Bæjarstjórn

1296. fundur 26. mars 2024 kl. 16:00 - 19:38 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergur Þorri Benjamínsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Erlendur H. Geirdal varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2403006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 388. fundur frá 08.03.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.2403002F - Bæjarráð - 3167. fundur frá 14.03.2024

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.2403008F - Bæjarráð - 3168. fundur frá 21.03.2024

Fundargerð í 23 liðum.
  • 3.1 2402387 Lántökur Kópavogsbæjar 2024
    Frá fjármálasviði, lögð fram beiðni um skuldabréfaútboð samkvæmt fjárhagsáætlun 2024. Niðurstaða Bæjarráð - 3168 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum, gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Fundarhlé hófst kl. 8:47, fundi fram haldið kl. 9:59

    Bókun:
    "Bæjarstjórn ber að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að bæjarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum. Útgáfa markaðsskuldabréfa til 30 ára að fjárhæð 4,3 mkr. rúmast ekki innan heimilda fjárhagsáætlunar 2024 án þess að samþykktur sé viðauki. Aðstæður í þjóðfélaginu gera tilkall til þess að opinberir aðilar dragi úr umsvifum og þenslu, sem er forsenda þess að verðbólga og vextir lækki. Það er óábyrg fjármálastjórnun að draga ekki úr framkvæmdum fremur en að hækka lán, sem hafa í för með sér milljarðaútgjöld til greiðslu vaxta og verðbóta á ári hverju."

    Bergljót Kristinsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Helga Jónsdóttir

    Bókun:
    "Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk, skuldahlutfall langt undir skuldaviðmiðum og skuldir á íbúa lægri en í sambærilegum sveitarfélögum. Tillaga fjármálasviðs er skynsamleg út frá fjárstýringu og mikilvægur þáttur í að tryggja stöðuga og áframhaldandi uppbyggingu nauðsynlegra innviða eins og íþróttamannvirkja, leik- og grunnskóla. Hún eykur nettó skuldir Kópavogsbæjar óverulega og er í fullu samræmi við fjárhagsáætlun 2024."

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri V. Hlöðversson
    Elísabet B. Sveinsdóttir
    Andri S. Hilmarsson

    Bókun:
    "Á fundi bæjarráðs 8. febrúar sl. var samþykkt heimild til að hækka lánalínu Kópavogsbæjar um 1 milljarð króna. Tillagan sem nú liggur fyrir er um 4,3 milljarða króna til viðbótar. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er heildarheimildin 4,3 milljarðar króna. Því er óheimilt að samþykkja tillöguna, sem hér liggur fyrir án viðauka."

    Bergljót Kristinsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Helga Jónsdóttir

    Bókun:
    "Afborganir ársins 2024 eru rúmlega 3.900 milljónir króna og nettó skuldaaukning því 375 milljónir króna miðað við fullnýtta heimild.

    Í fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir að lántökur verði 4,3 milljarðar króna í árslok 2024. Umbeðin heimild til lántöku er því innan marka, jafnvel þó hún verði nýtt að fullu í fyrsta útboði. Mikilvægt er að hafa í huga að nettó skuldaaukning er óveruleg því samhliða er verið að greiða niður önnur lán þmt skammtímalán sem var tekið í upphafi árs. Meirihlutinn vill ítreka mikilvægi þess að horfa til skuldahlutfalls og sterkrar fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar."

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri V. Hlöðversson
    Elísabet B. Sveinsdóttir
    Andri S. Hilmarsson

    Bókun:
    "Undirritaðar ítreka að heimildin sem nú er beðið um felur í sér 1 milljarð króna umfram það sem fjárhagsáætlun 2024 kveður á um."

    Bergljót Kristinsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Erlendar Geirdals, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Theodóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar að veita fjármálasviði umbeðna heimild til að fara í skuldabréfaútboð fyrir allt aö 4.300 m.kr. á árinu
    2024, þar sem Arion banki myndi leiõa útboðið.

