Félagsmálaráð

1419. fundur 03. október 2016 kl. 16:15 - 18:36 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónusutdeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

1.1601138 - Teymisfundir 38 og 39

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.16041198 - Tekju- og eignaviðmið í stigakerfi félagslegra leiguíbúða

Félagsmálaráð óskaði eftir því á 1417. fundi sínum 20. september sl. að sviðsstjóri aflaði upplýsinga hjá velferðarráðuneytinu vegna útgáfu reglugerðar nr. 742/2016 um breytingu á reglugerð um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga eða félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði nr. 1042/2013, með síðari breytingum.
Lögð var fram greinargerð vegna fundar sem sviðsstjóri velferðarsviðs og deildarstjóri ráðgjafa og íbúðadeildar áttu með fulltrúum velferðarráðuneytis þann 29. september 2016.

Á fundinum kom auk annars fram að sveitarfélög séu ekki skyldug til að hlýta viðmiðum reglugerðar ráðuneytisins.

Félagsmálaráð óskaði eftir skriflegum rökstuðningi ráðuneytis fyrir þeim hækkunum sem orðið hafa á tekju- og eignaviðmiðum og þá sérstaklega hækkun á viðbót vegna barna yngri en 20 ára á heimili leigutaka.

Einnig var óskað eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort sveitarfélaginu sé heimilt að ákvarða viðmið sín óháð reglugerð ráðuneytis.

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.16031430 - Tillaga um breytingu á stigakerfi félagslegra leiguíbúða fyrir 70 ára og eldri

Lagðar voru fram tillögur starfshóps um breytta stigagjöf, að uppfylltum öðrum skilyrðum varðandi umsókn um félagslega leiguíbúð.

Félagsmálaráð taldi tillögurnar til þess fallnar að koma til móts við aldraða íbúa í hjónabandi eða sambúð sem eru í miklum húsnæðisvanda og samþykkti þær fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum.

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.16091081 - Vistun á vegum ríkisins

Lagt var fram yfirlit um nýtingu Kópavogsbúa á úrræðum ríkisins fyrir langveik og fjölfötluð börn.

Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.16091082 - Notendaráð vegna málefna fatlaðs fólks

Félagsmálaráð samþykkti tillögu um stofnun notendaráðs vegna málefna fatlaðs fólks.

Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1509591 - Staða mála í félagslegri heimaþjónustu

Lagt fram.

7.1602049 - Boðaþing 11-13, Stækkun hjúkrunarheimilis

Félagsmálaráð fagnar undirritun samstarfssamnings bæjarfélagsins við heilbrigðisráðuneytið um uppbyggingu 64 hjúkrunarrýma í Boðaþingi sem stefnt er að að taka í notkun á seinni hluta árs 2018.

8.1407371 - Starfshópur um stöðu húsnæðismarkaðarins

Arnþór Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir og Ólöf Pálína Úlfarsdóttir lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð leggja til að fjármálastjóri Kópavogsbæjar móti tillögu um þrepaskiptingu leigu í félagslegum leiguíbúðum Kópavogsbæjar, í anda skýrslu um húsnæðismál sem samþykkt var af öllum flokkum í Bæjarstjórn Kópavogs. Að tillagan verði lögð fyrir fund félagsmálaráðs til umræðu á öðrum fundi ráðsins í október 2016."

Tillagan var felld með fimm atkvæðum gegn tveimur.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Tillaga að þrepaskiptri leigu er hluti af húsnæðisskýrslu sem lögð var fram af fulltrúum allra flokka. Útfærsla þeirrar tillögu er ekki á höndum eins embættismanns. Gunnsteinn Sigurðsson, Karen E. Halldórsdóttir, Ragnheiður S. Dagsdóttir, Sverrir Óskarsson og Helga S. Harðardóttir."

9.1111434 - Erindisbréf félagsmálaráðs

Sverrir Óskarsson lagði til að forseti Bæjarstjórnar kynni á næsta fundi félagsmálaráðs væntanlegar breytingar á erindisbréfi ráðsins.
Ákveðið var að funda þrisvar sinnum í október og verða næstu fundir ráðsins því 17. október og 31. október.

Fundi slitið - kl. 18:36.