Hafnarstjórn

127. fundur 04. október 2022 kl. 14:00 - 15:25 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Jón Guðlaugur Magnússon formaður
  • Ásdís Kristjánsdóttir hafnarstjóri
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Steini Þorvaldsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Sigurbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Atli Hermannsson hafnarvörður
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Auðun Helgason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir Starfsmaður hafnarstjórnar
Dagskrá

Almenn mál

1.2209824 - Heildarsýn fyrir þróunarsvæðið á Kársnesi

Heildarsýn fyrir þróunarsvæðið á Kársnesi og skörun við skilgreint svæði Kópavogshafnar.
Kynnt.

Gestir

  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 14:00

Almenn mál

2.2209827 - Gjaldskrá Kópavogshafnar 2023

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27.09.2022, lögð fram drög að gjaldskrá Kópavogshafnar 2023.
Hafnarstjórn samþykkir með öllum atkvæðum framlagða gjaldskrá Kópavogshafnar fyrir árið 2023.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 14:50

Almenn mál

3.2006893 - Hafnarreglugerð

Hafnarreglugerð.
Bókun í hafnarstjórn fyrir hönd Vina Kópavogs:
"Reitur 13 er á hafnarsvæði samkvæmt hafnarreglugerð nr. 983/2003 fyrir Kópavogshöfn og uppdrætti sem samþykktur var í hafnarstjórn Kópavogs 15. desember 1989 og staðfestur af skipulagsstjóra ríkisins 29. mars 1990. Í 4.gr. hafnalaga nr. 61/2003 er ráðherra falið að setja reglugerð fyrir hverja höfn að fengnum tillögum eigenda. Samkvæmt tillögu Kópavogsbæjar voru stærð og takmörk hafnarsvæðis á sjó og landi skilgreind í hafnarreglugerðinni. Þar eru jafnframt ákvæði um starfs- og valdsvið hafnarstjórnar. Um skipulag hafnarsvæðis og leyfi til mannvirkjagerðar segir í 5.gr. laganna:„Skipulag hafnarsvæðis skal miðast við þarfir hafnar. Hafnarstjórn gerir tillögu um skipulag hafnarsvæðis til skipulagsnefndar eða sveitarstjórnar....“ „Engin mannvirkjagerð má fara fram á hafnarsvæði nema með samþykki viðkomandi hafnarstjórnar.“ Um stjórnun og rekstur segir í 13.gr. „Sérstakar hafnarstjórnir, sem kosnar eru af sveitarstjórnum, skulu hafa á hendi stjórn hafna og hafnarsjóða í samræmi við reglugerð skv. 4. gr. „. Á landsvæði hafnarinnar eru samkvæmt 1.gr. hafnarreglugerðar: „Lóðir, iðnaðar- og baksvæði.“ Skv. 3.gr. gerir hafnarstjórn tillögur til sveitarstjórnar varðandi skipulagsmál á hafnarsvæðinu, enda hafi tillögurnar fengið umfjöllun skipulagsnefndar. Byggingamál á hafnarsvæðinu skulu hljóta umfjöllun hafnarstjórnar áður en þau eru lögð fyrir sveitarstjórn.“ Hafnarstjóri á samkvæmt 4.gr. hafnarreglugerðar að vinna störf sín í samræmi við ákvæði hafnalaga og hafnareglugerða, og veita hafnarstjórn og sveitarstjórn upplýsingar um málefni hafnarinnar. Í ljósi ofanritaðs er þess óskað að hafnarstjóri leggi fyrir næsta fund hafnarstjórnar umsögn um hlutverk og verkefni hafnarstjórnar varðandi deiliskipulag á reit 13."

Hafnarstjórn vísar hafnarreglugerð til umsagnar bæjarlögmanns.

Gestir

  • Auðun Helgason lögfræðingur - mæting: 15:00

Fundi slitið - kl. 15:25.