Bæjarstjórn

1295. fundur 12. mars 2024 kl. 16:00 - 18:55 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Þórarinn Hjörtur Ævarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2402003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 387. fundur frá 23.02.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.2402015F - Bæjarráð - 3165. fundur frá 29.02.2024

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 17:19, fundi fram haldið kl. 17:21.

Fundarhlé hófst kl. 18:00, fundi fram haldið kl. 18:35

Önnur mál fundargerðir

3.2402021F - Bæjarráð - 3166. fundur frá 07.03.2024

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2403007F - Forsætisnefnd - 223. fundur frá 07.03.2024

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2402008F - Íþróttaráð - 140. fundur frá 22.02.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2402022F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 105. fundur frá 29.02.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.
  • 6.3 24021719 Erindi ráðsmeðlims Pírata um að leiðrétta atkvæðavægi í Suðvesturkjördæmi.
    Erindi frá Indriða I. Stefánssyni, nefndarmanni Pírata:
    "Áskorun frá Jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs um að leiðrétta atkvæðavægi í Suðvesturkjördæmi.

    Ef atkvæðavægi kjördæmisins er borið saman við önnur kjördæmi sést eftirfarandi

    Miðað við óbreytta kjörskrá frá 2021
    eru 4042 atkvæði á bak við hvern þingmann
    eftir breytingar vegna atkvæðavægis eru í:
    NV 3078 atkvæði á bak við hvern þingmann (76% af landsmeðaltali)
    NA 2989 atkvæði á bak við hvern þingmann (73% af landsmeðaltali)
    SU 3842 atkvæði á bak við hvern þingmann (95% af landsmeðaltali)
    SV 5266 atkvæði á bak við hvern þingmann (130% af landsmeðaltali)
    RS 4156 atkvæði á bak við hvern þingmann (103% af landsmeðaltali)
    RN 4124 atkvæði á bak við hvern þingmann (102% af landsmeðaltali)

    Ég vil að við sendum út áskorun á Rikisstjórn og Alþingi að það sé ótækt að Suðvesturkjördæmi sé það eina sem býr við skert atkvæðavægi."
    Niðurstaða Jafnréttis- og mannréttindaráð - 105 Jafnréttis- og mannréttindaráð hvetur bæjarstjórn Kópavogs til að taka sjálfsagðan og lýðræðislegan rétt íbúa til jöfnun atkvæðisréttar í alþingiskosningum upp á sínum vettvangi og ræða við Alþingi um nauðsynlegar breytingar á kosningalögum.
    Er málinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
    Niðurstaða Áskorun Bæjarstjórnar:

    „Kjördæmakerfið á Íslandi býður upp á allt að tvöfaldan mun á vægi atkvæða eftir búsetu kjósenda og líður Suðvesturkjördæmi hvað mest fyrir misskiptingu atkvæða.

    Bæjarstjórn Kópavogs skorar á Alþingi/innviðaráðherra/stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að gera viðeigandi breytingar á kosningalögum nr. 112/2021 í þeim tilgangi að jafna atkvæðavægi á milli kjördæma.“

Önnur mál fundargerðir

7.2402004F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 15. fundur frá 12.02.2024

Fundargerð i sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2402014F - Skipulagsráð - 160. fundur frá 04.03.2024

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.
  • 8.5 2402169 Kópavogsdalur. Breytt deiliskipulag. Gervigrasvöllur vestan Fífu.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs 26. febrúar 2024 að breytingu á deiliskipulaginu, Kópavogsdalur - útivistarsvæði, samþykkt í bæjarstjórn í maí 1990 með síðari breytingum. Afmörkun deiliskipulagsbreytingar er um 3 ha að stærð og snýr að nýjum æfingavelli vestan Fífunnar. Í breytingunni felst upphitaður gervigrasvöllur, uppsetning fjögurra ljósamastra, girðing umhverfis völlinn ásamt því að heimilt byggingarmagn Fífunnar eykst úr 10.000 m2 í 10.200 m2 m.a. vegna nýrrar boltageymslu í norðvesturhorni knatthússins með aðgengi utanfrá. Þá er gerð breyting á legu bílaplans, kvöð sett um gróður í mön og umhverfis völlinn ásamt því að gert er ráð fyrir nýjum byggingarreiti fyrir tæknirými að hámarki 45 m2 við völlinn.
    Uppdráttur í mkv. 1:3000 og 1:2000 dags. 29. febrúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 160 Skipulagsráð samþykkir með sex atkvæðum, með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

