Bæjarstjórn

1267. fundur 22. nóvember 2022 kl. 16:00 - 21:04 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Hannes Steindórsson aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2210628 - Fjárhagsáætlun 2023 - seinni umræða

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2023 til seinni umræðu.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun 2023 og lagði til að hún yrði samþykkt.

Fundarhlé hófst kl. 18:11, fundi fram haldið kl. 18:31

Tillaga að álagningu gjalda fyrir 2023:

I. Lagt er til að útsvar fyrir árið 2023 verði óbreytt, 14,48%
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 8 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

II. Lagt er til að fasteignagjöld fyrir árið 2023 verði álögð sem hér segir:

a) Fasteignaskattur
1.
Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,20% í 0,17 % af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2.
Atvinnuhúsnæði lækki úr 1,44% í 1,42% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

3.
Opinbert húsnæði óbreytt, 1,320% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

4.
Hesthús lækki úr 0,20 í 0,17% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

5.
Sumarhús lækki úr 0,20 í 0,17% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

b) Vatnsskattur og holræsagjald
1.
Vatnsskattur verði lækki úr 0,064% í 0,060% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 50,00 (var 45,66) fyrir hvern m3 vatns. (hækkar um 9,50%)
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2.
Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, lækki úr 0,075% af fasteignamati og verði 0,065%, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 32.280 (var 29.280) og innheimtist með fasteignagjöldum. (hækkar um 9,5%)
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

c) Lóðarleiga:
1.
Fyrir lóðir íbúðar-, sumar- og hesthúsa verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2.
Lóðir Lækjarbotnum verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

3.
Fyrir lóðir annarra húsa óbreytt 180,00 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjalddagar fasteignagjalda 2023 verði átta, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst og 1. september og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum

Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 40.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03. 2023.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum

Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir lokun þann 17.02. 2023 fá 3% staðgreiðsluafslátt
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk í framtali ársins 2022:

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 6.213.700 krónur (var 5.862 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 7.939.400 krónur (var 7.490 þ).

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 6.213.701 - 6.316.500 krónur (var 5.959 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 7.939.401 - 8.353.900 krónur (var 7.881 þ).

50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 6.316.501 - 6.420.400 krónur (var 6.057 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8.353.901 - 8.767.300 krónur (var 8.271 þ).

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 6.420.401 - 6.520.000 krónur (var 6.118 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8.767.301 - 9.180.700 krónur (var 8.661 þ).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum

III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2023. Gjaldið hækkar og verður kr. 48.400 á íbúð (var 47.400). Ennfremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 8 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Forseti bar undir fundinn fjárhagsáætlun fyrir árið 2023:
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Bókun:
"Áætlun ársins 2023 endurspeglar ábyrgan rekstur og rétta forgangsröðun. Álögur lækka og gjöldum er stillt í hóf. Grunnþjónusta við bæjarbúa verður efld og forgangsröðun fjármuna varið í skóla- og velferðamál.

Þá mun Kópavogur sem næst stærsta sveitarfélag landsins leggja sitt af mörkum við að ná verðbólgu niður og liðka fyrir gerð kjarasamninga. Almennt munu gjaldskrár ekki fylgja kostnaðarhækkunum eftir að öllu leyti, heldur hækka minna.

Nauðsynlegt er að ráðast í hagræðingar en grunnþjónusta verður undanskilin þeim aðgerðum.
Umfangsmiklar fjárfestingar eru á vegum bæjarins á næsta ári, framkvæmdir er snúa að skólum, leikskólum, íþróttamannvirkjum svo dæmi séu tekin. Einnig verður fjármunum varið í markvisst viðhald fasteigna og loftgæði verða bætt í stofnunum bæjarins.

Að lokum þá vill meirihlutinn þakka starfsfólki bæjarins fyrir góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Við stöndum stolt á bakvið áætlun ársins 2023 og hlökkum til að vinna áfram að því efla bæjarfélagið enn frekar."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Hannes Steindórsson

Bókun:
"Bæjarstjórn Kópavogs hefur þó nokkur undanfarin ár unnið að þverpólitískri, sameiginlegri og stefnumarkandi fjárhagsáætlun þar sem aðgerðaráætlanir eru lagðar til grundvallar. Með því sammæli allra kjörinna fulltrúa og starfsmanna, hefur verið tryggður faglegur og skilvirkur rekstur sveitarfélagsins.

