Hafnarstjórn

120. fundur 28. júní 2021 kl. 12:00 - 13:30 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Kristján Friðþjófsson aðalmaður
  • Kristín Bára Alfreðsdóttir aðalmaður
  • Jón Guðlaugur Magnússon aðalmaður
  • Birkir Rútsson
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Atli Hermannsson
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
Dagskrá

Almenn mál

1.2106409 - Úttekt á nýframkvæmda- og viðhaldsþörf hafna

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.06.202, lagt fram erindi frá formanni stjórnar Hafnarsambands Íslands.
Hafnarstjórn samþykkr að vísa erindinu til afgreiðslu hafnarvarðar og deildarstjóra gatnadeildar.

Almenn mál

2.2106932 - Ný bryggja við Kópavogshöfn

Frá hafnaverði, dags. 15.06.2021, lögð fram verðhugmynd frá Köfunarþjónustunni ehf. um uppsetningu á búnaði í Kópavogshöfn.
Lagt fram.

Almenn mál

3.2105794 - Erindi til hafnarstjórnar Kópavogsbæjar. Hafsækið þjónustufyrirtæki

Frá Róberti Hafsteinssyni, dags. 26.05.2021, lögð fram fyrirspurn varðandi uppbyggingu á og við Kópavogshöfn.
Lagt fram. Hafnarstjórn telur mikilvægt að skoða hafnarsvæðið heildstætt með tiliti til ferðaþjónustu og annarar uppbyggingar á svæðinu.

Almenn mál

4.1911510 - Starfslýsing. Eftirlitsmaður hafnarsvæðis.

Frá hafnarstjóra, lögð fram uppfærð starfslýsing hafnarvarðar.
Lagt fram.

Almenn mál

5.1811138 - Önnur mál - hafnarstjórn

1. Ferðafingur. Hafnarvörður sagði frá stöðu máls.
2. Snekkjan ehf. - fyrirspurn. Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 13:30.