    Bókun: "Bæjarstjórn ber að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að bæjarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum. Útgáfa markaðsskuldabréfa til 30 ára að fjárhæð 4,3 mkr. rúmast ekki innan heimilda fjárhagsáætlunar 2024 án þess að samþykktur sé viðauki. Aðstæður í þjóðfélaginu gera tilkall til þess að opinberir aðilar dragi úr umsvifum og þenslu, sem er forsenda þess að verðbólga og vextir lækki. Það er óábyrg fjármálastjórnun að draga ekki úr framkvæmdum fremur en að hækka lán, sem hafa í för með sér milljarðaútgjöld til greiðslu vaxta og verðbóta á ári hverju."
    Bergljót Kristinsdóttir Helga Jónsdóttir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Helga Jónsdóttir

    Bókun: "Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk, skuldahlutfall langt undir skuldaviðmiðum og skuldir á íbúa lægri en í sambærilegum sveitarfélögum. Tillaga fjármálasviðs er skynsamleg út frá fjárstýringu og mikilvægur þáttur í að tryggja stöðuga og áframhaldandi uppbyggingu nauðsynlegra innviða eins og íþróttamannvirkja, leik- og grunnskóla. Hún eykur nettó skuldir Kópavogsbæjar óverulega og er í fullu samræmi við fjárhagsáætlun 2024."
    Ásdís Kristjánsdóttir Orri V. Hlöðversson Elísabet B. Sveinsdóttir Andri S. Hilmarsson

    Bókun: "Á fundi bæjarráðs 8. febrúar sl. var samþykkt heimild til að hækka lánalínu Kópavogsbæjar um 1 milljarð króna. Tillagan sem nú liggur fyrir er um 4,3 milljarða króna til viðbótar. Í fjárhagsáætlun fyrir 2024 er heildarheimildin 4,3 milljarðar króna. Því er óheimilt að samþykkja tillöguna, sem hér liggur fyrir án viðauka."
    Bergljót Kristinsdóttir Helga Jónsdóttir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Helga Jónsdóttir

    Bókun: "Afborganir ársins 2024 eru rúmlega 3.900 milljónir króna og nettó skuldaaukning því 375 milljónir króna miðað við fullnýtta heimild. Í fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir að lántökur verði 4,3 milljarðar króna í árslok 2024. Umbeðin heimild til lántöku er því innan marka, jafnvel þó hún verði nýtt að fullu í fyrsta útboði. Mikilvægt er að hafa í huga að nettó skuldaaukning er óveruleg því samhliða er verið að greiða niður önnur lán þmt skammtímalán sem var tekið í upphafi árs. Meirihlutinn vill ítreka mikilvægi þess að horfa til skuldahlutfalls og sterkrar fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar."
    Ásdís Kristjánsdóttir Orri V. Hlöðversson Elísabet B. Sveinsdóttir Andri S. Hilmarsson