Slík vinnubrögð gera það að verkum að hægt er að fylgja langtímastefnu sem byggir á skýrum markmiðum þar sem unnt er að mæla árangur. Búið er að móta nýja heildarstefnu fyrir öll svið og stofna nýtt fjármálasvið sem gefur skýrari og öruggari upplýsingar til að taka faglegar ákvarðanir. Á síðasta ári hafði stefnan einnig verið sett á að bæta vinnubrögð við opinber innkaup eftir að Kópavogsbær fékk ekki bara afleita einkunn í útttekt heldur í raun falleinkunn.

Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er hér að stíga skref aftur á bak í vinnubrögðum við gerð þessarar áætlunar. Það eru mér mikil vonbrigði því sveitarfélagið hefði svo sannarlega þörf á áframhaldandi framþróun. Gamla skammtíma- og óskilvirka loforðapólitíkin ræður nú aftur ríkjum í Kópavogi. Undirrituð vill ekki þátt í þeirri þróun og lýsir yfir vonbrigðum með fjárhagsáætlun sem hér er til afgreiðslu, bæði að formi og innihaldi, og sit því hjá við afgreiðsluna."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bókun:
"Píratar í Kópavogi harma afturför í vinnubrögðum við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar, sem nú í ár er ekki unninn í samvinnu allra flokka, ólíkt því sem verið hefur undanfarin sjö ár. Nýjar aðgerðir í aðgerðaáætlunum næsta árs eru ekki rökstuddar með vísan í mat á árangri áætlana síðasta árs, líkt og lagt var upp með í þverpólitískri sátt með stefnumiðaðri vinnu. Þess í stað var málefnasamningur meirihlutaflokkanna nú lagður til grundvallar, áður en minnihlutaflokkarnir fengu svo mikið sem sæti við borðið. Með þessum hætti útilokuðu fulltrúar meirihluta hina flokkana frá því að hafa raunverulega aðkomu að vinnunni. Fyrir utan það að samvinna þvert á flokka er bæði lýðræðislegri og líklegri til þess að skila betri og sanngjarnarni útkomu sem meiri sátt ríkir um, er það fyrst og fremst sorglegt að sjá fjara undan gagnadrifinni ákvarðanatöku. Þeirri hugsun að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rökum og horfa til lengri tíma en fjögurra ára í senn."
Indriði I. Stefánsson

Dagskrármál

2.2210629 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 - seinni umræða

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 til seinni umræðu.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun 2024-2026 og lagði til að hún yrði samþykkt.

Forseti bar undir fundinn tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2024-2026.
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árin 2024 2026 með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Dagskrármál

3.22114447 - Gjaldskrár 2023

Frá bæjarstjóra, lagðar fram gjaldskrár Kópavogsbæjar fyrir árið 2023.
Forseti bar undir fundinn eftirfarandi tillögur að gjaldskrám til samþykktar:

Gjaldskrá sérdeilda grunnskóla fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá mötuneyta grunnskóla fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum, gegn ákvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá frístundar í grunnskólum fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá leikskóla fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá sundlauga fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá Skólahljómsveitar Kópavogs fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá knattspyrnuhalla fyrir árið 2023
BBæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá íþróttahúsa fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá Hrafnsins frístundaklúbbs fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá umhverfissviðs fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá bílastæðasjóðs Kópavogs fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 8 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá Kópavogshafnar fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum, gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá velferðarsviðs fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá Salarins tónlistarhúss fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá Bókasafna Kópavogs fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá Gerðarsafns fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Gjaldskrá fæðiskostnaðar starfsfólks Kópavogsbæjar fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar að fresta tillögunni.


Forseti bar undir fundinn eftirfarandi tillögur að framlögum til samþykktar:

Framlög til foreldra fyrir árið 2023 - Heimgreiðslur
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Framlög til dagforeldra fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Framlög til sjálfstætt starfandi grunnskóla fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 8 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

Framlög til sjálfstætt starfandi leikskóla fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Framlög til fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2023
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Indriða I. Stefánssonar, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Dagskrármál

4.2210437 - Fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins og gjaldskrá fyrir árið 2023

Frá Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, lögð fram fjárhagsáætlun og greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Niðurstaða Bæjarráð - 3103
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun:
"Bæjarráð óskar eftir samantekt á kostnaðarþróun Kópavogsbæjar frá árinu 2018."
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir að fresta erindinu.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Kolbeins Reginssonar, fjárhagsáætlun og gjaldskrá heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2023.

Önnur mál fundargerðir

5.2210024F - Bæjarráð - 3106. fundur frá 10.11.2022

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.

