Forsætisnefnd

150. fundur 06. febrúar 2020 kl. 16:00 - 17:05 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Dagskrármál
II. Önnur mál - fundargerðir.
III. Kosningar.

Almenn mál

2.1912421 - Óskað eftir umfjöllun um kjaramun aðal- og varamanna

Frá Karen E. Halldórsdóttur, fyrirspurn þar sem óskað er eftir því að forsætisnefnd fjalli um hversu eðlilegt eða rétt það er að varamenn í ráðum með sömu ábyrgð og aðalmenn fái lægra greitt en aðalmenn. Óskað er eftir rökstuðningi eða leiðréttingu á þessum kjaramun.
Forsætisnefnd vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Bókun Theódóru S. Þorsteinsdóttur:
"Tek heilshugar undir með bæjarfulltrúa Karen E. Halldórsdóttur um það hrópandi óréttlæti sem falið er í kjaramun aðal- og varamanna í ráðum og styð eindregið að lækka kjör aðalmanna í ráðum hjá Kópavogsbæ."

Fundarhlé hófst kl. 16:42, fundi fram haldið kl. 16:45.

Bókun Margrétar Friðriksdóttur og Birkis Jóns Jónssonar:
"Það er eðlilegt að þessi mál séu skoðuð og óskum við eftir að bæjarritari afli gagna um málið m.a. með tilliti til annarra sveitarfélaga."

Almenn mál

3.2001139 - Tillaga bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um að birta fylgigögn með fundargerðum á vef bæjarins

Tillaga frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um að birta fylgigögn með fundargerðum bæjarstjórnar og fastanefnda á vef bæjarins. Bæjarráði vísaði málinu til umsagnar forsætisnefndar á fundi sínum þann 9. janúar.
Forsætisnefnd vísar erindinu til umsagnar bæjarritara og persónuverndarfulltrúa.

Almenn mál

4.2001573 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata um hvort bæjarfulltrúi Sjálftæðisflokks hefði brotið siðareglur

Lögð fram umsögn lögfræðideildar um hvort bæjarfulltrúi hafi brotið siðareglur bæjarfulltrúa Kópavogs með hátterni sínu, sem meirihluti forsætisnefndar vísaði til umsagnar bæjarlögmanns á fundi sínum þann 23. janúar sl. Á fyrrgreindum fundi kom fram tillaga um að erindinu yrði vísað til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en meirihluti forsætisnefndar frestaði því að taka afstöðu til tillögunar til næsta fundar.
Forsætisnefnd samþykkir að málinu verði vísað til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bókun Theódóru S. Þorsteinsdóttur:
"Óska eftir upplýsingum um hvort Kópavogsbær hafi á einhverjum tímapunkti verið kröfuhafi í þrotabú fyrirtækis bæjarfulltrúans Guðmundar Gísla Geirdals."

Fundi slitið - kl. 17:05.