    Bókun: "Undirritaðar ítreka að heimildin sem nú er beðið um felur í sér 1 milljarð króna umfram það sem fjárhagsáætlun 2024 kveður á um."
    Bergljót Kristinsdóttir Helga Jónsdóttir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Helga Jónsdóttir
  • 3.2 24032698 Beiðni um aðgang að banka
    Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lögð fram beiðni til bæjarráðs um heimild til aðgangs að netbanka Íslandsbanka til handa tilteknum starfsmönnum. Niðurstaða Bæjarráð - 3168 Bæjarráð samþykkir að veita sviðsstjóra fjármálasviðs Kristínu Egilsdóttur, kt. 030268-5989, deildarstjóra hagdeildar Ingólfi Arnarsyni, kt. 050656-3149 og bæjarritara Pálma Þór Mássyni, kt. 090278-4609, aðgangsstýringarheimild í gegnum netbankaaðgang Íslandsbanka, Arion banka og Landsbanka fyrir Kópavogsbæ, kt. 700169-3759 og undirstofnanir, auk húsnæðisnefndar Kópavogs, kt. 630974-0389, sem gerir þeim kleift að veita viðeigandi starfsmönnum bæjarins rafrænan aðgang að öllum reikningum bæjarins, skoðunaraðgang og millifærsluaðgang, sem og aðgang að öllum kreditkortum. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir að veita sviðsstjóra fjármálasviðs Kristínu Egilsdóttur, kt. 030268-5989, deildarstjóra hagdeildar Ingólfi Arnarsyni, kt. 050656-3149 og bæjarritara Pálma Þór Mássyni, kt. 090278-4609, aðgangsstýringarheimild í gegnum netbankaaðgang Íslandsbanka, Arion banka og Landsbanka fyrir Kópavogsbæ, kt. 700169-3759 og undirstofnanir, auk húsnæðisnefndar Kópavogs, kt. 630974-0389, sem gerir þeim kleift að veita viðeigandi starfsmönnum bæjarins rafrænan aðgang að öllum reikningum bæjarins, skoðunaraðgang og millifærsluaðgang, sem og aðgang að öllum kreditkortum.
  • 3.3 23111688 Gjaldskrár 2024
    Lagðar fram til kynningar uppfærðar gjaldskrár mennta- og velferðarsviðs. Einnig lögð fram óbreytt gjaldskrá umhverfissviðs. Niðurstaða Bæjarráð - 3168 Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Breytingar á gjaldskrá samþykktar með 6 atkvæðum og hjásetu bæjarfulltrúa Erlendar Geirdals, Theodóru S. Þorsteinsdóttir, Helgu Jónsdóttur, Sigurbjargar Erlu Erlendsdóttur og Kolbeins Reginssonar.
  • 3.8 2403248 Úthlutun Vatnsendahvarfs. I. áfangi
    Frá bæjarlögmanni, lagðir fram úthlutunarskilmálar vegna úthlutunar lóða í 1. áfanga Vatnsendahvarfs, Roðahvarf nr. 2-36 og 1-21. Bæjarráð frestaði málinu þann 7. mars sl. Niðurstaða Bæjarráð - 3168 Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Fundarhlé hófst kl. 11:35, fundi fram haldið kl. 12:17.

    Bókun:
    "Framlögð drög að úthlutunarskilmálum uppfylla ekki skyldur Kópavogsbæjar í húsnæðismálum. Kjörnir fulltrúar eiga að starfa á grundvelli laga og samkvæmt stefnumarkandi samþykktum bæjarstjórnar. Samkvæmt lögum um húsnæðismál eru helstu verkefni sveitarfélaga á því sviði að: 1) greina húsnæðisþörf, 2) gera áætlun um hvernig þörfinni skal mætt og 3) tryggja framboð á lóðum til að mæta þeim áætlunum. Yfirlýsingar sem Kópavogsbær hefur gefið og lúta sérstaklega að húsnæðismálum eru eftirfarandi samkvæmt minnisblaði bæjarlögmanns, dags. 12. mars 2024.
    Meðal markmiða í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem og Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, er fjölbreyttur húsnæðismarkaður sem uppfyllir þarfir íbúa. Huga verði sérstaklega að framboði á húsnæði á viðráðanlegu verði.
    Í húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar er greining á þörfum ólíkra hópa og þar kemur fram að 35% skattgreiðenda Kópavogsbæjar séu undir tekju- og eignamörkum. Því þyrfti að skipuleggja uppbyggingu með þeim hætti að þriðjungur húsnæðis henti þessum íbúum bæjarins.
    Í húsnæðisáætlun Kópavogs kemur fram hvernig sveitarfélagið ætli að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma. Í áætluninni segir að markmið Kópavogsbæjar sé að leitast við að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða og búsetukosta fyrir alla félagshópa. Allir geti orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þá er m.a. í forgangi að auka framboð á litlum og ódýrum fasteignum, auðvelda fyrstu kaup og fjölga íbúðakostum, m.a. með samstarfi við byggingaraðila um uppbyggingu minni íbúða sem sveitarfélagið hefði forkaupsrétt að.
    Bæjarstjórn Kópavogs ákvað haustið 2018 að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með því að gera 36 yfirmarkmið að leiðarljósi við alla stefnumótun. Markmið 11.1 snýr að húsnæðismálum og segir meðal annars að eigi síðar en árið 2030 geti allir orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði.
    Í sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga var undirritaður rammasamningur til þess m.a.að mæta þeim hópi sem hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn bæði fyrstu kaupendum og tekju- og eignalægri hópnum. Þar er gert ráð fyrir að 30% nýrra íbúða verði hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, sem byggðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum eða uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán.
    Sú tillaga að úthlutunarskilmálum, sem hér liggur fyrir, tekur ekkert mið af ofangreindum yfirlýsingum sem byggjast á þeirri reynslu að markaðurinn hefur ekki getað leyst þær fjölbreyttu þarfir, sem ungir, tekjulágir, námsmenn og fleiri hópar samfélagsins hafa. Kópavogsbær hefur ekki staðið að almennri lóðaúthlutun í 9 ár og nú er tækifærið til að leiðrétta þá skekkju, sem orðið hefur með uppbyggingu fjárfesta á þróunarreitum þar sem arðsemiskrafa er leiðarljósið."