Bókun vegna liðar 4 í fundargerð bæjarráðs:
"Þrátt fyrir að bæjarstjóri Kópavogs hafi fyrir rúmum sjö mánuðum gefið mér jákvætt svar um að bærinn mundi skrá sig á lista yfir þau sveitarfélög sem ætla að taka á móti flóttamönnum frá Úkraínu hefur ekkert gerst enn. Í dag eru flóttamenn þaðan orðnir hátt í 2000 talsins á Íslandi.
Af fimm stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogur eina sveitarfélagið sem ekki hefur enn samið um samræmda móttöku flóttafólks við ríkið.
Kópavogur, næst stærsta sveitarfélag landsins dregur fæturna í þessu risastóra samfélagslega verkefni og skýlir sér á bak við það að ríkið finni ekkert húsnæði sem hentar fyrir flóttafólk í sveitarfélaginu. Engin tilraun er gerð af hálfu stjórnenda sveitarfélagsins til að koma til móts við þarfirnar en önnur sveitarfélög sem eru engu betur sett fjárhags- og húsnæðislega en Kópavogur eru látin bera þungann af málaflokknum.
Þrátt fyrir að bæjarfélagið státi af innleiðingu barnasáttmála og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hampi þeim reglulega er samfélagsleg ábyrgð ekki í samræmi við það."

Bergljót Kristinsdóttir

Bókun vegna liðar 4 í fundargerð bæjarráðs:
"Kópavogur er nú þegar að taka á móti flóttafólki í sveitarfélaginu líkt og fram kom í kynningu sviðsstjóra velferðasviðs, þótt sveitarfélagið að sé ekki þátttakandi í samræmdri móttöku flóttafólks. Meirihlutinn sýnir fullan vilja til samtarfs við ríkisvaldið um þátttöku í samræmdri móttöku flóttafólks. Hefur bæjarstjóri átt samtal við ráðherra málaflokksins um forsendur verkefnisins. Í þeim viðræðum hafa línur orðið skýrari, m.a. um fjármögnun, þjónustu og útvegun húsnæðis."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Hannes Steindórsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir

Bókun vegna 21. liðar í fundargerð bæjarráðs:
"Stór hluti siðareglna er að þau sem þær varða komi að því að skrifa þær og mikilvægt að vinna þær sérstaklega frekar en að samþykkja eldri reglur upp á nýtt."
Indriði I. Stefánsson
  • 5.1 2109582 Umhverfismat á tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021 - 2032 fyrir suðvesturhornið
    Frá Sorpu, tillaga að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021 - 2032 fyrir suðvesturhornið tillagan nú send til formlegrar staðfestingar sveitarfélagsins. Tillagan er aðgengileg á vef samlausnar sbr. neðangreinda slóð:www.samlausn.is

    Niðurstaða Bæjarráð - 3106 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir tímabilið 2021-2032.

Önnur mál fundargerðir

6.2211009F - Bæjarráð - 3107. fundur frá 17.11.2022

Fundargerð í 20 liðum.
Bókun vegna 20. liðar í fundargerð bæjarráðs:
"Það er afar mikilvægt að huga að véllæsilegum gögnum á vef bæjarins, sem myndu auðvelda til muna alla vinnu við að þýða og veita betra aðgengi að gögnum."
Indriði I. Stefánsson
  • 6.3 22114406 Rýni á Gæðasamþykkt (stefnu) Kópavogsbæjar 2022
    Frá gæðastjóra, lögð fram tillaga að nýrri og endurskoðaðri gæðasamþykkt (stefnu) Kópavogabæjar. Niðurstaða Bæjarráð - 3107 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum gæðastefnu Kópavogsbæjar.

Önnur mál fundargerðir

7.2211010F - Forsætisnefnd - 205. fundur frá 17.11.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2210025F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 355. fundur frá 28.10.2022

Fundargerð í sex liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

9.2210012F - Íþróttaráð - 124. fundur frá 27.10.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2210028F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 91. fundur frá 09.11.2022

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2211014F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 92. fundur frá 14.11.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Bókun:
"Ítreka mikilvægi þess að Jafnréttis- og mannréttindaráð fái sjálfstæði til að vinna stefnu með þeim hætti sem þau ákvaða."
Indriði I. Stefánsson

Önnur mál fundargerðir

12.2210008F - Skipulagsráð - 130. fundur frá 31.10.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2210018F - Skipulagsráð - 131. fundur frá 14.11.2022

