Framkvæmdaráð

9. fundur 30. mars 2011 kl. 08:15 - 08:15 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs
Dagskrá

1.1103090 - Félagslegar leiguíbúðir. Innkaup.

Umhverfissvið óskar eftir leiðbeiningum um innkaupaferli fyrir leiguíbúðir.

Rætt var um leiðir í innkaupum. Sviðsstjóra falið að kanna markaðinn og kaupa íbúðir í samræmi við núverandi þörf.

2.1103354 - Húsnæði fyrir fatlaða. Viðræður við jöfnunarsjóð.

Umhverfissvið óskar eftir heimild til að ganga til viðræðna við jöfnunarsjóð.

Samþykkt.

3.1101238 - Skjólbraut 1A. Framkvæmdir vegna sambýlis fyrir fatlaða.

Niðurstaða útboðs.

Vísað til bæjarráðs.

4.802009 - Innkaupareglur Kópavogsbæjar.

Endurskoðuð drög lögð fram.

Tilvísun í nánari leiðbeiningar sem setja skal í gæðahandbók bætt við í 5. gr. fyrirliggjandi draga. Drögin samþykkt með áorðnum breytingum.

5.1101915 - Sumarvinna 2011

Lagt fram minnisblað um greiningu umsókna og endurskoðuð áætlun.

Lagt fram.

6.1011234 - Gullsmári 11. Tillögur um breytingar á húsnæði

Umhverfissvið óskar eftir heimild til að leita tilboða í breytingar.

Samþykkt.

7.1103355 - Vorhreinsun 2011

Lagt fram minnisblað um tilhögun vorhreinsunar 2011.

Samþykkt.

8.1011283 - Framkvæmdir á opnum svæðum

Lögð fram tillaga garðyrkjustjóra um framkvæmdir á opnum svæðum 2011.

Lagt fram.

9.706100 - Bolaöldur. Námuvinnsla

Lagt fram minnisblað um viðræður varðandi framtíð jarðvegslosunar í Bolaöldum.

Lagt fram.

10.1103357 - Húsnæðismál á torginu.

Lagt fram minnisblað um leiðir varðandi endurskipulagningu á notkun húsnæðis bæjarins í Fannborg.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:15.