    Bergljót Kristinsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Helga Jónsdóttir

    Bókun:
    "Í þessari fyrstu úthlutun, af nokkrum, í Vatnsendahvarfi er verið að úthluta alls 184 íbúðum á sex fjölbýlishúsalóðum. Skipulag hverfisins gerir ráð fyrir fjölbreyttu framboði; fjölbýlishúsum, einbýlishúsum, par- og raðhúsum auk búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Í úthlutunarskilmálunum birtast einnig markmið aðalskipulagsins um félagslega blöndun, m.a. með áskilnaði Kópavogsbæjar til þess að krefjast forkaupsréttar á allt að 4,5% byggðra íbúða undir félagslegt húsnæði.

    Meiri- og minnihluta greinir á um leiðir að því marki hvernig sem flestir geti eignast þak yfir höfuðið. Eins og kemur fram í bókun minnihlutans hugnast þeim að handstýra úthlutuninni og niðurgreiða húsnæði með lóðaúthlutunum til óhagnaðardrifinna leigufélaga. Ekki er gerð grein fyrir því, í bókun minnihlutans, hver áhrifin yrðu af slíkum lóðaúthlutunum á fjárhag sveitarfélagsins, en hætt er við að það myndi birtast í niðurskurði á þjónustu til bæjarbúa, auknum álögum eða lántökum."

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri V. Hlöðversson
    Elísabet B. Sveinsdóttir
    Andri S. Hilmarsson

    Niðurstaða Bæjarfulltrúar Vina Kópavogs, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata leggja fram eftirfarandi tillögu:

    ,,Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarlögmanni að vinna tillögu til breytingar á framlögðum úthlutunarskilmálum og tryggja þannig framboð á lóðum til að mæta þörfum þeirra 35% skattgreiðenda í sveitarfélaginu sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar 2020 til 2027. Innan þess hundraðshluta hafi Kópavogsbær kauprétt á allt að 5% fyrir félagslegt leiguhúsnæði á föstu verðlagi bundnu byggingarvísitölu.

    Í Vatnsendahvarfinu verður fyrsta almenna úthlutun íbúðahúsalóða í Kópavogi frá því að húsnæðisáætlunin var gerð og í þessum fyrsta áfanga eru fjölbýlishúsalóðir sem henta vel til að ná þessum markmiðum."

    Bæjarstjórn hafnar tillögu minnihlutans með sex atkvæðum gegn atkvæðum Erlendar Geirdals, Theodóru S. Þorsteinsdóttir, Helgu Jónsdóttur, Sigurbjargar Erlu Erlendsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

    Bókun:
    ,,Kópavogsbær er að stíga mikilvæg skref með úthlutun í nýju hverfi fyrir ólíka hópa samfélagsins sem tryggir félagslega blöndun.

