Bæjarstjórn

1254. fundur 22. mars 2022 kl. 16:15 - 20:05 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2110841 - Borgarlínan, lota 2, leiðarval.

Lagt fram minnisblað um valkostagreiningu á legu annarrar lotu Borgarlínu í Kópavogi frá Hamraborg að Smáralind. Minnisblaðið, dags. 14. október 2021, er unnið af Verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni í samráði við Strætó bs. og umhverfissvið Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Dagskrármál

2.2009744 - Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Reitur 13.

Lögð fram vinnslutillaga Atelier arkitekta dags. 15. október 2021 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóða við Bakkabraut 2 og 4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13 á þróunarsvæði á Kársnesi, ÞR-1 samkv. Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og samþykktu Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 160, á 2-5 hæðum þar sem 5. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 26.675 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,9. A-rými ofanjarðar 18.700m². B-rými ofanjarðar 2.595m². A-rými neðanjarðar 2.180m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 15. október 2021. Vinnslutillögunni fylgir einnig minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021. Skipulagsráð samþykkti 18. október 2021 að framlögð vinnslutillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt fyrir íbúum, umsagnaraðilum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartima lauk 17. febrúar 2022. Á fundi skipulagsráðs 28. febrúar 2022 var afgreiðslu málsins frestað og því vísað til úrvinnslu skipulagsdeildar. Þá lagðar fram umsagnir og athugasemdir er bárust á kynningartíma ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 7. mars 2022.

Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 18:15, fundi fram haldið kl. 18:45.

Önnur mál fundargerðir

3.2203001F - Bæjarráð - 3081. fundur frá 10.03.2022

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 3.2 22021045 Reglur um leyfi til reksturs leikskóla
    Frá bæjarlögmanni, lagðar fram til umræðu og samþykktar drög að reglum um leyfi til reksturs leikskóla. Niðurstaða Bæjarráð - 3081 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðar reglur.

Önnur mál fundargerðir

4.2203010F - Bæjarráð - 3082. fundur frá 17.03.2022

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.
  • 4.1 22031152 Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022
    Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 15. mars 2022, lagður fram viðauki tvö við fjárhagsáætlun 2022 að beiðni mennta- og umhverfissviðs. Viðaukinn er vegna fjölgun leikskólarýma og er heildarupphæð hans kr. 105.2 m.kr. Niðurstaða Bæjarráð - 3082 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka.
  • 4.8 2203504 Innkaupastefna og innkaupareglur
    Frá deildarstjóra innkaupadeildar, lögð fram drög að innkaupareglum og innkaupastefnu fyrir Kópavogsbæ. Bæjarráð frestaði erindinu á síðasta fundi. Niðurstaða Bæjarráð - 3082 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðar innkaupareglur og innkaupastefnu.
  • 4.16 22031010 Bókun 537. fundar stjórnar SSH. Framkvæmdir á skíðasvæðum
    Frá SSH, dags. 14. mars 2022, lögð fram bókun um framkvæmdir á skíðasvæðum ásamt drögum að Viðauka III við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum
    skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018. Óskað er eftir því að þau verði tekin til efnislegrar
    umræðu og afgreiðslu og staðfestingar. Jafnframt er farið fram á ótakmarkað umboð framkvæmdastjóra
    sveitarfélagsins til undirritunar viðaukans.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3082 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum viðauka III við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Önnur mál fundargerðir

5.2203015F - Forsætisnefnd - 195. fundur frá 17.03.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2202011F - Leikskólanefnd - 138. fundur frá 17.02.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2203007F - Leikskólanefnd - 139. fundur frá 07.03.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2203013F - Menntaráð - 94. fundur frá 15.03.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2202016F - Skipulagsráð - 116. fundur frá 14.03.2022

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
  • 9.9 2102309 Hlaðbrekka 17. Kynning á byggingarleyfi. Endurupptaka máls.
    Lagt fram að nýju erindi Arnhildar Pálmadóttur arkitekts dags. 2. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Hlaðbrekku 17. Á lóðinni stendur 144,9 m² steinsteypt einbýlishús með áföstum bílskúr, byggt 1960. Óskað er eftir að koma fyrir annarri hæð á austari hluta hússins, samtals um 80 m² og koma fyrir dvalarsvæði á hluta af núverandi þaki. Auk þess er óskað eftir að koma fyrir sólstofu á suðurhlið hússins þar sem nú er timburverönd.
    Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. febrúar 2021.
    Kynningartíma lauk 1. júní 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.
    Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var erindinu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. júlí 2021. Á fundi skipulagsráðs 5. júlí 2021 var erindinu hafnað. Á fundi bæjarráðs 15. júlí 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Á fundi bæjarráðs 18. nóvember 2021 var lögð fram umsögn lögfræðideildar dags. 10. nóvember 2021 um beiðni lóðarhafa um endurupptöku málsins, bæjarráð samþykkti að vísa málinu til skipulagsráðs til nýrrar málsmeðferðar.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 116 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.11 2112659 Fífuhvammur 19. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi Hugrúnar Þorsteinsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa Fífuhvamms 19 dags. 2. desember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stakstæða bílgeymslu alls 67 m2 að flatarmáli á suðvesturhluta lóðarinnar ásamt útitröppum og sorpgeymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni eykst úr 0,15 í 0,22.
    Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skýringar myndum og greinargerð dags. 2. desember 2021.
    Á fundi skipulagsráð 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 15, 17, 21 og 23. Kynningartíma lauk 10. mars, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 116 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Helga Hauksdóttir vék sæti undir meðferð málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

10.2203004F - Velferðarráð - 98. fundur frá 07.03.2022

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2203098 - Fundargerð 104. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 25.02.2022

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2203873 - Fundargerð 537. fundar stjórnar SSH frá 07.03.2022

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2203349 - Fundargerð 400. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 02.03.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

14.2203843 - Fundargerð 352. fundar stjórnar Strætó frá 25.02.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.22031238 - Fundargerð 1. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæ og Seltjarnanes frá 14.03.2022

Fundargerð 1. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæ og Seltjarnanes frá 14.03.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2203446 - Fundargerð 238. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 18.02.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Kosningar

17.18051287 - Kosningar í yfirkjörstjórn v. sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga 2018-2022

Jón Ögmundsson er kosinn sem aðalmaður í kjörstjórn í stað Péturs Steins Guðmundssonar.

Fundi slitið - kl. 20:05.