Bæjarstjórn

1221. fundur 22. september 2020 kl. 16:00 - 21:54 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Bæjarstjóri fer yfir viðbrögð við Covid-19 faraldrinum í Kópvogi.

Önnur mál fundargerðir

2.2009002F - Bæjarráð - 3014. fundur frá 10.09.2020

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 17:55, fundi fram haldið kl. 18:17
Fundarhlé hófst kl. 19:30, fundi fram haldið kl. 19:33
  • 2.5 2009055 Markavegur 7, afturköllun lóðarúthlutunar.
    Frá bæjarlögmanni, dags. 7. september, lagt fram erindi þar sem lagt er til að úthlutun lóðarinnar Markavegar 7 verði afturkölluð þar sem lóðagjöld hafa ekki verið greidd þrátt fyrir ítrekun þar um. Niðurstaða Bæjarráð - 3014 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir afturköllun lóðarinnar með 11 atkvæðum.
  • 2.6 2009056 Markavegur 8, afturköllun lóðarúthlutunar.
    Frá bæjarlögmanni, dags. 7. september, lagt fram erindi þar sem lagt er til að úthlutun lóðarinnar Markavegar 8 verði afturkölluð þar sem lóðargjöld hafa ekki verið greidd þrátt fyrir ítrekun þar um. Niðurstaða Bæjarráð - 3014 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir afturköllun lóðarinnar með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

3.2009008F - Bæjarráð - 3015. fundur frá 17.09.2020

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.
  • 3.2 2007117 Lómasalir 6, íbúð 0201, 224-4159, sala íbúðar
    Frá fjármálastjóra, dags. 15. september 2020, lögð fram beiðni um heimild til sölu á félagslegri íbúð að Lómasölum 6. Óskað er eftir að bæjarráð veiti fjármálastjóra heimild til að fullgilda kaupsamnning vegna sölu fasteignarinnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3015 Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum sölu íbúðarinnar.
  • 3.3 2007116 Vallakór 1-3, íbúð 0103 229-4898, sala íbúðar
    Frá fjármálastjóra, dags. 15. september 2020, lögð fram beiðni um heimild til sölu á félagslegri íbúð að Vallakór 1-3. Óskað er eftir að bæjarráð veiti fjármálastjóra heimild til að fullgilda kaupsamnning vegna sölu fasteignarinnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3015 Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum sölu íbúðarinnar.
  • 3.4 1903010 Traðarreitir. B29. Breytt aðalskipulag.
    Frá skipulagsráði, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, ásamt athugasemdum, tillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 fyrir Traðarreit - eystri (B29). Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, skólalóð Kópavogsskóla í vestur og Hávegi í norður. Skólatröð er hluti deiliskipulagssvæðis. Í gildandi aðalskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem íbúðarsvæði. Stærð skipulagssvæðisins er um 8.300 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955.
    Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir óbreyttri landnotkun en svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði þar sem byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í mars 2020 og uppdrætti dags. í mars 2020.Þá eru lagðar fram innsendar athugasemdir frá stofnunum, íbúum og hagsmunaaðilum. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn um innkomnar athugasemdir dags. 2. september 2020 ásamt fylgiskjölum.
    Skipulagsráð samþykkti framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 2. september 2020 á fundi sínum þann 7. september sl. og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði erindinu til næsta fundar á fundi sínum þann 10. september sl.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3015 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Sjá lið 12.10

Fundargerð

4.2009009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 299. fundur frá 10.09.2020

Fundargerði í 12 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.2009439 - Fundargerðir Barnaverndarnefndar

Fundir 107, 108 og 109.
Lagt fram.

Fundargerð

6.2009018F - Forsætisnefnd - 162. fundur frá 17.09.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2009054 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.08.20

