Bæjarstjórn

1236. fundur 27. apríl 2021 kl. 16:00 - 17:57 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Donata Honkowicz Bukowska varafulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Bókun um stjórn fundarins:
„Undirrituð telur óheppilegt að fundargerðir af mikilvægum fundum eins og skipulagsráði komi ekki inn á fund bæjarstjórnar einungis vegna þess að ekki er boðaður annar fundur í bæjarráði í stað þess sem bar upp á frídegi. Við erum með mikilvæg skipulagsmál eins og Glaðheima í bígerð sem þarfnast umræðu í bæjarstjórn og heppilegt hefði verið að ræða hér í dag þrátt fyrir að málið væri í frestun í skipulagsráði. Mikilvægt er að samræma bæjarmálasamþykkt og erindisbréf ráða með þeim hætti að fundarfall bæjarráðs komi ekki í veg fyrir að hægt sé að taka fundargerðir til umræðu í bæjarstjórn. Þ.e. ef fundir bæjarráðs falla niður skulu fundargerðir nefnda og ráða teknar á dagskrá bæjarstjórnar og skal það gert svo fljótt sem unnt er að afloknum fundi.“
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Dagskrármál

1.2101185 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2020 - seinni umræða

Frá fjármálastjóra, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2020. Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti ársreikning Kópavogsbæjar fyrir árið 2020 ásamt ársreikningi stofnana bæjarins skv. 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Bæjarstjórn vísaði afgreiðslu ársreiknings Kópavogsbæjar fyrir árið 2020, ásamt ársreikningum stofnana bæjarins, til seinni umræðu á fundi sínum þann 13. apríl sl.
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Tónlistarhúss Kópavogs. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Bílastæðasjóðs Kópavogs. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Músik og sögu ehf. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn ársreikning Kópavogsbæjar, þ.e. ársreikning Kópavogsbæjar, A- og B-hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B-hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Samþykktur með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Bókun:
"Samkvæmt ársreikningi Húsnæðisnefndar Kópavogs kemur í ljós að hvorki er farið eftir samþykktri fjárhagsáætlun vegna kaupa á félagslegu húsnæði á árinu 2020 né heldur á árinu 2019. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 250 milljónum króna til kaupa á félagslegu húsnæði. Keyptar voru íbúðir fyrir 114 milljónir og ein íbúð seld fyrir 54 milljónir. Það eru því aðeins 60 milljónir nettó sem settar eru í kaup á félagslegu húsnæði á árinu 2020. Á árinu 2019 voru keyptar 4 íbúðir á 184 milljónir og 4 íbúðir seldar á 144 milljónir. Hér hafa þau fyrirheit sem sett voru í fjárhagsáætlun verið svikin og hljóta bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í framhaldinu að skoða aðkomu sína að sameiginlegri fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar."
Pétur H. Sigurðsson
Donata H. Bukowska

Fundargerð

2.2104001F - Bæjarráð - 3043. fundur frá 15.04.2021

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 2.3 2104068 Markavegur 2, lóð skilað.
    Frá bæjarlögmanni, dags. 7. apríl, lagt fram erindi um skil á lóðinni Markavegi 2 þar sem lagt er til að lóðarhafa verði heimilað að skila lóðinni. Niðurstaða Bæjarráð - 3043 Bæjarráð samþykir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir skil lóðarinnar með 11 atkvæðum.

Fundargerð

3.2104017F - Forsætisnefnd - 176. fundur frá 21.04.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2104005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 313. fundur frá 09.04.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.2103016F - Íþróttaráð - 109. fundur frá 24.03.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

6.2103019F - Lista- og menningarráð - 125. fundur frá 08.04.2021

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2104237 - Fundargerð 445. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 12.03.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2104089 - Fundargerð 522. fundar stjórnar SSH frá 31.03.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

9.2104006F - Velferðarráð - 82. fundur frá 12.04.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Kosningar

10.18051233 - Kosningar í barnaverndarnefnd 2018-2022

Þórólfur Heiðar Þorsteinsson kemur inn í nefndina sem varamaður í stað Ingibjargar Ýrar Jóhannsdóttur.

Fundi slitið - kl. 17:57.