    Bókun:
    Þann 19. júní lagði stjórn Breiðabliks fram ósk um endurskoðun á Aðal- og deiliskipulagi á íþróttasvæði Breiðabliks í Smáranum (ÍÞ-4)
    Bæjarstjórn ákvað í stað þess að samþykkja beiðnina að stofnaður skyldi starfshópur um framtíðarskipan skipulags í Kópavogsdal. Niðurstöður starfshópsins verða kynntar í næstu viku.
    Þetta er í annað sinn sem lögð er fram viðamikil skipulagsbreyting í Kópavogsdal á starfstíma hópsins. Ég tel að bútasaumur af þessu tagi séu ekki þau vinnubrögð sem Kópavogsbær á að temja sér í skipulagsmálum.
    Hákon Gunnarsson
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.
  • 8.7 2312697 Vatnsendablettur 1B. Breytt aðalskipulag.
    Lögð fram uppfærð umsókn Ásgeirs Arnar Hlöðverssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1B við Vatnsendablett dags. 8. desember 2023 um breytingu á aðalskipulagi. Í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 er skilgreind landnotkun opið svæði en óskað er eftir að landnotkun verði breytt í íbúðarsvæði. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði sjö lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð með aðkomu úr suðri frá Vatnsendabletti.
    Uppdrættir og fylgiskjöl, ódagsett. Á fundi skipulagsráðs þann 29. janúar 2024 var erindið lagt fram, afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. mars 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 160 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 með þremur atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Hákonar Gunnarssonar og Helgu Jónsdóttur gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Theódóru S Þorsteinsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Andri Steinn Hilmarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

    Bókun:
    Undirrituð óskar eftir minnisblaði um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagssvæðinu m.t.t. jafnræðis milli lóðarhafa á svæðinu.
    Theódóra S Þorsteinsdóttir.
    Niðurstaða Bæjarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.
  • 8.10 2402739 Nónhæð. Nónsmári 1-17. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 12. febrúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 1-17 við Nónsmára um breytingu á deiliskipulagi.
    Í breytingunni felst að á lóð B (Nónsmári 11-17) fjölgar íbúðum úr 45 í 47 en í dag er heimild fyrir 43 íbúðum. Húsnúmer breytast úr 9-15 í 11-17 vegna fjölgunar stigahúsa á lóð C. Hús 11 (áður 9) verði 3 hæðir ásamt kjallara í stað tveggja hæða ásamt kjallara. Hámarsflatarmál húss án kjallara hækkar um 490 m², úr 4.840 m² í 5.330 m². Bílastæðakrafa helst óbreytt. Nýtingarhlutfall án kjallara og bílageymslu hækkar úr 0,92 í 1,01. Þá er einnig óskað eftir heimild til að reisa garðstofu á þaksvölum sem nær út fyrir byggingarreit vegna hæðamismunar að hámarki 30 m².
    Í breytingunni felst einnig að á lóð C (Nónsmári 1-9) fækki íbúðum úr 55 í 53 og að stigahúsum yrði fjölgað úr 4 í 5. Hús 1 verði 3 hæðir ásamt kjallara í stað tveggja hæða ásamt kjallara. Hámarksflatarmál hússins án kjallara hækki um 1.240 m², úr 5.960 m² í 7.200 m². Bílastæðakrafa helst óbreytt. Nýtingarhlutfall án kjallara og bílgeymslu hækki úr 0,94 í 1,10. Þá er einnig óskað eftir heimild til að reisa garðstofu á þaksvölum sem nær út fyrir byggingarreit vegna hæðamismunar að hámarki 30 m².
    Lögun byggingarreits breytist en stækkar ekki. Lóðarmörk yrðu stækkuð við göngustíg samhliða Smárahvammsvegi og Arnarnesvegi til að uppfylla hljóðkröfur og aðlagast gatnakerfi við Smárahvammsveg.
    Á fundi skipulagsráðs þann 19. febrúar 2024 var erindið lagt fram ásamt uppdrættum, skuggavarpi og skýringum í mkv. 1:2000 dags. í febrúar 2024, afgreiðslu var frestað.
    Þá lagður fram rökstuðningur aukningar á byggingarmagni dags. í febrúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 160 Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Andra Steins Hilmarssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Helgu Jónsdóttur og Theódóru S Þorsteinsdóttur og með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn hafnar erindinu með 8 atkvæðum gegn atkvæði Andra Steins Hilmarssonar og hjásetu Orra V. Hlöðverssonar, Sigrúnar H. Jónsdóttur.