Fundargerð í 79 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2009006F - Íþróttaráð - 105. fundur frá 15.09.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.
  • 8.3 20061079 Æfingatöflur veturinn 2020-2021 - Rammi til úthlutunar
    Á síðasta fundi íþróttaráðs komu framkvæmdastjórar Breiðabliks og HK á fundinn og óskuðu eftir því að bæjaryfirvöld endurskoði úthlutaðan tímaramma fyrir æfingar knattspyrnudeilda félaganna í Fífunni og Kórnum á komandi vetri.
    Í framhaldi af fundinum funduðu starfsmenn íþróttadeildar og formaður íþróttaráðs með félögunum þar sem þau lögðu fram meðfylgjandi gögn máli sínu til stuðnings.
    Lagðar fram tillögur íþróttadeildar um afnot knattspyrnudeilda HK og Breiðabliks af knattspyrnuvöllum og knatthúsum bæjarins á komandi tímabili (2020-2021). Jafnframt lagðar fram upplýsingar um þróun æfingatíma knattspyrnudeildanna á gervigrasvöllum bæjarins frá 2011-2020, yfirlit yfir leigutekjur knatthúsanna frá 2014 sem og áætlaðan tekjumissi vegna minni útleigu sem Kópavogsbær yrði fyrir, verði tillaga íþróttadeildar samþykkt.
    Niðurstaða Íþróttaráð - 105 Við undirbúning málsins hefur bæði HK og Breiðablik lagt fram ítarleg gögn um stöðu og þróun knattspyrnudeilda félaganna. Það er mat íþróttaráðs að gögnin séu vönduð og sýni fram á að ástæða er til að endurskoða úthlutun á tímum til afnota fyrir knattspyrnudeildirnar sem þeim hafði verið kynnt. Útskýringar félaganna draga fram þær aðstæður sem kalla á endurmat. Íþróttafulltrúi hefur lagt fyrir nefndina uppfærðar tillögur sem er ætlað að mæta óskum félagana svo til að öllu leyti.
    Íþróttaráð samþykkir tillöguna. Í ljósi þess að sú breytingatillaga sem hér um ræðir hefur fjárhagslega áhrif í för með sér þá vísar ráðið málinu til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
    Ráðið vekur hins vegar athygli á því að samkvæmt samantekt íþróttafulltrúa þá hefur fjöldi tíma til afnota fyrir knattspyrnudeild Breiðabliks hækkað úr 49 tímum yfir vetrartímabilið í 136 tíma á tímabilinu 2011 til 2020. Varðandi HK þá fjölgar tímum úr 39 tímum 2011 í 96 tíma 2020. Af þessu að dæma þá hefur tímum til umráða hjá knattspyrnudeildunum fjölgað umtalsvert enda hefur iðkendum fjölgað mikið hjá deildunum á þessu tímabili. Ber sú aukning vitnisburð um gott starf hjá félögunum og bindur íþróttaráð vonir við að svo verði áfram.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu íþróttaráðs með 11 atkvæðum.

Fundargerð

9.2009004F - Lista- og menningarráð - 116. fundur frá 10.09.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2008037F - Menntaráð - 65. fundur frá 01.09.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lögð fram.

Fundargerð

11.2009012F - Menntaráð - 66. fundur frá 15.09.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lögð fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2008003F - Skipulagsráð - 81. fundur frá 07.09.2020

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 12.5 2005626 Tillaga frá Pírötum, BF Viðreisn og Samfylkingunni um íbúaknnun og árangursmat. Niðurstöður íbúakönnunar í Glaðheimahverfi.
    Þóra Ásgeirsdóttir gerir grein fyrir niðurstöðum úr íbúakönnun fyrir Glaðheima. Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Lagt fram og kynnt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Lagt fram og kynnt.
  • 12.7 2002329 Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.
    Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var lögð fram og samþykkt tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Dalveg 20-28 og tillögu að nýrri legu tengibrautar milli Dalvegar og Reykjanesbrautar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs 23. júní 2020. Lagt fram bréf skipulagsstjóra dags. 2. júlí 2020 þar sem óskað er eftir því að Skipulagsstofnun afgreiði hjálagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Dalveg 20-28 og tillögu að tengibraut milli Dalvegar og Reykjanesbrautar með tilvísan í 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Þá lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. ágúst 2020 þar sem fram kemur að stofnunin geti ekki tekið afstöðu til erindisins og óski eftir rökstuðningi fyrir því að skilmálar deiliskipulagsins séu í samræmi við það ákvæði að yfirbragð byggðar falli að þeim svæðum sem eru í nágrenni þess, þar með talin heimild fyrir skilti ofan á byggingum. Jafnfram bendir stofnunin á áherslur Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins um vistvæna ferðamáta. Stofnunin telur einnig ástæðu til að settir séu viðeigandi skilmálar varðandi hjólastæði. Þá lagt fram bréf skipulags- og byggingardeildar dags. 17. ágúst 2020 til Skipulagsstofnar með svörum og rökstuðningi sbr. ofangreint ásamt erindi Skipulagsstofnunar dags. 3. september 2020 þar sem m.a kemur fram að stofnunin hafi yfirfarið framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

    Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020, br. 15. júní 2020 og 25. ágúst 2020 að breyttu deiliskipulagi við Dalveg 20 til 28 og tillögu að nýrri legu tengibrautar milli Dalvegar og Reykjanesbrautar með nýju hringtorgi við Dalveg með ofangreindum breytingu á skilmálum hvað varðar staðsetningu skilta ofan á þökum og staðsetningu hjólastæða á lóð.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum dags. 25. ágúst 2020 með 5 atkvæðum og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar, Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

    Bókun
    "Undirbúningur málsins er ekki nægilega vel unnin, gögn hafa komið seint fram,tölur um umferðarspá eru með umferð á uppstigningardag inni sem er óeðlilegt og jafnframt liggur ekki fyrir kostnaðar og framkvæmdaráætlun varðandi uppbyggingu á nauðsynlegum vegtengingum. Nýjar umferðartalningar sýna að umferð um Dalveg hefur aukist töluvert á einu ári milli mælinga.
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Einar Ö. Þorvarðarson
    Pétur H. Sigurðsson
    Bergljót Kristinsdóttir."

    Fundarhlé hófst kl. 19:55 fundi fram haldið kl. 20:27

    Bókun
    "Búið er að fara fimm sinnum í umferðartalningar á misjöfnum tímum og föstudagar taldir með sem að öllu jöfnu eru undanskildir í talningum. Þá er ekki tekið tillit til þess að Sorpa mun fara af Dalvegi sem dregur úr umferð. Samhliða uppbyggingu verður farið í vegtengingar innan skipulagssvæðisins.

    Samkvæmt síðustu niðurstöðu skýrslu VSÓ segir:
    „Er það mat ráðgjafa að athugasemd um að Dalvegur verði kominn yfir þolmörk eigi ekki við rök að styðjast. Niðurstöður greiningar sýna að gatan ráði við aukna umferð af fyrirhugaðri uppbyggingu“

    Margrét Friðriksdóttir
    Ármann Kr. Ólafsson
    Jón Finnbogason
    Andri S. Hilmarsson
    Birkir J. Jónsson
    Karen E. Halldórsdóttir"

    Fundarhlé hófst kl. 20:28 fundi fram haldið kl. 20:59

    Bókun:
    "Upplýsingar um að umferðarmælingar hefðu verið framkvæmdar í maí sl. bárust bæjarfulltrúum frá íbúum á svæðinu en niðurstöður þeirra höfðu þá ekki verið kynntar kjörnum fulltrúum. Enn ein umferðarmælingin barst nú bæjarfulltrúum með um sólarhringsfyrirvara fyrir fund bæjarstjórnar, sem er gagnrýnivert, og hafa bæjarfulltrúar þegar bent á galla á þeim mælingum, meðal annars út frá vegtengingum. Lítið er að marka bókun bæjarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um brotthvarf Sorpu af Dalvegi. Oddvitar meirihlutaflokka bæjarstjórnar Kópavogs hafa gengt formennsku í Sorpu og í stjórn SSH án þess að nokkuð hafi gerst í málefnum Sorpu á Dalvegi á kjörtímabilinu.
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Einar Ö. Þorvarðarson
    Pétur H. Sigurðsson
    Bergljót Kristinsdóttir"
  • 12.8 2002330 Dalvegur 30. Deiliskipulag.
    Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var lögð fram og samþykkt tillaga skipulags- og byggingardeildar að deiliskipulagi við Dalveg 30. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs 23. júní 2020.
    Lagt fram bréf skipulagsstjóra dags. 2. júlí 2020 þar sem óskað er eftir því að Skipulagsstofnun afgreiði hjálagða tillögu að deiliskipulagi við Dalveg 30 með tilvísan í 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Tillagan er nú lögð fram með breytingum vegna athugasemda frá Skipulagstofnun í bréfi dags. 6. ágúst 2020. Í bréfinu óskar Skipulagsstofnun eftir rökstuðningi fyrir því að skilmálar deiliskipulagsins séu í samræmi við þau markmið að yfirbragð byggðar falli að þeim svæðum sem eru í nágrenni þess, þar með talin heimild fyrir skilti ofan á byggingum. Jafnframt bendir stofnunin á áherslur Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins um vistvæna ferðamáta. Stofnunin telur einnig ástæðu til að settir séu viðeigandi skilmálar varðandi hjólastæði. Einnig skuli tekið fram að um nýtt deiliskipulag á lóðinni er að ræða.
    Þá lagt fram bréf skipulags- og byggingardeildar dags. 17. ágúst 2020 til Skipulagsstofnar með svörum og rökstuðningi. Skilmálum deiliskipulagsins hefur jafnframt verið breytt á þann hátt að ekki er lengur heimilt að koma fyrir skiltum ofan á byggingum og gert er ráð fyrir einu reiðhjólastæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði í skýli á lóð / eða innan bygginga sbr. lið 7 og breyttum deiliskipulagsuppdrætti. Þá lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 3. september 2020 þar sem ekki er gerð athugasemd við því að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B- deild Stjórnartíðinda.
    Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020, br. 15. júní 2020 og 25. ágúst 2020 að deiliskipulagi við Dalveg 30 með ofangreindum breytingu á skilmálum hvað varðar staðsetningu skilta ofan á þökum, staðsetningu hjólastæða á lóð og um að nýtt deiliskipulag sé að ræða.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum dags. 25. ágúst 2020 með 4 atkvæðum og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar, Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

