Bæjarstjórn

1282. fundur 22. ágúst 2023 kl. 16:00 - 20:21 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Björg Baldursdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.23081009 - Samkomulag um uppbyggingu á reit 13

Dagskrármál að beiðni fulltrúa Viðreisnar í bæjarstjórn.
Umræður.

Fundarhlé hófst kl. 18:48, fundi fram haldið kl. 19:32.

Tillaga:
"Óskað er að málinu verði frestað og vísað til bæjarráðs"
Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteindóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson

Bæjarstjórn hafnar tillögu um frestun með sex atkvæðum gegn atkvæðum Bergljótar Kristinsdóttur, Theódóru S. Þorsteindóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og
Kolbeins Reginssonar.

Bókun:
"Samkomulag þetta er gert við aðila sem ekki hefur afsal fyrir eignarréttindum og byggist á deiliskipulagi sem ekki hefur gengið í gildi. Samkomulag um uppbyggingu og þróun er vanbúið og gjörsamlega ótímabært.
- Hér er um að ræða ráðstöfun á lóðum bæjarins til einkaaðila án útboðs.
- Kostnaðargreining á innviðaþörf liggur ekki fyrir.
- Sambærilegar kvaðir og hér koma fram um leiguíbúðir fyrir stúdenta, fyrstu kaupendur og aldraða hafa reynst haldlausar með öllu í fyrri samningum við þróunaraðila og engin útfærsla fylgir.
- Kaupréttur bæjarins á félagslegum íbúðum á markaðsverði er markleysa í ljósi þess að fyrir liggur að íbúðir á svæðinu verða mjög dýrar.
Samningurinn felur í sér að öll áhætta liggur hjá Kópavogsbæ. Undirritaðar fordæma hvernig staðið er að gæslu almannahagsmuna í þessu samkomulagi.

Á fundinum komu fram margar spurningar um samninginn sem ekki var hægt að fá svör við vegna fjarveru bæjarstjóra.
Undirrituð fordæma samninginn og meðferð málsins. Ekkert er hægt að fullyrða um hagkvæmni samningsins þar sem engin kostnaðargreining vegna innviðauppbyggingar hefur verið lögð fyrir bæjarstjórn."

Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir


Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Bergljótar Kristinsdóttur, Theódóru S. Þorsteindóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og
Kolbeins Reginssonar.

Fundarhlé hófst kl. 19:39, fundi fram haldið kl. 19:44.

Bókun:
"Meirihlutinn tekur ekki undir gagnrýni minnihlutans á samkomulagið sem byggir á samþykktu deiliskipulagi bæjarstjórnar. Til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar er nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um byggingarréttargjald áður en deiliskipulagið er sett í auglýsingu. Með þessu samkomulagi er tryggt að uppbyggingaraðilar taka þátt í kostnaði á innviðauppbyggingu á svæðinu.
Til að tryggja heildstæða uppbyggingu á reitnum er nauðsynlegt að úthluta hluta af lóðum bæjarins á reitnum, til uppbyggingaraðila. Við úthlutun á lóðum bæjarins var tekið mið af markaðsverði og vandlega farið yfir allar forsendur í því samhengi."

Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Sigrún H. Jónsdóttir
Elísabet B. Sveinsdóttir
Björg Baldursdóttir
Hanna C. Jóhannsdóttir

Önnur mál fundargerðir

2.2308003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 373. fundur frá 04.08.2023

Fundargerð í 10 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

3.2308001F - Bæjarráð - 3138. fundur frá 17.08.2023

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.
  • 3.2 23081009 Samkomulag um uppbyggingu á reit 13
    Lagt fram samkomulag milli Kópavogsbæjar og Fjallasólar ehf. um fyrirhugaða uppbyggingu og þróun á lóðunum Bakkabraut 2 og 4, Bryggjuvör 1, 2 og 3, og Þinghólsbraut 77 og 79.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3138 Fundarhlé hófst kl. 9:56, fundi fram haldið kl. 11:04

    Bæjarráð samþykkir að vísa samkomulaginu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun:
    "Samkomulag þetta er gert við aðila sem ekki hefur afsal fyrir eignarréttindum og byggist á deiliskipulagi sem ekki hefur gengið í gildi. Samkomulag um uppbyggingu og þróun er vanbúið og gjörsamlega ótímabært.
    - Hér er um að ræða ráðstöfun á lóðum bæjarins til einkaaðila án útboðs.
    - Kostnaðargreining á innviðaþörf liggur ekki fyrir.
    - Sambærilegar kvaðir og hér koma fram um leiguíbúðir fyrir stúdenta, fyrstu kaupendur og aldraða hafa reynst haldlausar með öllu í fyrri samningum við þróunaraðila og engin útfærsla fylgir.
    - Kaupréttur bæjarins á félagslegum íbúðum á markaðsverði er markleysa í ljósi þess að fyrir liggur að íbúðir á svæðinu verða mjög dýrar.
    Samningurinn felur í sér að öll áhætta liggur hjá Kópavogsbæ. Undirritaðar fordæma hvernig staðið er að gæslu almannahagsmuna í þessu samkomulagi.

