sérstaka heiðursviðurkenningu bæjarstjórnar og umhverfisráðs, ""Umhverfi og samfélag"".

Bæjarráð samþykkir tillögu um heiðursviðurkenningu.

10.1008043 - Skýrsla með tillögum að breytingum á gildandi laga- og reglugerðarákvæðum um Jöfnunarsjóð sveitarfél

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 28/7, varðandi endurskoðun, sem nú er lokið á gildandi laga- og reglugerðarákvæði um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Lagt fram.

11.1002089 - Vinnuslys maí 2008.

Frá Lögmönnum Árbæ slf., dags. 26/7, varðandi vinnuslys fyrrum starfsmanns Kópavogsbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

12.1007212 - Bílaumferð við Kópavogsbraut og Hafnarfjarðarveg

Frá Ólafi Runólfssyni, dags. 20/7, varðandi hljóðmön milli Sunnuhlíðar og Hafnarfjarðarvegar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu. 

13.1007183 - Aflakór. Hraðahindrun.

Frá íbúum við Aflakór, dags. 18/7, óskað er eftir hraðahindrunum í Aflakór.

Bæjarráð vísar erindinu til umferðarnefndar til afgreiðslu.

14.1008058 - Áskorun til sveitarfélaga um að gera réttmæta leiðréttingu á launum

Frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 6/8, varðandi réttmæta leiðréttingu á launum félagsmanna.

Lagt fram.

15.1008086 - Heimsendi 1. Kauptilboð

Frá Trausta Finnbogasyni, dags. 5/8, tilboð í hesthúshlut í eigu Kópavogsbæjar, Heimsenda 1.

Bæjarráð hafnar erindinu.

16.1007181 - Kynning á starfsemi Alta

Frá Alta, ráðgjafarfyrirtæki, dags. 21/6. Nýjum sveitarstjórnum kynnt starfsemi fyrirtækisins.

Lagt fram.

17.1008077 - Örvasalir 4. Lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 11/8, lóðarumsókn.
Árni J. Valsson og Halldóra Harðardóttir ásamt Berglindi Ósk Guðmundsdóttur og Arnóri Gunnarssyni, sækja um lóðina að Örvasölum 4.
Mælt er með að Berglindi Ósk Guðmundsdóttur og Arnóri Gunnarssyni verði úthlutað lóðinni að Örvasölum 4.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Berglindi Ósk Guðmundsdóttur og Arnóri Gunnarssyni byggingarrétti á lóðinni að Örvasölum 4.

 

 

18.1008097 - Dalaþing 25. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 11/8, lóðarumsókn.
Árni J. Valsson og Halldóra Harðardóttir sækja um lóðina að Dalaþingi 25.
Mælt er með því að Árna J. Valssyni og Halldóru Harðardóttur verði gefinn kostur á úthlutun á lóðinni Dalaþing 25.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Árna J. Valssyni og Halldóru Harðardóttur byggingarrétti á lóðinni að Dalaþingi 25.

19.1008104 - Kosningar í nefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

Kosning tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í nefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

Aðalamenn:

Guðný Dóra Gestsdóttir

Birgir H. Sigurðsson

Varamenn:

Árni Bragason

Smári Smárason

20.1008085 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ársskýrsla 2009.

Lagt fram.

21.1007197 - Tillaga um niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Tekin fyrir tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks sem frestað var á síðasta fundi ráðsins.

Bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og skipulags- og umhverfissviðs.

 

Ármann Kr. Ólafsson óskar eftir upplýsingum um hve viðbótargatnagerðargjöld námu hárri upphæð á árinu 2009 og það sem af er árinu 2010.

22.1008105 - Staða mála í kjaraviðræðum við slökkviliðs- og sjúkraflutningsmenn

Á fundinn mættu Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Þorsteinn Einarsson, starfsmannastjóri, og gerðu grein fyrir stöðu mála í kjaraviðræðum við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn.

23.1008107 - Hamraborgarhátíð

Rannveig Ásgeirsdóttir gerði grein fyrir undirbúningi að Hamraborgarhátíð sem fram fer þann 28. ágúst nk.

Fundi slitið - kl. 10:15.