    Í skipulagsskilmálum er gert ráð fyrir fjölbreyttu framboði; fjölbýlishúsum, einbýlishúsum, par- og raðhúsum auk búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Í úthlutunarskilmálunum birtast einnig markmið aðalskipulagsins um félagslega blöndun, m.a. með áskilnaði Kópavogsbæjar til þess að krefjast forkaupsréttar á allt að 4,5% byggðra íbúða undir félagslegt húsnæði. Við trúum því að þessir skipulagsskilmálar bjóði upp á að ólíkir þjóðfélagshópar eigi kost á að eignast húsnæði í hverfinu þar með talið fyrstu kaupendur og þeir sem falla undir skilmála hlutdeildarlána.

    Meiri- og minnihluta greinir á um leiðir að því markmiði að sem flestir geti eignast þak yfir höfuðið. Meirihlutanum hugnast ekki að 35% af nýjum lóðum verði niðurgreiddar. Þá er ljóst að sú stefna minnihlutans hefði verulega neikvæð áhrif á bæjarsjóð sem þyrfti að mæta með skattahækkunum eða niðurskurði á þjónustu á íbúa. Okkar hlutverk er að standa vörð um hagsmuni bæjarins þegar verið er að úthluta takmörkuðum auðlindum og hámarka það verð sem við fáum fyrir lóðirnar. Þær tekjur skila sér til bæjarsjóðs og nýtast þannig öllum Kópavogsbúum hvort sem er í formi bættrar þjónustu eða lægri skatta."
    Elísabet Sveinsdóttir, Sigrún Hulda Jónsdóttir, Orri Hlöðversson, Hanna Carla Jóhannsdóttir, Bergur Þorri Benjamínsson og Ásdís Kristjánsdóttir.

    Fundarhlé kl. 18:50 Fundi framhaldið 19:06

    Bókun:

    ,,Félagsleg blöndun verður ekki tryggð með markaðalausnum meirihlutans og markaðurinn tryggir ekki félagslegt réttlæti eins og fram kom þegar innviðaráðherra kynnti húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Tillaga minnihlutans felur ekki í sér að 35% lóðanna verði niðurgreiddar. Hún felur hins vegar í sér að íbúar og fyrirtæki í Kópavogi geti nýtt þær lausnir og þann fjárhagslega stuðning sem byggjendum undir tekju- og eignamörkum standa til boða af hálfu ríkisins. Það er ósmekklegt og rangt að tala um niðurgreiðslur í því efni."
    Erlendur Geirdal, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Sigurbjörg Erla Erlendsdóttir og Kolbeinn Reginsson.

    Niðurstaða:

    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum úthlutunarskilmála vegna úthlutunar lóða í 1. áfanga Vatnsendahvarfs, Roðahvarf nr. 2-36 og 1-21. Bæjarfulltrúar Erlendur Geirdal, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Helg Jónsdóttr, Sigurbjörg Erla Erlendsdóttir og Kolbeinn Reginsson greiða atkvæði á móti.

Önnur mál fundargerðir

4.2402005F - Lista- og menningarráð - 161. fundur frá 06.03.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2403004F - Skipulagsráð - 161. fundur frá 18.03.2024