    Fundarhlé hófst kl. 18:40, fundi fram haldið kl. 18:54

    Bókun:
    „Enn á ný er lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Nónhæð. Þrátt fyrir að hér sé um að ræða færri íbúðir en fyrri tillaga, dags. 29. júní 2023 gerði ráð fyrir er samt sem áður verið að óska enn og aftur eftir töluverðri aukningu á byggingarmagni og hækkun húsa. Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það sveitarstjórn sem er gert að leggja mat á það hvort tilefni sé til að breyta gildandi deiliskipulagi. Er það mat bæjarstjórnar að sú tillaga sem nú liggur fyrir til samþykktar í auglýsingu fyrir breyttu deiliskipulagi sé ekki það efnislega frábrugðin fyrri tillögum og gangi jafnframt gegn gildandi deiliskipulagi frá 2017 og því viðtæka samráði sem átt var við hagsmunaaðila. Telur bæjarstjórn því ekki vera fyrir hendi veigamiklar ástæður né málefnaleg sjónarmið sem kalli á að auglýsa þá tillögu að breyttu deiliskipulagi sem nú er til meðferðar. Einnig er það ítrekað að lóðarhafi á ekki skilyrðislausan rétt til þess að krefjast breytinga á deiliskipulagi. Þá hvílir á honum jafnframt sú skylda að virða forsendur og framkvæmdafresti sem samið var um í uppbyggingarsamkomulagi, dags. 4. maí 2018 en þar er gert ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið í árslok 2022.“

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Hjördís Ýr Johnson
    Elísabet B. Sveinsdóttir
    Bergljót Kristinsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Indriði I. Stefánsson
    Þórarinn H. Ævarsson
    Kolbeinn Reginsson


    Bókun:
    Það er mikilvægt þegar Kópavogsbær fer í íbúasamráð og búið er að mynda sátt að staðið sé við þá niðurstöðu og hún sé álitin endanlega nema brýnar ástæður krefjist þess að hún sé endurskoðuð.

    Indriði I. Stefánsson
  • 8.15 23112029 Logasalir 14. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Kjartans Rafnssonar arkitekts dags. 29. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Logasali um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um 12 m² til að koma fyrir glerskála á einni hæð við suðurhlið byggingar. Byggingarmagn eykst úr 274,5 m² í 300,9 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,37 í 0,4.
    Á fundi skipulagsráðs þann 4. desember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 29. janúar 2024, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs þann 5. febrúar var erindið lagt fram ásamt uppdrætti í mkv. 1:1000 og 1:200 dags. 23. nóvember 2023 og erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 19. febrúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 160 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Þórarins H. Ævarssonar og Kolbeins Reginssonar.

Önnur mál fundargerðir

9.2312016F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 171. fundur frá 20.02.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2402016F - Velferðarráð - 130. fundur frá 26.02.2024

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.
  • 10.4 23032023 Samræmd móttaka flóttafólks
    Lögð fram til afgreiðslu drög að áframhaldandi samningi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Niðurstaða Velferðarráð - 130 Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að ritað verði undir áframhaldandi samning um móttöku flóttafólks til sex mánaða, eða 31.júní 2024.

    Sviðsstjóra velferðarsviðs er veitt heimild til að framlengja samninginn um sex mánuði til viðbótar, eða til 31. desember, að fengnum tillögum starfshóps um framtíðarsamning sbr. 10. gr. þjónustusamnings um samræmda móttöku flóttafólks.

    Málinu vísað áfram til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu velferðarráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

11.24021454 - Fundargerð 943. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 09.02.2024

Fundargerð 943. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 09.02.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.24021413 - Fundargerð 386. fundar stjórnar Strætó frá 16.02.2024

Fundargerð 386. fundar stjórnar Strætó frá 16.02.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.24021610 - Fundargerð 46. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.02.2024

Fundargerð 46. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.02.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.24021705 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 26.02.2024

Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 26.02.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.24021574 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 14.02.2024

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 14.02.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.24021453 - Fundargerð 421. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 21.02.2024

Fundargerð 421. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 21.02.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.24021944 - Fundargerð 944. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.02.2024

Fundargerð 944. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.02.2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:55.