    Bókun
    "Undirbúningur málsins er ekki nægilega vel unnin, gögn hafa komið seint fram,tölur um umferðarspá eru með umferð á uppstigningardag inni sem er óeðlilegt og jafnframt liggur ekki fyrir kostnaðar og framkvæmdaráætlun varðandi uppbyggingu á nauðsynlegum vegtengingum. Nýjar umferðartalningar sýna að umferð um Dalveg hefur aukist töluvert á einu ári milli mælinga.
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Einar Ö. Þorvarðarson
    Pétur H. Sigurðsson
    Bergljót Kristinsdóttir."

    Bókun
    "Búið er að fara fimm sinnum í umferðartalningar á misjöfnum tímum og föstudagar taldir með sem að öllu jöfnu eru undanskildir í talningum. Þá er ekki tekið tillit til þess að Sorpa mun fara af Dalvegi sem dregur úr umferð. Samhliða uppbyggingu verður farið í vegtengingar innan skipulagssvæðisins.

    Samkvæmt síðustu niðurstöðu skýrslu VSÓ segir:
    „Er það mat ráðgjafa að athugasemd um að Dalvegur verði kominn yfir þolmörk eigi ekki við rök að styðjast. Niðurstöður greiningar sýna að gatan ráði við aukna umferð af fyrirhugaðri uppbyggingu“

    Margrét Friðriksdóttir
    Ármann Kr. Ólafsson
    Jón Finnbogason
    Andri S. Hilmarsson
    Birkir J. Jónsson
    Karen E. Halldórsdóttir"