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 5.4 23111612 Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.
    Lögð fram á vinnslustigi tillaga umhverfissviðs dags. 14. mars 2024 að nýju deiliskipulagi göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls til forkynningar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að mæla fyrir um legu og fyrirkomulag stofnstígs hjólreiða um Kópavogsháls og stuðla að auknu umferðaröryggi, sérstaklega gangandi og hjólandi vegfarenda.
    Orri Gunnarsson, skipulagsfræðingur frá VSÓ ráðgjöf, gerir grein fyrir tillögunni.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 161 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð vinnslutillaga verði forkynnt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 5.5 23112029 Logasalir 14. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram breytt umsókn Kjartans Rafnssonar arkitekts dags. 14. mars 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Logasali um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs þann 4. mars 2024 var umsókn dags. 29. nóvember 2023 lögð fram að lokinni kynningu ásamt umsögn skipulagsdeildar um innsendar athugasemdir á kynningartíma dags. 29. febrúar 2024. Skipulagsráð samþykkti umsóknina. Ofangreind breytt umsókn gerir ráð fyrir minni viðbyggingu en áður var ráðgert. Byggingarreitur á lóðinni stækkar um alls 12 m². Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,37 í 0,38 við breytinguna. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 274,5 í 286,5 m². Heimilt hámark byggingarmagns samkvæmt gildandi deiliskipulagi er 300 m².
    Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 14. mars 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 161 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 14. mars 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum. Helga Jónsdóttir og Kolbeinn Reginsson sátu hjá.
  • 5.7 24031370 Ennishvarf 29. Umsókn um stækkun lóðar.
    Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 29 við Ennishvarf dags. 7. mars 2024 um stækkun lóðarinnar um 100 m² til vesturs vegna tveggja smáhýsa á lóðinni.
    Þá er einnig lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 14. mars 2024, uppfært 18. mars 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 161 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn þar sem fyrirhuguð stækkun er á opnu svæði (OP-5.14) með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Helgu Jónsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Gunnar Sær Ragnarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum. Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sátu hjá.
  • 5.11 23112022 Arnarsmári 10-12. Breytt deiliskipulag. Fjarskiptaloftnet.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Sigurðar Lúðvíks Stefánssonar byggingarfræðings dags. 28. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 10 og 12 við Arnarsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst heimild fyrir fjarskiptaloftneti á vesturgafli húss.
    Á fundi skipulagsráðs þann 4. desember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 7. mars 2024 og engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 161 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytt deiliskipulag. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

6.2403009F - Ungmennaráð - 45. fundur frá 18.03.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.24032428 - Fundargerð 945. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2024

Fundargerð 945. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.24031795 - Fundargerð 125. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 08.03.2024

Fundargerð 125. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 08.03.2024
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.24031205 - Fundargerð 574. fundar stjórnar SSH frá 04.03.2024

Fundargerð 574. fundar stjórnar SSH frá 04.03.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.24031225 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 07.02.2024

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 07.02.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.24032287 - Fundargerð 256. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19.01.2024

Fundargerð 256. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19.01.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.24032288 - Fundargerð 257. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 07.02.2024

Fundargerð 257. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 07.02.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.24032292 - Fundargerð 258. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 16.02.2024

Fundargerð 258. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 16.02.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.24031682 - Fundargerð 115. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 07.03.2024

Fundargerð 115. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 07.03.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.24032427 - Fundargerð 388. fundar stjórnar Strætó frá 08.03.2024

Fundargerð 388. fundar stjórnar Strætó frá 08.03.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.24032426 - Fundargerð 387. fundar stjórnar Strætó frá 06.03.2024

Fundargerð 387. fundar stjórnar Strætó frá 06.03.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.24032703 - Fundargerð 46. eigendafundar stjórnar Strætó frá 13.03.2024

Fundargerð 46. eigendafundar stjórnar Strætó frá 13.03.2024.
Lagt fram.

Kosningar

18.2206343 - Kosningar í lista- og menningarráð 2022-2026

Kjörgengi nefndarmanns.
Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir skriflegri umsögn bæjarritara um kjörgengi nefndarmanns í lista- og menningarráði skv. ákvæði 3. mgr. 43. gr. sveitarstjórnarlaga.

Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur:
,,Undirrituð furðar sig á því misrétti sem birtist í þessu dagskrármáli þar sem eingöngu er tekið til umfjöllunar kjörgengi nefndarfulltrúa minnihlutans en ekki fulltrúa meirihlutans sem er í þeirri stöðu að vafi hlýtur að vera um kjörgengi. Það er einkennilegt að jafnræðis sé ekki gætt en um leið og málið kom fyrst upp óskaði undirrituð eftir því að kallað yrði eftir sambærilegu áliti um aðra fulltrúa sem ákvæðið gæti átt við. Við því var þó ekki orðið."

Fundarhlé 19:33. Fundi framhaldið 19:38.

Fundi slitið - kl. 19:38.