Bæjarstjórn

1285. fundur 10. október 2023 kl. 16:00 - 20:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2310355 - Afgreiðsla samkomulags á reit 13 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu

Dagskrármál að beiðni bæjarstjóra.
Umræður.

Spurningar minnihluta til bæjarstjóra lagðar fram og vísað til bæjarráðs.

Fundarhlé hófst kl. 19:09, fundi fram haldið kl. 19:54

Bókun:
"Umræða um samning sem búið er að afgreiða er hjákátleg en nauðsynleg. Bæjarstjóri var ekki viðstödd afgreiðslu málsins í bæjarstjórn og var því ekki til svara um samning sem hún hafði undirritað með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Það er ámælisvert að ósk minnihlutans um frestun málsins við endanlega afgreiðslu í bæjarstjórn hafi verið hafnað. Í ljósi þess að svör bæjarstjóra við skriflegri fyrirspurn minnihlutans eru ýmist engin eða ófullnægjandi, er viðbótarspurningum vísað til bæjarráðs."

Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Miklar umræður fóru fram um samninginn þegar hann var staðfestur í bæjarstjórn í ágúst og bón minnihlutans um frestun málsins kom fram eftir þriggja tíma umræður. Áður var samningurinn kynntur í bæjarráði þar sem bæjarstjóri var viðstaddur ásamt bæjarlögmanni og lögfræðingi umhverfissviðs þar sem bæjarráðsmönnum gafst kostur á að koma með spurningar og ræða samninginn. Spurningum minnihlutans hefur verið svarað og liggja svörin fyrir á þessum fundi. Þeim viðbótarspurningum sem fulltrúar minnihlutans báru upp á þessum fundi verður einnig svarað eins fljótt og unnt er."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Elísabet Sveinsdóttir


Bókun:
"Þrátt fyrir þriggja tíma umræður í bæjarstjórn fengust engin svör af hálfu stjórnsýslunnar. Ósk um frestun var borin upp í upphafi fundar en ekki tekin til afgreiðslu fyrr en málið kom til atkvæðagreiðslu. Í bæjarráði var m.a. óskað eftir kostnaðargreiningu sem er forsenda innviðagjaldsins. Þau gögn hafa enn ekki borist."

Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Önnur mál fundargerðir

2.2309018F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 377. fundur frá 29.09.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

3.2309016F - Bæjarráð - 3145. fundur frá 05.10.2023

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.
  • 3.1 23091330 Viðauki við eigendasamkomulag. Álfsnes
    Frá SSH lögð fram svohljóðandi bókun; „Fyrirliggjandi eru drög að viðauka við eigendasamkomulag frá 25. október 2013 vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi. Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu bs. kynnir. Gerð er tillaga um að drögunum verði vísað til efnislegrar umræðu og afgreiðslu/samþykktar á vettvangi aðildarsveitarfélaganna.
    Niðurstaða: Skrifstofu SSH er falið að senda fyrirliggjandi drög að viðauka við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi til efnislegrar umræðu og afgreiðslu/samþykktar á vettvangi aðildarsveitarfélaganna.
    Bæjarráð frestaði erindinu erindinu 14.09.2023.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3145 Lagt fram og kynnt.

    Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við eigendasamkomulag með 9 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur

Önnur mál fundargerðir

4.2309014F - Bæjarráð - 3144. fundur frá 28.09.2023

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2309003F - Forsætisnefnd - 215. fundur frá 05.10.2023

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2309015F - Íþróttaráð - 135. fundur frá 28.09.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2309012F - Skipulagsráð - 150. fundur frá 02.10.2023

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 7.8 23061532 Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Rýma akritekta fyrir hönd lóðarhafa dags. 28. júní 2023 þar sem sótt eru um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 7. við Smiðjuveg. Óskað er eftir að fá að nýta neðri hæð viðbyggingar á norðurhlið hússins og koma fyrir tveimur hurðum. Samhliða eru lagt til að leiðrétt verði fermetra fjöldi núverandi húsnæðis og öll A og B rými verða talin með í heildarbyggingarmagni. Í breytingunni felst að heildar byggingarmagn eykst úr 3.044 m² í 3.554 m² sem er aukning um 510 m². Nýtingarhlutfall eykst því úr 0,44 í 0,50. Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:200 og 1:500 dags. 17. apríl 2023. Á fundi skipulagsráð 3. júlí var erindið samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 3, 3A, 4, 5, 6, 9, 9A, 11 og 30 við Smiðjuveg. Kynningartíma lauk 8. september 2023, umsögn barst. Þá lögð fram umsögn sem barst á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 150 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.2309019F - Menntaráð - 119. fundur frá 03.10.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2309006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 167. fundur frá 19.09.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2308014F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 101. fundur frá 20.09.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2309010F - Leikskólanefnd - 156. fundur frá 21.09.2023

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.23092139 - Fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18.09.2023

Fundargerð 933 frá 18.09.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.23092225 - Fundargerð 374. fundar stjórnar Strætó frá 15.09.2023

Fundargerð 374 frá 15.09.2023
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.23092342 - Fundargerð 485. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.09.2023

Fundargerð 485 frá 05.09.2023
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.23092553 - Fundargerð 564. fundar stjórnar SSH frá 18.09.2023

Fundargerð 564 frá 18.09.2023
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.23092713 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 15.06.2023

Fundargerð frá 15.06.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 20:30.