    Bókun:
    "Upplýsingar um að umferðarmælingar hefðu verið framkvæmdar í maí sl. bárust bæjarfulltrúum frá íbúum á svæðinu en niðurstöður þeirra höfðu þá ekki verið kynntar kjörnum fulltrúum. Enn ein umferðarmælingin barst nú bæjarfulltrúum með um sólarhringsfyrirvara fyrir fund bæjarstjórnar, sem er gagnrýnivert, og hafa bæjarfulltrúar þegar bent á galla á þeim mælingum, meðal annars út frá vegtengingum. Lítið er að marka bókun bæjarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um brotthvarf Sorpu af Dalvegi. Oddvitar meirihlutaflokka bæjarstjórnar Kópavogs hafa gengt formennsku í Sorpu og í stjórn SSH án þess að nokkuð hafi gerst í málefnum Sorpu á Dalvegi á kjörtímabilinu.
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Einar Ö. Þorvarðarson
    Pétur H. Sigurðsson
    Bergljót Kristinsdóttir"
  • 12.10 1903010 Traðarreitir. B29. Breytt aðalskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu, ásamt athugasemdum, tillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 fyrir Traðarreit - eystri (B29). Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, skólalóð Kópavogsskóla í vestur og Hávegi í norður. Skólatröð er hluti deiliskipulagssvæðis. Í gildandi aðalskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem íbúðarsvæði. Stærð skipulagssvæðisins er um 8.300 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955.
    Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir óbreyttri landnotkun en svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði þar sem byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í mars 2020 og uppdrætti dags. í mars 2020.Þá eru lagðar fram innsendar athugasemdir frá stofnunum, íbúum og hagsmunaaðilum. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn um innkomnar athugasemdir dags. 2. september 2020 ásamt fylgiskjölum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 2. september 2020. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.13 2008415 Kársnesbraut 17. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Steinunnar Guðmundsdóttur arkitekts dags. 21. júlí 2020 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 17, rishæðar. Í erindinu er óskað eftir byggja kvist með svalahurð á norðurhlið hússins og koma fyrir svölum framan við kvistinn sem mun einnig þjóna sem skyggni yfir inngangshurðum 1. hæðar og rishæðar. Fyrir liggur samþykki allra lóðarhafa í húsinu. Upprættir í mkv. 1:100 dags. 21. júlí 2020. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17 og 19. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa Kársnesbrautar 15 og 19 fyrir breytingunni og því er kynningartími styttur. Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.15 2007070 201 Smári. Lóðir A03 og A04. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga ARKÍS akritekta að breyttu deiliskipulagi á reit 03 og 04 í 201 Smári. Í breytingunni fellst að fjöldi íbúða í húsum A og B (Sunnusmári 10 og 12) eykst úr 48 í 56 íbúðir. Sorp fyrir íbúðir verði í djúpgámum á sameiginlegri lóð húsanna líkt og er fyrir önnur hús á lóð A03 og A04. Að öðru leyti er vísað í gildandi skipulagsskilmála og deiliskipulagsuppdrátt fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar, samþykkt í bæjarstjórn 25. október 2016 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 25. nóvember 2016. Á fundi skipulagsráðs 7. júlí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 16. júlí 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 7. september 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.16 2005174 Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 7. maí 2020 fh. lóðarhafa Auðbrekku 9-11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði á neðstu hæð hússins verði skráð sem íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að koma fyrir 9 stúdíóíbúðum í rýminu, hver um sig 46 m2 ásamt 17 m2 geymslulofti. íbúðunum fylgja 11 bílastæði. Samþykki lóðarhafa í húsinu liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 7. maí 2020. Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 3a, 3-5, 7, 9-11, 13, 15, Dalbrekku 2, 4-6, 8, 10, 12 , 14 og Skeljabrekku 4. Kynningartíma lauk 31. júlí 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra, dags. 7. ágúst 2020 var málinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. september 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 5 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Helga Hauksdóttir og Kristinn Dagur Gissurarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Tillaga Sigurbjargar E. Egilsdóttur um frestun er hafnað með 7 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar og Péturs H. Sigurðssonar.

    Fundarhlé hófst kl. 21:17, fundi fram haldið kl. 21:24

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum gegn þremur atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Einars A. Þorvarðarsonar.

    Bókun:
    "Í umræðum á fundi bæjarstjórnar kom fram í máli bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins að formaður skipulagsráðs samþykkti ekki tillöguna vegna vafa um lögmæti afgreiðslunnar. Ekki hefur tekist að skýra það vafamál á milli funda og telja undirrituð því óábyrgt að samþykkja tillöguna að svo stöddu.
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Einar Ö. Þorvarðarson"