    Bergljót Kristinsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Helga Jónsdóttir"

    Bókun:
    "Undirrituð telur nauðsynlegt að bæjaryfirvöld nýti hluta lóða sinna á reit 13 til úthlutunar til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga. Yfirvöld í Kópavogi hafa ekki séð ástæðu til að leggja til land undir slíka uppbyggingu skv. núverandi lagaheimildum, til þessa og eru í mikilli skuld við þann hóp íbúa sem þurfa á slíku húsnæði að halda. Engar skýringar fylgja í meðfylgjandi samningi um hvernig eigi að framkvæma sölu á stökum íbúðum til slíkra félaga en þeirra módel byggir í dag á eigin uppbyggingu til að halda niðri uppbyggingarkostnaði.

    Bergljót Kristinsdóttir"

    Bókun:
    "Meirihlutinn tekur ekki undir gagnrýni minnihlutans á samkomulagið sem byggir á samþykktu deiliskipulagi bæjarstjórnar. Til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar er nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um byggingarréttargjald áður en deiliskipulagið er sett í auglýsingu. Með þessu samkomulagi er tryggt að uppbyggingaraðilar taka þátt í kostnaði á innviðauppbyggingu á svæðinu.
    Til að tryggja heildstæða uppbyggingu á reitnum er nauðsynlegt að úthluta hluta af lóðum bæjarins á reitnum, til uppbyggingaraðila. Við úthlutun á lóðum bæjarins var tekið mið af markaðsverði og vandlega farið yfir allar forsendur í því samhengi.

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri V. Hlöðversson
    Elísabet B. Sveinsdóttir
    Hanna Carla Jóhannsdóttir"



    Niðurstaða Málið afgreitt undir dagskrárlið 1.

Önnur mál fundargerðir

4.2308008F - Forsætisnefnd - 214. fundur frá 17.08.2023

Fundargerð í einum lið.

Önnur mál fundargerðir

5.2306011F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 166. fundur frá 10.08.2023

Fundargerð í einum lið.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum tillögur umhverfis- og samgöngunefndar um umhverfisviðurkenningar 2023.
  • 5.1 23061091 Umhverfisviðurkenningar 2023
    Lagðar fram tilnefningar til umhverfisviðurkenningar Kópavogs fyrir árið 2023. Karen Jónasdóttir verkefnastjóri á umhverfissviði kynnir. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Umhverfis- og samgöngunefnd lagði mat á tillögur að umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2023 og vísar niðurstöðum til bæjarstjórnar til staðfestingar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

6.2308006F - Velferðarráð - 122. fundur frá 14.08.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
  • 6.3 23081012 Fjölgun félagslegra leiguíbúða
    Málinu var bætt við á dagskrá fundarins með samþykki allra fundarmanna. Niðurstaða Velferðarráð - 122 Velferðarráð vekur athygli á að brýnt er að fjölga félagslegum leiguíbúðum í Kópavogi. Meðalbiðtími eftir félagslegri leiguíbúð á árinu 2022 var 25 mánuðir fyrir einstaklinga og 19 mánuðir fyrir fjölskyldur.

Önnur mál fundargerðir

7.2308044 - Fundargerð 372. fundar stjórnar Strætó frá 07.07.2023

Fundargerð 372. fundar stjórnar Strætó frá 07.07.2023.
Lagt fram.

Kosningar

8.2206344 - Kosningar í leikskólanefnd 2022-2026

Sigrún Bjarnadóttir og Hannes Þórður Hafstein Þórðarson taka sæti Árnínu Kristjánsdóttur og
Hermanns Ármannssonar.

Kosningar

9.2206342 - Kosningar í menntaráð 2022-2026

Hanna Carla Jóhannsdóttir tekur við sem formaður menntaráðs í stað Sigvalda E. Egilssonar og Árnína Kristjánsdóttir tekur sæti í menntaráði.

Tryggvi Felixson kemur inn sem aðalmaður í stað Þórarins Ævarssonar

Kosningar

10.2206345 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2022-2026

Ragnar Guðmundsson tekur sæti í jafnréttis- og mannréttindaráði í stað Sigrúnar Bjarnadóttur.

Kosningar

11.2206348 - Kosningar í hafnarstjórn 2022-2026

Lilja Birgisdóttir tekur sæti Bergs Þorra Benjamínssonar í hafnarstjórn.

Kosningar

12.2206318 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2022-2026

Bergur Þorri Benjamínsson tekur við sæti Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar.

Fundi slitið - kl. 20:21.