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 13.6 22114380 Vesturvör 22 - 24. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Scala arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 22 og 24 við Vesturvör.
    Í breytingunni felst að heiti lóðanna verði Hafnarbraut 16 (áður Vesturvör 24) og Hafnarbraut 18 (áður Vesturvör 22) þar sem aðkoma er ráðgerð frá Hafnarbraut. Lóðirnar stækki til norðurs samanlagt um 394,8 m², úr 5.135 m² í 5.529,8 m² og að í stað eins byggingarreits verði tveir stakstæðir byggingarreitir á lóðunum, einn á hvorri lóð. Heildarbyggingarmagn á lóðunum eykst um 4.990 m², úr 8.400 m² í 13.390 m² og íbúðum fjölgar um 32, úr 59 í 91 samtals á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á lóðunum eykst úr 1.6 í 2.4 ofanjarðar og neðanjarðar á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 16 verður 2,15 og nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 18 verður 2,69. Bílastæðum fjölgar um 15, úr 81 í 96 samanlagt á báðum lóðunum.
    Uppdráttur í mvk. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 7. nóvember 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 131 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst, með sex atkvæðum. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.
  • 13.7 2211020 Dalvegur 18. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 18. október 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 18 við Dalveg. Í breytingunni felst hækkun byggingarreits á matshluta 02 á lóðinni úr tveimur hæðum í þrjár hæðir. Byggingarmagn á lóðinni aukist um 1.120 m² og verði alls 10.210 m². Nýtingarhlutfall á lóðinni verði 0.51. Þá er gert ráð fyrir tengingu á milli bílastæða á norðurhluta og austurhluta lóðarinnar.
    Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð ódags.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 131 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 13.8 2207058 Arnarnesvegur 3. áfangi. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 1. júlí 2022 um framkvæmdaleyfi fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar sem liggur milli Rjúpnavegar í Kópavogi og Breiðholtsbrautar í Reykjavík. Umsóknin er sett fram í greinargerð dags. 1. júní 2022 ásamt fylgiskjölum, skýringarmyndum og teikningahefti frá Verkís verkfræðistofu dags. apríl 2022.
    Framkvæmdin er í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040 og deiliskipulag Arnarnesvegar dags. 13. maí 2022. Lögð er fram matsskýrsla dags. febrúar 2003 þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Einnig lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 16. febrúar 2021.
    Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu málsins frestað.
    Deiliskipulag Arnarnesvegar, 3. áfangi, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut tók gildi þann 28. október 2022.
    Þá er lögð fram greinargerð Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 10. nóvember 2022 um framkvæmdaleyfi í samræmi við 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 131 Skipulagsráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með tilvísun í 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með sex atkvæðum. Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar.
  • 13.16 2209720 Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 26. september 2022 var lögð fram umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 23 við Víðigrund.
    Í breytingunni felst viðbygging á einni hæð við vesturhlið núverandi einbýlishúss á lóðinni alls 35 m². Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,28 í 0,36 við breytinguna.
    Samþykkt var með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 11, 13, 21, 25, 29 og 31.
    Kynningartíma lauk 31. október 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 131 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 13.17 2209638 Skjólbraut 8. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. september 2022 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 16. september 2022 þar sem umsókn Kristjáns Georgs Leifssonar f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs meið tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Í breytingunni felst að bílgeymsla á norðausturhluta lóðarinnar stækkar um 13,5 m til suðurs og hækkar um 0,9 metra.
    Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,30 í 0,32 við breytinguna. Samþykki lóðarhafa Skjólbrautar 6, Borgarholtsbrautar 5 og 7 liggur fyrir.
    Uppdrættir í mælikvarða 1:100 dags. 14. ágúst 2022.
    Samþykkt var með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skjólbrautar 5, 6, 7, 10, Borgarholtsbrautar 5, 7 og 9.
    Kynningartíma lauk 28. október 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 131 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn D. Gissurarson vék af fundi kl. 18:45
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

14.2210004F - Ungmennaráð - 32. fundur frá 17.10.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2211007F - Ungmennaráð - 33. fundur frá 14.11.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2211005F - Velferðarráð - 109. fundur frá 07.11.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2210021F - Menntaráð - 104. fundur frá 01.11.2022

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2211011F - Menntaráð - 105. fundur frá 15.11.2022

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2209026F - Öldungaráð - 20. fundur frá 10.11.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2211255 - Fundargerð 8. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 31.10.2022

Fundargerð 8. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 31.10.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.22114479 - Fundargerð 99. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 04.11.2022

Fundargerð 99. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 04.11.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.22114410 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 28.10.2022

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 28.10.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.22114408 - Fundargerð 546. fundar stjórnar SSH frá 07.11.2022

Fundargerð 546. fundar stjórnar SSH frá 07.11.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.2210928 - Fundargerð 243. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14.10.2022

Fundargerð 243. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14.10.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

25.2210938 - Fundargerð 39. eigendafundar stjórnar Strætó frá 24.10.2022

Fundargerð 39. eigendafundar stjórnar Strætó frá 24.10.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

26.2210925 - Fundargerð 473. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.10.2022

Fundargerð 473. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.10.2022
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 21:04.