    Fundarhlé hófst kl. 21:30, fundi fram haldið kl. 21:43

    Bókun:
    "Samþykktin á breytingu á notkun húsnæðins er í samræmi við byggingareglugerð og er undirritaður samþykkur þessari afgreiðslu.
    Birkir Jón Jónsson."
  • 12.18 2005168 Nýbýlavegur 2-12. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi skipulags- og byggingardeildar dags. 18. maí 2020 þar sem ger er ráð fyrir breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar Nýbýlaveg 2-12 (svæðið afmarkast af Skeljabrekku við Hafnarfjarðarveg til vesturs, íbúðarbyggð Lundar til norðurs og Nýbýlavegar 14 til austurs og Dalbrekku til suðurs). Í breytingunni felst að fallið verði frá sameiginlegri lóð húsanna að Nýbýlavegi 2 til 12 undir niðurgrafna bílageymslu og að lóðarmörk lóða stækki í samræmi við það. Að Nýbýlavegi 4, 6 og 8 er fallið frá að heimila samtals 46 íbúðir og í stað þess gert ráð fyrir 4.600 m2 í nýju atvinnuhúsnæði. Að Nýbýlavegi 6 er gert ráð fyrir einni íbúð. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á heildarbyggingarmagni, fjölda bílastæða og hæð húsa á umræddum lóðum miðað við gildandi deiliskipulag. Að Nýbýlaveg 10 verður fallið frá áætlun um atvinnuhúsnæði í suðurhluta byggingarreits og veitt heimild fyrir 33 íbúðum auk bílageymslu og stoðrýma í kjallara. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni eftir breytingu verður 80 íbúðir. Heildarflatarmál eykst í 10.615 m2 og hluti byggingarreita hækkar um eina hæð. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 2.9 í 3.1 og fjöldi bílastæða eykst úr 92 í 114 stæði, eða 1.3 bílastæði á íbúð. Að Nýbýlavegi 2 og 12 eru ekki ráðgerðar aðrar breytingar en lóðarstækkun. Heildarstækkun lóða á Nýbýlavegi 2-12 verður 4.417 m2. Á fundi skipulagsráðs 18. maí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 26. maí 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 19. ágúst 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.19 1911155 Akrakór 8. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nyju að lokinni kynningu tillaga Páls Poulsen, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Akrakór. Í gildandi deiliskipulagi er miðað við að á lóðinni sem er 886 m2 verði byggt einbýlishús á einni hæð auk kjallara, 350 m2 að samanlögðum gólffleti og nýtingarhlutfall því 0,40. Miðað er við að mesta hæð fyrirhugaðs húss skv. gildandi deiliskipulagi sé 4,8 m miðað við aðkomuhæð, hámarkshæð miða við kjallara 7,5 m og vegghæð 6,3 m. Gert er ráð fyrir að þakform sé frjálst og 3 stæðum á lóð. Í framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi er miðað við að lóðinni verði skipt í tvennt og á henni verði byggt parhús á einni hæð auk kjallara samtals um 420 m2 að samanlögðum gólffleti. Nýtingarhlutfall verði 0,48 og tvö bílastæði á íbúð. Hámarks vegghæð verði 6,7 m í stað 6,3 m sbr. gildandi deiliskipulag. Að öðru leyti gilda áfram sömu skilmálar. Á fundi skipulagsráðs 18. nóvember 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 26. nóvember 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 18. maí var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram ný og breytt tillaga þar sem komið er til móts við athugasemdir og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. september 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 6 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarsjórnar.

    Bergljót Kristinsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Bergljótar Kristinsdóttur og Péturs H. Sigurðssonar.
  • 12.20 2002263 Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts fh. lóðarhafa að viðbyggingu vestan núverandi einbýlishús að Álfhólsvegi 37. Áætlað er að fyrirhuguð viðbygging verði ein hæð og kjallari með tveimur íbúðum, 73,1 m2 að grunnfleti og 146,2 m2 að samanlögðum gólffleti. Hámarkshæð viðbyggingar er áætluð í kóta 54,64 mhys. Gert er ráð fyrir þremur nýju stæðum á lóð eða fimm stæðum alls á lóðinni. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000, 1:500 ásamt skýringarmyndum þar sem m.a. kemur fram skuggavarp, fyrirkomulag á lóð og útlitsmyndir dags. 20. desember 2019. Tillagan var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 24, 24a, 26, 28, 28a, 30, 30a, 35, 39 og Löngubrekku 33, 35 og 37. Kynningartíma lauk 8. júní 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 7. júlí sl. var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. september 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 81 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 5 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Einar Örn Þorvarðarson greiðir atkvæði gegn tillögunni.
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Bókun frá Einari Erni Þorvarðarsyni:
    "Viðbyggingin sem fyrirhuguð er á Álfhólsvegi 37 sem er í grónu hverfi og með landhalla til norðurs, eykur neikvæð áhrif á lóðir húsa við Löngubrekku 33 og 35 er varðar innsýni, skuggavarp.

    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Einars A. Þorvarðarsonar og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

13.2009070 - Fundargerð nr. 886 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.08.20

Fundargerð í 44 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2009284 - Fundargerð 501. stjórnarfundar SSH frá 07.09.2020

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2009438 - Fundargerðir Velferðarráðs

Fundir 67, 68 og 69.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 21:54.