Bæjarstjórn

1284. fundur 26. september 2023 kl. 16:00 - 17:58 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergur Þorri Benjamínsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2308019F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 375. fundur frá 01.09.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

2.2309008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 376. fundur frá 15.09.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

3.2309002F - Bæjarráð - 3142. fundur frá 14.09.2023

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2309007F - Bæjarráð - 3143. fundur frá 21.09.2023

Fundargerð i 22 liðum.
Lagt fram.
  • 4.3 23091797 Bókun 119. fundar svæðisskipulagsnefndar. Starfs- og fjárhagsáætlun 2024
    Frá svæðisskipulagsnefnd, lögð fram til samþykktar tillaga að fjárhagsáætlun og starfsáætlun 2024. Niðurstaða Bæjarráð - 3143 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum tillögu svæðisskipulagsnefndar að fjárhagsáætlun og starfsáætlun 2024.

Önnur mál fundargerðir

5.2309009F - Menntaráð - 118. fundur frá 19.09.2023

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2309004F - Skipulagsráð - 149. fundur frá 18.09.2023

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
  • 6.9 23091454 Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Rebekku Pétursdóttur dags. 13. september 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Dalsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 10m frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 m2 ásamt tillögu að viðbyggingu við núverandi hús á lóðinni alls um 1.800 m² að flatarmáli.
    Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:500 ódags. ásamt skýringarmyndum og fylgiskjal, ódags.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 149 Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum gegn atkvæði Hákons Gunnarssonar og með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 7 atkvæðum. Bergljót Kristinsdóttir, Orri Hlöðversson, Helga Jónsdóttir og Kolbeinn Reginsson sátu hjá.

    Helga Jónsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir gerðu grein fyrir atkvæðum sínum.
    Hjördís Ýr Johnsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.
  • 6.12 23091649 Bláfjallaleið 30. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Einars Ólafssonar, arkitekts, dags. 14. september 2023 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 30 við Bláfjallaleið. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits félagshúss Ullar úr 2002 m² í 2389 m², eða um 387 m² til norðvesturs. Hámark byggingarmagns innan byggingarreits helst óbreytt.
    Uppdráttur í mkv. 1:5000 dags. 15. september 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 149 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.15 23061397 Fornahvarf 10. Breytt deiliskipulag
    Lagt fram að nýju erindi Haraldar Ingvarssonar arkitekts dags. 16. júní 2023 þar sem óskað er eftir f.h. lóðarhafa, breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Fornahvarf. Á lóðinni í dag er íbúðarhús 144,6 m², geymsla 42,6 m² og hesthús 144 m². Samtals byggingarmagn á lóðinni 331,2 m². Í breytingunni felst að stækka íbúðarhúsið um 467 m² til norðurs á tveimur hæðum og kjallara ásamt úti vaðlaug að sunnanverðu og áorðinna breytinga þar með talið nýtt gufubað og stækkun á sólskála. Áætlað er einnig að byggja 185,5 m² vinnustofu á norð-austur hluta lóðarinnar, tvöfaldan 56,3 m² bílskúr á suð-vestur hluta lóðarinnar og að breyta geymslu að hluta til í gestahús og stækka það um 5,4 m². Byggingarmagn á lóðinni eykst um 714,2 m² og mun því eftir breytinguna verða um 1050 m². Lóðin er 4800 m² mun því nýtingarhlutfall á lóðinni hækka úr 0,07 í 0,22 við breytinguna. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. janúar 2023 og 31. mars 2023. Á fundi skipulagsráðs 19. júní 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi. Kynningartíma lauk 3. ágúst 2023. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2023 voru athugasemdir lagðar fram, skipulagsráð vísaði þeim til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulagsdeildar dags. 30. ágúst 2023 uppfærð 15. september 2023 ásamt uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti dags. 26. júní 2023 og uppfærður 15. september 2023. Jafnframt lögð fram umsögn framkvæmdardeildar dags. 14. september 2023. Niðurstaða Skipulagsráð - 149 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu dags. 26. júní 2023 með áorðnum breytingum dags. 15. september 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.17 23052131 Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2023 þar sem umsókn Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Hraunbraut er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni stendur steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Sótt er um að 57,6 m² rými undir bílskúrnum sem er skráð sem geymsla verði breytt í samþykkta íbúð. Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt byggingarlýsingu dags. 11. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 3. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna og kynningartíma lauk 14. september 2023. Engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 149 Skipulagsráð samþykkir erindið með sex atkvæðum gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Hjördísar Ýr Johnsson.

Önnur mál fundargerðir

7.2309005F - Velferðarráð - 123. fundur frá 11.09.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.23091089 - Fundargerð 111. fundar stjórnar Markaðsstofu frá 01.09.2023

Fundargerð 111. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 01.09.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.23091865 - Fundargerð 119. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 08.09.2023

Fundargerð 119. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 08.09.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2309621 - Fundargerð 563. fundar stjórnar SSH frá 04.09.2023

Fundargerð 563. fundar stjórnar SSH frá 04.09.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2309625 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 29.08.2023

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 29.08.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2309624 - Fundargerð 43. eigendafundar stjórnar Strætó frá 04.09.2023

Fundargerð 43. eigendafundar stjórnar Strætó frá 04.09.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.23091614 - Fundargerð 251. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 30.06.2023

Fundargerð 251. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 30.06.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.23091616 - Fundargerð 252. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 08.09.2023

Fundargerð 252. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 08.09.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.23091328 - Fundargerð 43. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.09.2023

Fundargerð 43. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.09.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.23091617 - Fundargerð 483. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 27.06.2023

Fundargerð 483. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 27.06.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.23091618 - Fundargerð 484. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 11.08.2023

Fundargerð 484. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 11.08.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.23091527 - Fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 08.09.2023

Fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 08.09.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.23092139 - Fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18.09.2023

Fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18.09.2023.
Lagt fram.

Kosningar

20.2206346 - Kosningar í íþróttaráð 2022-2026

Kosning varmanns í íþróttaráð.
Þorvar Hafsteinsson tekur sæti Daða Rafnssonar sem varamaður fyrir Samfylkinguna.

Kosningar

21.2206344 - Kosningar í leikskólanefnd 2022-2026

Kosning áheyrnarfulltrúa í leikskólanefnd.
Heiða Björg Þórbergsdóttir tekur sæti Guðrúnar Birnu Le Sage de Fontenay sem áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Fundi slitið - kl. 17:58.