Bæjarstjórn

1188. fundur 22. janúar 2019 kl. 16:35 - 19:05 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Fundur hófst kl. 16.35 vegna bilunar í útsendingarbúnaði.

Önnur mál fundargerðir

1.1901018F - Bæjarráð - 2941. fundur frá 10.01.2019

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.
  • 1.1 1812444 Brunavarnaáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Ósk um að fá að kynna áætlunina fyrir bæjarstjórn
    Frá bæjarstjóra, kynning á nýrri brunavarnaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaða Bæjarráð - 2941 Bæjarráð samþykkti eftirfarandi ályktun með fimm atkvæðum:
    Brunavarnaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins undirstrikar hversu aðkallandi og í raun lífsnauðsynlegur Arnarnesvegurinn er fyrir Kópavog og nágrannasveitarfélög. Ljóst er að vegurinn er eina leiðin til að hægt sé að tryggja eðlilegan útkallstíma slökkviliðs og sjúkrabíla í stórum hluta Kópavogs. Bæjarráð Kópavogs ítrekar áskorun til Alþingismanna að tryggja að staðið verði við Samgönguáætlun 2011-2023 um að Arnarnesvegur sé lagður á árunum 2019-2023.

    Bæjarráð vísar afgreiðslu brunavarnaráætlunar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir brunavarnaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins með 11 atkvæðum.
  • 1.7 1811397 Útboð Vallarlýsing Kópavogs- og Kóravöllur
    Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 7. janúar, lagðar fram niðurstöður útboðs um vallarlýsingu á æfingavöll við Kórinn og Kópavogsvöll. Lagt er til að samið verði við Megatron ehf. um uppsetningu á 200 LUX lýsingu á Kóravöll og 500 LUX lýsingu á Kópavogsvöll. Niðurstaða Bæjarráð - 2941 Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Péturs Hrafns Sigurðssonar að samið verði við Megatron ehf. um uppsetningu á 200 LUX lýsingu á Kóravöll og 500 LUX lýsingu á Kópavogsvöll.

    Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    "Undirritaður telur ekki skynsamlegt að miða við lágmarkskröfur er varðar lýsingu á Kópavogsvöll sem er aðalleikvangur bæjarins. Mannvirkjunum er ætlað að nýtast næstu áratugi. Hætta er á að slíkar kröfur verði úreltar eftir nokkur ár og situr þá Kópavogur uppi með lýsingu sem ekki mætir kröfum nútímans. Eðlilegra er að miða lýsingarkröfur við 800 lux.
    Pétur Hrafn Sigurðsson"

    Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
    "Ákvörðun um lýsingu stenst þær kröfur sem gerðar eru til lýsingar á knattspyrnuvöllum.
    Ármann Kr. Ólafsson"
    Niðurstaða Einar Örn Þorvarðarson lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Lagt er til að ákvörðun um lýsingu á Kópavogsvelli verði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar.
    Einar Örn Þorvarðarson"

    Hlé var gert á fundi kl. 18:18. Fundi var fram haldið kl. 18:40.

    Tillaga Einars Arnar Þorvarðarssonar um frestun var felld með sex atkvæðum þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Johnson, Guðmundar Geirdal og Birkis Jóns Jónssonar, en fimm greiddu atkvæði með henni, þau Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Theódóra Þorsteinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.

    Fulltrúar Samfylkingar, BF-Viðreisnar og Pírata lögðu fram eftirfarandi bókun:
    "Það er hreint með ólíkindum að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli ekki geta fallist á að fresta málinu milli funda bæjarstjórnar meðan það er kannað hvort og þá hvaða kostnaður felst í því að hækka möstrin um tvo metra og þannig gera möstrin þannig úr garði að auðvelt verði að bregðast við auknum kröfum í framtíðinni.
    Þessi afgreiðsla tryggir að ekki verður hægt að bregðast við auknum kröfum í framtíðinni öðruvísi en að taka möstrin niður og byggja ný.
    "Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Theódóra Þorsteinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

    Hlé var gert á fundi kl. 18:42. Fundi var fram haldið kl. 18:45.

    Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
    "Tillaga minnihlutans er ekki í samræmi við útboð og því yrðu tafirnar meira en hálfur mánuður.
    Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson, Guðmundur Geirdal, Birkir Jón Jónsson"
  • 1.10 1901120 Samþykkt tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins við Álfsnes. Óskað eftir afgreiðslu aðildarsveitarfélaga
    Frá SSH, dags. 4. janúar, lögð fram til samþykktar tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem svæðisskipulagsnefnd vísaði til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga á fundi sínum þann 14. desember sl. Niðurstaða Bæjarráð - 2941 Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.1901026F - Bæjarráð - 2942. fundur frá 17.01.2019

Fundargerð í 21 lið.
  • 2.3 1811485 Marbakkabraut 9. Óskað eftir lækkun gatnagerðagjalda og dreifingu greiðslna án viðbótarkostnaðar
    Frá bæjarlögmanni, dags. 4. desember, lögð fram umsögn um beiðni lóðarhafa Marbakkabrautar 9 um lækkun á gatnagerðargjöldum og dreifingu greiðslna án viðbótarkostnaðar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi sínum þann 6. desember sl. Niðurstaða Bæjarráð - 2942 Hlé var gert á fundi kl. 10.03. Fundi var fram haldið kl. 10.04.

    Bæjarráð hafnar erindi lóðarhafa Marbakkabrautar 9 um lækkun á gatnagerðargjöldum með þremur atkvæðum gegn tveimur. Birkir Jón Jónsson, Karen Halldórsdóttir og Hjördís Ýr Johnson greiddu atkvæði gegn erindinu en Pétur Hrafn Sigurðsson og Theódóra Þorsteinsdóttir greiddu atkvæði með samþykkt þess.

    Bæjarráð hafnar erindi um dreifingu greiðslna án viðbótarkostnaðar með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir erindi lóðarhafa Marbakkabrautar 9 um lækkun á gatnagerðargjöldum með fimm atkvæðum þeirra Péturs Hrafns Sigurðssonar, Bergljótar Kristinsdóttur, Theódóru Þorsteinsdóttur, Einars Arnar Þorvarðarsonar og Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur gegn atkvæðum þeirra Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Johnson, Guðmundar Geirdal og Birkis Jóns Jónssonar. Ármann Kr. Ólafsson og Margrét Friðriksdóttir greiddu ekki atkvæði.

    Karen Elísabet Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal og Birkir Jón Jónsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
    "Það er mikilvægt að bæjarfulltrúar gæti jafnræðis í öllum málum og fram að þessu hefur beiðnum sem þessum verið hafnað.
    Karen Elísabet Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal, Birkir Jón Jónsson"

Önnur mál fundargerðir

3.1901023F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 259. fundur frá 11.01.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum..

Önnur mál fundargerðir

4.1901027F - Forsætisnefnd - 130. fundur frá 17.01.2019

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1901016F - Leikskólanefnd - 102. fundur frá 10.01.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1812003F - Skipulagsráð - 42. fundur frá 07.01.2019

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.
  • 6.3 1811317 Langabrekka 1. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Huldu Jónsdóttur arkitekts fh. lóðarhafa Löngubrekku 1 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir byggingu á sólstofu við suðurhlið hússins, samtals 31 m2 að stærð. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 15. október 2018. Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2018 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 7. janúar 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 42 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.5 18081615 Bakkabraut 5D. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa Bakkabrautar 5 d þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á 120 m2 rými neðri hæðar úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði sbr. uppdrætti GLÁMA- KÍM arkitekta dags. 25. maí 2018. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var erindinu hafnað og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 11. desember 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 42 Fundarhlé kl. 17:19
    Fundi fram haldið kl. 17:29

    Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn Dagur Gissurarson og J. Júlíus Hafstein greiða atkvæði gegn erindinu.
    Niðurstaða Guðmundur Gísli Geirdal lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Ég legg til að mál varðandi Bakkabraut 5D verði vísað til umræðu í hafnarstjórn.
    Guðmundur Geirdal"

    Tillagan var felld með átta atkvæðum þeirra Margrétar Friðriksdóttir, Péturs Hrafns Sigurðssonar, Ármanns Kr. Ólafssonar, Hjördísar Ýr Johnson, Einars Arnar Þorvarðarsonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, og Bergljótar Kristinsdóttur en tveir greiddu atkvæði með, þau Karen Halldórsdóttir og Guðmundur Geirdal. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með níu atkvæðum gegn tveimur atkvæðum þeirra Karenar Halldórsdóttur og Guðmundar Geirdal.
  • 6.7 1802241 Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Krark arkitektar fh. lóðarhafa Dalvegar 32 að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að lóð stækkar inn á bæjarland í austurhluta skipulagssvæðisins um 1,254 m2/ og verður stærð lóðar efir breytingu 19.872 m2/. Byggingarreitur á miðri lóðinni minnkar og verður eftir breytingu 60x28 metrar. Byggingarreitur á austurhluta lóðar breytist og stækkar til vesturs og austurs en minnkar til norðurs og suðurs og verður 75x40 metrar. Hæð byggingarreitar breytist og verður 5 og 6 hæðir. Hámarks vegghæð og þakhæð verður 22.5 metrar. Þakform er frjálst. Hámarks byggingarmagn með kjöllurum og niðurgrafinni bílageymslu er 15.897 m2/. Aðkoma, fyrirkomulaga bílastæða og bílastæða krafa breytist og verður eitt stæði 100 m2/ í geymslurými, eitt stæði á hverja 50 m2/ í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2/ í verslunarrými. Að öðru leyti er vísað til gildandi deiliskipulags fyrir Dalveg birt í B- deild Stjórnartíðinda 4. október 2007 og samþykkt af bæjarstjórn 13. júlí 2007 m.s.br. birt í B- deild 6. des. 2017 og 8. júní 2018. Á fundi skipulagsráðs 3. desember sl. var afgreiðslu erindisins frestað. Niðurstaða Skipulagsráð - 42 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.13 1901120 Samþykkt tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins við Álfsnes. Óskað eftir afgreiðslu aðildarsveitarfélaga
    Lagt fram erindi Hrafnkells Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 4. janúar 2019 um breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 er varðar legu vaxtarmarka milli þéttbýlis og dreifbýlis á Álfsnesi. Með breytingunni verður rými fyrir uppbyggingu og þróun efnisvinnslusvæðis sem staðsett yrði við jaðar núverandi iðnaðarsvæðis á Álfsnesi. Tilefni breytingarinnar eru áform Reykjavíkurborgar um færslu á starfssemi Björgunar frá Sævarhöfða. Niðurstaða Skipulagsráð - 42 Skipulagsráð samþykkir tillöguna í samræmi við 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum með vísan til afgreiðslu sama erindis fyrr á fundinum.

Önnur mál fundargerðir

7.1901243 - Fundargerð 402. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.01.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1901085 - Fundargerð 297. fundar stjórnar Strætó bs. frá 21.12.2018

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1812013F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 108. fundur frá 21.12.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1901012F - Ungmennaráð - 7. fundur frá 14.01.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1901022F - Velferðarráð - 38. fundur frá 14.01.2019

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.
  • 11.9 1811127 Sérstakur húsnæðisstuðningur - Íbúðalánasjóður
    Lagt fram til afgreiðslu Niðurstaða Velferðarráð - 38 Velferðarráð samþykkti framlagðar breytingartillögur fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu velferðarráðs með 11 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:05.