Félagsmálaráð

1323. fundur 07. febrúar 2012 kl. 15:30 - 17:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Þór Heiðar Ásgeirsson aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir varaformaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Kjartan Sigurgeirsson aðalfulltrúi
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.1201037 - Teymisfundir 2012

Fært í trúnaðarbók.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar og Anna María Valdimarsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

 

2.1202045 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Fært í trúnaðarbók.

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar og Anna María Valdimarsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

3.1202022 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Fært í trúnaðarbók.

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar og Anna María Valdimarsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

4.1202041 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Fært í trúnaðarbók.

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar og Anna María Valdimarsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

5.1202059 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði 2012

Lagðar fram tillögur um úthlutun.

Samþykkt.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar og Anna María Valdimarsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

6.1202047 - Hækkun tekjuskerðingar vegna sérstakra húsaleigubóta hjá Kópavogsbæ

Lagðar fram tillögur um hækkun tekjuskerðingarmarka.

Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leiti hækkun tekjuskerðingarmarka sérstakra húsaleigubóta um 12,5% frá 1. febrúar 2012.

 

Atli Sturluson yfirmaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.

7.1202023 - Áfrýjun. Húsaleigubætur

Skráð í trúnaðarbók. 

 

Atli Sturluson yfirmaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.

8.1110385 - Biðlistar eftir búsetu fyrir fatlað fólk

Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð lítur jákvætt á framkomna tillögu og óskar eftir áframhaldandi vinnu við þróun búsetuúrræða í samráði við hlutaðeigandi hagsmunaaðila. Í framhaldi af því óskar félagsmálaráð eftir að hugmyndin verði lögð fyrir bæjarráð.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

9.1202044 - Þjónustusamningur.

Afgreiðslu deildarfundar vísað til félagsmálaráðs

Félagsmálaráð staðfestir ákvörðun deildarfundar. 

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

10.1202046 - Endurbætur á húsnæði. Fatlað fólk

Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð lítur jákvætt á erindið en bíður eftir tillögum frá velferðarráðuneyti um framkvæmd.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

11.1202060 - Ferðaþjónusta fatlaðs fólks í Kópavogi

Greinargerð lögð fram.

Frestað.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

12.904122 - Gjaldskrá heimaþjónustu

Ný gjaldskrá frá 1. janúar 2012.

Lagt fram til kynningar. Yfirmanni falið að taka saman upplýsingar um fjölda greiðenda og koma með tillögu að nýrri gjaldskrá. Þá óskar félagsmálaráð eftir yfirliti yfir þróun heimaþjónustunnar frá 2004.

 

Svanhildur Þengilsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra sat fundinn undir þessum lið.

13.1201368 - Tölulegar upplýsingar FK - Þriggja ára samanburður, 2009 til 2011.

Lagt fram. Félagsmálaráð vekur athygli á auknum fjölda umsókna um félagslegt leiguhúsnæði frá 2009 til 2011.

Fundi slitið - kl. 17:30.